Þriggja hesta kapphlaup á nýju ári Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. janúar 2017 06:00 Hlynur Bæringsson var frábær í síðasta leik á móti KR. Vísir/Ernir „Það er ekki hægt að horfa fram hjá því að Tindastóll gerði rétt með að skipta um þjálfara og fá sér annan útlending. Það eru Stólarnir búnir að sýna með því að vinna fimm leiki í röð og vera í efsta sætinu um jólin,“ segir Kristinn G. Friðriksson, fyrrverandi landsliðsmaður og sérfræðingur íþróttadeildar 365 um Domino’s-deild karla í körfunni, sem fer aftur af stað á nýju ári í kvöld. Stólarnir voru búnir að ná fjórum sigrum og tapa tveimur leikjum þegar þeir skiptu út Joe Costa fyrir Israel Martin í þjálfarastólnum og fengu Bandaríkjamanninn Antonio Hester. Síðan hefur liðið ekki tapað leik. Það er allt annað að sjá það. „Andrúmsloftið virðist líka hafa snarbreyst,“ segir Kristinn sem Fréttablaðið fékk til að horfa fram á veginn og rýna í seinni ellefu umferðirnar í deildinni áður en kemur að úrslitakeppninni. „Þar sem andrúmsloftið hefur breyst svona mikið grunar mig að undirliggjandi hafi verið kergja og það er erfitt að spila í þannig umhverfi. Ég þekki það vel enda lenti ég í nokkrum þannig liðum. Þessar breytingar hafa leyst eitthvað úr læðingi þarna og það kæmi mér verulega á óvart, í raun yrði ég bara fyrir vonbrigðum, ef Stólarnir fara ekki alla leið í úrslit.“Jón Arnór Stefánsson.Vísir/DaníelKR bíður eftir Jóni Arnóri Kristinn segir að þetta verði þriggja hesta kapphlaup að Íslandsmeistaratitlinum á milli Tindastóls, Stjörnunnar og KR en tvö síðarnefndu liðin eru í öðru og þriðja sæti deildarinnar. „Þau ættu öll að fara í lokaúrslitin en þangað komast bara tvö. Það er svekkjandi því eitt liðið verður að heltast úr lestinni á endanum,“ segir Kristinn. Stjarnan skipti út Bandaríkjamanninum Devon Austin fyrir nýjan bakvörð þar sem þeir hafa fengið styrk í kraftframherjastöðuna. Tímabilið ræðst á því hvað þessi nýi maður getur. „Fyrir mér er þetta einfalt. Þessi gæi „meikar eða breikar“ tímabilið hjá Stjörnunni. Ef hann er nógu góður þá er liðið nógu gott til að verða Íslandsmeistari. Þetta er áhætta sem Stjarnan er að taka en það er bara gott því líf án áhættu er sorglegt. Það er bara að vonast eftir því að þessi nýi gaur sé betri en skuggamaðurinn sem var fyrir áramót.“ En hvað með KR? „Þeir eru ekki enn búnir að skipta um Kana og eru bara að bíða eftir Jóni Arnóri. Það finnst mér mistök hjá þeim. Þeir eiga að vera í stakk búnir til að vinna titilinn án Jóns og svo fá hann bara inn þegar hann kemur inn. KR vann titilinn ekkert rosalega sannfærandi í fyrra og er núna án Craions þannig að mér finnst þetta viðhorf ekki nógu gott,“ segir Kristinn.Skallagrímsmenn.Vísir/ErnirNýliðarnir dala Grindavík er í fjórða sæti og þar telur Kristinn að liðið verði eftir 22 umferðir. Engin breyting verður á efstu fjórum en Haukarnir eiga eftir að koma upp á meðan nýliðarnir munu lenda í erfiðleikum. „Skallagrímur er búinn að vinna nokkra leiki án þess að vera að spila eitthvað rosalega vel. Skallarnir treysta svolítið á gamla menn eins og Magga Gunn og Darrell Flake sem er ekki nógu gott. Þeir munu dala verulega og Þór frá Akureyri missir flugið, held ég. Þorlákshafnar-Þórsarar og Haukar fara að vinna leiki og verða sterkari núna í seinni hlutanum,“ segir Kristinn.Jákvæðara en erfitt hjá Njarðvík Stórlið Njarðvíkur er í fallsæti eftir fyrri hlutann sem er fáheyrt og óboðlegt þar á bæ. Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari liðsins, þarf ekki lengur að vera með Bonneau-drauginn svífandi yfir sér því liðið er búið að fá Myron Dempsey sem áður spilaði með Tindastóli. „Danni er kominn með liðið sem hann fær þannig að hann þarf ekkert að vesenast í því lengur. Það er algjörlega fráleitt að halda að þetta lið núna sé ekki betra en það sem spilaði fyrir áramót,“ segir Kristinn en fljúga þeir grænu þá inn í úrslitakeppnina? „Þeir munu þurfa að hafa fyrir því að komast í úrslitakeppnina ef það verður rétt hjá mér að Haukarnir fari á flug. Þetta verður erfitt hjá Njarðvík en liðið ætti að komast í úrslitakeppnina með þessu nýja blóði,“ segir Kristinn G. Friðriksson. Dominos-deild karla Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Íslenski boltinn Fleiri fréttir Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ Sjá meira
