Óttar Magnús og Oliver á lista yfir bestu leikmenn í Norður-Evrópu Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. janúar 2017 13:00 Óttar Magnús Karlsson er fæddur 1997 en Oliver Sigurjónsson árið 1995. vísir/tom/stefán Íslensku fótboltamennirnir Óttar Magnús Karlsson, sem seldur var frá Víkingi til Molde í desember, og Oliver Sigurjónsson, miðjumaður Breiðabliks í Pepsi-deildinni, eru á 46 manna lista sem Vísir hefur undir höndum yfir bestu leikmenn á Norðurlöndum sem tölfræði- og gagnaveituþjónustan InStat sendi á lið út um alla Skandinavíu og víðar. Óttar, sem er aðeins 19 ára gamall, sló í gegn í Pepsi-deildinni í sumar með Víkingi. Hann skoraði sjö mörk í 20 leikjum og var kosinn efnilegasti leikmaður deildarinnar af leikmönnum hennar. Hann var síðar seldur til Molde en þjálfari þess, Ole Gunnar Solskjær, kom tvívegis til Íslands í sumar til að horfa á piltinn unga og ræða við hann. Oliver Sigurjónsson hefur verið einn af allra bestu leikmönnum Pepsi-deildarinnar undanfarin tvö tímabil eða síðan hann kom heim úr atvinnumennsku. Hann er fæddur árið 1995 og var fyrirliði U21 árs landsliðsins sem var hársbreidd frá því að tryggja sér sæti í lokakeppni EM í sumar. InStat heldur utan um myndbönd og tölfræði hundruði leikmanna út um allan heim og geta forráðamenn og njósnarar fótboltafélaga skoðað ítarlega á myndbandi til dæmis hvernig menn pressa mótherjann, hvernig þeir byggja upp sóknir, hvernig löngu sendingarnar þeirra eru, fyrirgjafir, langskot, skallaeinvígi, tæklingar og margt fleira. Leikmenn fá svo einkunn fyrir frammistöðu sína í öllum þáttum fótboltans en Óttar Magnús er númer 201 á InStat Index-num og Oliver aðeins neðar eða númer 214. Þeir eru þó á meðan 50 bestu leikmanna Norður-Evrópu samkvæmt InStat en þessa þjónustu notar Knattspyrnusamband Ísland meðal annars til að greina leiki. Aðeins einn markvörður er á listanum sem sendur var meðal annars á íslensk félög en það er Frederik Rönnow, markvörður Bröndby í Danmörku. Ellefu varnarmenn eru á listanum en Oliver er á meðal 21 miðjumanns og Óttar einn af þrettán framherjum á listanum. Þarna eru til dæmis sænski landsliðsmaðurinn Ludwig Augustinsson hjá FCK og danski landsliðsframherjinn Andreas Cornelius. Eins og fram hefur komið er Óttar nú þegar orðinn atvinnumaður hjá Molde en Oliver hefur lengi verið undir smásjá liða á borð við þýska 2. deildar félagsins Armenia Bielefeld. Fótbolti á Norðurlöndum Pepsi Max-deild karla Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Ísland - Norður-Írland | Snjórinn farinn og slegist um sæti í A-deild Íslenski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Ísland - Norður-Írland | Snjórinn farinn og slegist um sæti í A-deild Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Sjá meira
Íslensku fótboltamennirnir Óttar Magnús Karlsson, sem seldur var frá Víkingi til Molde í desember, og Oliver Sigurjónsson, miðjumaður Breiðabliks í Pepsi-deildinni, eru á 46 manna lista sem Vísir hefur undir höndum yfir bestu leikmenn á Norðurlöndum sem tölfræði- og gagnaveituþjónustan InStat sendi á lið út um alla Skandinavíu og víðar. Óttar, sem er aðeins 19 ára gamall, sló í gegn í Pepsi-deildinni í sumar með Víkingi. Hann skoraði sjö mörk í 20 leikjum og var kosinn efnilegasti leikmaður deildarinnar af leikmönnum hennar. Hann var síðar seldur til Molde en þjálfari þess, Ole Gunnar Solskjær, kom tvívegis til Íslands í sumar til að horfa á piltinn unga og ræða við hann. Oliver Sigurjónsson hefur verið einn af allra bestu leikmönnum Pepsi-deildarinnar undanfarin tvö tímabil eða síðan hann kom heim úr atvinnumennsku. Hann er fæddur árið 1995 og var fyrirliði U21 árs landsliðsins sem var hársbreidd frá því að tryggja sér sæti í lokakeppni EM í sumar. InStat heldur utan um myndbönd og tölfræði hundruði leikmanna út um allan heim og geta forráðamenn og njósnarar fótboltafélaga skoðað ítarlega á myndbandi til dæmis hvernig menn pressa mótherjann, hvernig þeir byggja upp sóknir, hvernig löngu sendingarnar þeirra eru, fyrirgjafir, langskot, skallaeinvígi, tæklingar og margt fleira. Leikmenn fá svo einkunn fyrir frammistöðu sína í öllum þáttum fótboltans en Óttar Magnús er númer 201 á InStat Index-num og Oliver aðeins neðar eða númer 214. Þeir eru þó á meðan 50 bestu leikmanna Norður-Evrópu samkvæmt InStat en þessa þjónustu notar Knattspyrnusamband Ísland meðal annars til að greina leiki. Aðeins einn markvörður er á listanum sem sendur var meðal annars á íslensk félög en það er Frederik Rönnow, markvörður Bröndby í Danmörku. Ellefu varnarmenn eru á listanum en Oliver er á meðal 21 miðjumanns og Óttar einn af þrettán framherjum á listanum. Þarna eru til dæmis sænski landsliðsmaðurinn Ludwig Augustinsson hjá FCK og danski landsliðsframherjinn Andreas Cornelius. Eins og fram hefur komið er Óttar nú þegar orðinn atvinnumaður hjá Molde en Oliver hefur lengi verið undir smásjá liða á borð við þýska 2. deildar félagsins Armenia Bielefeld.
Fótbolti á Norðurlöndum Pepsi Max-deild karla Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Ísland - Norður-Írland | Snjórinn farinn og slegist um sæti í A-deild Íslenski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Ísland - Norður-Írland | Snjórinn farinn og slegist um sæti í A-deild Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Sjá meira