Guðfinnur Sigurvinsson hefur verið ráðinn verkefnastjóri samskiptamála hjá Vodafone.
Í tilkynningu frá félaginu segir að undir samskiptamál falli meðal annars öll samskipti við fjölmiðla og fjárfesta ásamt ytri fræðslu.
„Guðfinnur kemur úr starfi upplýsingafulltrúa Umhverfisstofnunar, þar sem hann sinnti meðal annars innri og ytri upplýsingagjöf. Hann vann áður sem frétta- og dagskrárgerðarmaður hjá Ríkisútvarpinu til fjölda ára.
Guðfinnur er með B.A. gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands og lýkur þaðan meistaranámi í opinberri stjórnsýslu í vor.“
