Lífið

Erfiðast að bjarga kvígum

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Benóný með barnabörnunum  Patrik Óliver og Benóný Helga, systurinni Ásu og eiginkonunni Kristínu Gunnarsdóttur.
Benóný með barnabörnunum Patrik Óliver og Benóný Helga, systurinni Ásu og eiginkonunni Kristínu Gunnarsdóttur. Vísir/GVA
„Mér finnst ég ekki hafa unnið til þessa heiðurs, ég var bara að sinna starfinu mínu, en er gríðarlega þakklátur fyrir að öðrum skuli finnast ég eiga hann skilið.“ Þetta segir Benóný Ásgrímsson eftir að hafa hlotið fálkaorðuna. 

Hann lét nýlega af störfum hjá Landhelgisgæslunni eftir 50 ára feril þar, fyrst sem stýrimaður og í þyrlusveitinni í 38 ár.“



Inntur eftir erfiðasta björgunarfluginu segir hann félögum sínum þykja lítið til þess koma en gefur það þó fúslega upp. „Fyrir mörgum árum var verið að bjarga kvígum upp úr gili Stóru-Laxár, austan Flúða. Það var þrælerfitt tæknilega og tókst vel þó ekki teljist það merkasta björgunarafrek sem sögur fara af.“

Benóný hefur verið þjálfunarflugstjóri hjá Gæslunni og vonast til að hafa getað komið einhverju gagnlegu til skila til yngra fólks. Hann hreykir sér ekki af eigin frammistöðu en viðurkennir að hafa lent í ýmsu.

„Eðli málsins samkvæmt hef ég prófað margt þessi ár í fluginu, bara eins og búast má við hér á Íslandi.“

 

Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. janúar 2017






Fleiri fréttir

Sjá meira


×