„Það er ekki hægt að horfa fram hjá því að Tindastóll gerði rétt með að skipta um þjálfara og fá sér annan útlending. Það eru Stólarnir búnir að sýna með því að vinna fimm leiki í röð og vera í efsta sætinu um jólin,“ segir Kristinn G. Friðriksson, fyrrverandi landsliðsmaður og sérfræðingur íþróttadeildar 365 um Domino’s-deild karla í körfunni, sem fer aftur af stað á nýju ári í kvöld. Stólarnir voru búnir að ná fjórum sigrum og tapa tveimur leikjum þegar þeir skiptu út Joe Costa fyrir Israel Martin í þjálfarastólnum og fengu Bandaríkjamanninn Antonio Hester. Síðan hefur liðið ekki tapað leik. Það er allt annað að sjá það. „Andrúmsloftið virðist líka hafa snarbreyst,“ segir Kristinn sem Fréttablaðið fékk til að horfa fram á veginn og rýna í seinni ellefu umferðirnar í deildinni áður en kemur að úrslitakeppninni. „Þar sem andrúmsloftið hefur breyst svona mikið grunar mig að undirliggjandi hafi verið kergja og það er erfitt að spila í þannig umhverfi. Ég þekki það vel enda lenti ég í nokkrum þannig liðum. Þessar breytingar hafa leyst eitthvað úr læðingi þarna og það kæmi mér verulega á óvart, í raun yrði ég bara fyrir vonbrigðum, ef Stólarnir fara ekki alla leið í úrslit.“Jón Arnór Stefánsson.Vísir/DaníelKR bíður eftir Jóni Arnóri Kristinn segir að þetta verði þriggja hesta kapphlaup að Íslandsmeistaratitlinum á milli Tindastóls, Stjörnunnar og KR en tvö síðarnefndu liðin eru í öðru og þriðja sæti deildarinnar. „Þau ættu öll að fara í lokaúrslitin en þangað komast bara tvö. Það er svekkjandi því eitt liðið verður að heltast úr lestinni á endanum,“ segir Kristinn. Stjarnan skipti út Bandaríkjamanninum Devon Austin fyrir nýjan bakvörð þar sem þeir hafa fengið styrk í kraftframherjastöðuna. Tímabilið ræðst á því hvað þessi nýi maður getur. „Fyrir mér er þetta einfalt. Þessi gæi „meikar eða breikar“ tímabilið hjá Stjörnunni. Ef hann er nógu góður þá er liðið nógu gott til að verða Íslandsmeistari. Þetta er áhætta sem Stjarnan er að taka en það er bara gott því líf án áhættu er sorglegt. Það er bara að vonast eftir því að þessi nýi gaur sé betri en skuggamaðurinn sem var fyrir áramót.“ En hvað með KR? „Þeir eru ekki enn búnir að skipta um Kana og eru bara að bíða eftir Jóni Arnóri. Það finnst mér mistök hjá þeim. Þeir eiga að vera í stakk búnir til að vinna titilinn án Jóns og svo fá hann bara inn þegar hann kemur inn. KR vann titilinn ekkert rosalega sannfærandi í fyrra og er núna án Craions þannig að mér finnst þetta viðhorf ekki nógu gott,“ segir Kristinn.Skallagrímsmenn.Vísir/ErnirNýliðarnir dala Grindavík er í fjórða sæti og þar telur Kristinn að liðið verði eftir 22 umferðir. Engin breyting verður á efstu fjórum en Haukarnir eiga eftir að koma upp á meðan nýliðarnir munu lenda í erfiðleikum. „Skallagrímur er búinn að vinna nokkra leiki án þess að vera að spila eitthvað rosalega vel. Skallarnir treysta svolítið á gamla menn eins og Magga Gunn og Darrell Flake sem er ekki nógu gott. Þeir munu dala verulega og Þór frá Akureyri missir flugið, held ég. Þorlákshafnar-Þórsarar og Haukar fara að vinna leiki og verða sterkari núna í seinni hlutanum,“ segir Kristinn.Jákvæðara en erfitt hjá Njarðvík Stórlið Njarðvíkur er í fallsæti eftir fyrri hlutann sem er fáheyrt og óboðlegt þar á bæ. Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari liðsins, þarf ekki lengur að vera með Bonneau-drauginn svífandi yfir sér því liðið er búið að fá Myron Dempsey sem áður spilaði með Tindastóli. „Danni er kominn með liðið sem hann fær þannig að hann þarf ekkert að vesenast í því lengur. Það er algjörlega fráleitt að halda að þetta lið núna sé ekki betra en það sem spilaði fyrir áramót,“ segir Kristinn en fljúga þeir grænu þá inn í úrslitakeppnina? „Þeir munu þurfa að hafa fyrir því að komast í úrslitakeppnina ef það verður rétt hjá mér að Haukarnir fari á flug. Þetta verður erfitt hjá Njarðvík en liðið ætti að komast í úrslitakeppnina með þessu nýja blóði,“ segir Kristinn G. Friðriksson.
Dominos-deild karla Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Íslenski boltinn Fleiri fréttir Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum