Erlent

Repúblikanar hætta við umdeildar breytingar á eftirliti

Samúel Karl Ólason skrifar
115. þing Bandaríkjanna tók til starfa í gær.
115. þing Bandaríkjanna tók til starfa í gær. Vísir/Getty
Þingmenn Repúblikanaflokksins hafa ákveðið að hætta við að draga úr áhrifum innra eftirlits þingsins í Bandaríkjunum. Ákvörðunin var mjög umdeild, en þingmenn beggja flokka, hin ýmsu samtök og jafnvel Donald Trump lýstu því yfir að hún væri væri röng.

Samkvæmt tillögunum, sem Repúblikanar á þingi hafa samþykkt, myndi siðanefndin (Office of Congressional Ethics), sem nú er sjálfstæð, heyra beint undir eina að nefndum þingsins. Innra eftirlit þingsins hefði þannig heyrt undir þingmennina sjálfa. Siðanefndin var stofnuð árið 2008 eftir að upp komst um nokkur spillingarmál þingmanna.

Samkvæmt Reuters fréttaveitunni hafa þingmenn kvartað yfir því að nefndin hafi of oft hafið rannsóknir á spillingu eftir kvartanir frá utanaðkomandi pólitískum aðilum.

Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, hafði jafnframt gagnrýnt ætlunina og kallað eftir því að þingmenn einbeittu sér frekar að mikilvægari málum.

Sjá einnig: Trump gagnrýnir þingmenn Repúblikana

Áður en Trump setti sína gagnrýni fram höfðu margir repúblikanar, þar á meðal háttsettir meðlimir, lýst því yfir að þeir væru mótfallnir ákvörðuninni og höfðu áhyggjur af afleiðingum hennar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×