Ekki mæta í ræktina með farðann á þér Ritstjórn skrifar 5. janúar 2017 17:00 Flestir vita að það er slæmt að fara í ræktina með farðann á sér en ekki allir vita af hverju. Þrátt fyrir að maskari geri minnstan skaða þá getur hann smitast þegar svitinn er orðinn mikill. Meik og púður eru aðal skaðvaldarnir. Líkamsrækt getur gert margt gott fyrir húðina enda þá kemst blóðið á hreyfingu. Að hreyfa sig með farða á andlitinu getur stíflað svitaholurnar með hinum ýmsu afleiðingum. Helstu fylgikvillarnir eru þó bólur. Þegar þú hreyfir þig þá byrjar því að svitna en í leiðinni stækka svitaholurnar. Húðin þarf að geta andað og það getur hún ekki þegar púður reynir að halda rakanum inni. Þrátt fyrir að það séu ekki allir sem fá bólur í kjölfarið eru flestir sem fá mun meira af fílapenslum. Nú þegar það er kominn janúar og margir ætla sér að vera duglegir í ræktinni er mikilvægt að muna að hreinsa húðina vel áður en átökin hefjast. Mest lesið Húðlitaðir bellerínuskór fyrir alla Glamour Með toppinn í lagi Glamour H&M í samstarf með Colette Glamour Hedi Slimane tekur við Céline Glamour Jennifer og Reese aftur saman á skjáinn Glamour Þemað fyrir Met Gala 2017 loksins tilkynnt Glamour Kane sýnir vetrarútgáfu af Crocs Glamour Vöfflur í hárið takk Glamour Ævintýri og rómantík í apríl Glamour Nærbuxur sem draga í sig blóði Glamour
Flestir vita að það er slæmt að fara í ræktina með farðann á sér en ekki allir vita af hverju. Þrátt fyrir að maskari geri minnstan skaða þá getur hann smitast þegar svitinn er orðinn mikill. Meik og púður eru aðal skaðvaldarnir. Líkamsrækt getur gert margt gott fyrir húðina enda þá kemst blóðið á hreyfingu. Að hreyfa sig með farða á andlitinu getur stíflað svitaholurnar með hinum ýmsu afleiðingum. Helstu fylgikvillarnir eru þó bólur. Þegar þú hreyfir þig þá byrjar því að svitna en í leiðinni stækka svitaholurnar. Húðin þarf að geta andað og það getur hún ekki þegar púður reynir að halda rakanum inni. Þrátt fyrir að það séu ekki allir sem fá bólur í kjölfarið eru flestir sem fá mun meira af fílapenslum. Nú þegar það er kominn janúar og margir ætla sér að vera duglegir í ræktinni er mikilvægt að muna að hreinsa húðina vel áður en átökin hefjast.
Mest lesið Húðlitaðir bellerínuskór fyrir alla Glamour Með toppinn í lagi Glamour H&M í samstarf með Colette Glamour Hedi Slimane tekur við Céline Glamour Jennifer og Reese aftur saman á skjáinn Glamour Þemað fyrir Met Gala 2017 loksins tilkynnt Glamour Kane sýnir vetrarútgáfu af Crocs Glamour Vöfflur í hárið takk Glamour Ævintýri og rómantík í apríl Glamour Nærbuxur sem draga í sig blóði Glamour