Flugslysanefnd stefnir að útgáfu Hlíðarfjallsskýrslu áður en vorar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 3. janúar 2017 07:00 Slysið varð á svæði Kappakstursklúbbs Akureyrar. Flugslysasvið Rannsóknarnefndar samgönguslysa (RNSA) stefnir að því að gefa út skýrslu um banaslysið í Hlíðarfjalli áður en vorar. Tvö önnur banaslys í fluginu eru til rannsóknar hjá nefndinni. Rannsókn málsins var lokið um síðustu verslunarmannahelgi og lágu drög að lokaskýrslu þá fyrir. Slysið varð um verslunarmannahelgina árið 2013. Þá fórust flugstjóri og sjúkraflutningamaður með vél Mýflugs. Aðstoðarflugmaður komst lífs af. „Þetta slys hefur verið í forgangi hjá okkur,“ segir Þorkell Ágústsson hjá RNSA. „Það verður fundur hjá nefndinni um miðjan mánuðinn. Þegar hún hefur lokið sínum störfum verður þetta sent til umsagnar og að því ferli loknu verður lokaskýrsla birt á vef RNSA.“ Þorkell segist ekki geta gefið upp neina ákveðna dagsetningu hvenær ferlinu lýkur en það sé vonandi áður en vorar. Meðalmálshraði hjá nefndinni er um 1,2 ár en hann segir ekki öruggt að málshraði muni aukast ef fjölgað yrði í nefndinni. „Það er misjafnt eftir málum hvað þetta tekur langan tíma. Ef við skoðum systurstofnanir okkar þá hefur verið allur gangur á þessu. Sumar rannsóknir hafa tekið allt að þrjú ár,“ segir Þorkell. „Það tekur tíma að þjálfa fólk í svona starf og myndi minnka álagið á þá sem fyrir eru.“ Rannsókn á banaslysunum í Kapelluhrauni, þar sem tveir fórust, og Barkárdal eru í gangi hjá nefndinni. Ekki liggur fyrir hvenær skýrslu verður skilað í þeim málum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Flugslys í Hlíðarfjalli Hörgársveit Tengdar fréttir Skýrsla um flugslysið í Hlíðarfjalli væntanleg Flugstjóri og sjúkraflutningamaður fórust er sjúkraflugvél Mýflugs brotlenti á akstursbraut Bílaklúbbs Akureyrar í Hlíðarfjalli mánudaginn 5. ágúst 2013 1. ágúst 2015 07:00 Rannsókn á flugslysi lokið "Rannsókn er lokið og drög að lokaskýrslu hafa verið skrifuð,“ svarar Þorkell Ágústsson hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa spurður um stöðu rannsóknar á flugslysinu í Hlíðarfjalli fyrir tæpum þremur árum, á frídegi verslunarmanna 2013. 30. júlí 2016 08:00 Engar upplýsingar í boði um þrjú banaslys í fluginu Rannsóknarnefnd flugslysa vill ekki gefa upplýsingar um þrjú síðustu banaslys í flugi hérlendis fyrr en með lokaskýrslum. Sambærilegar nefndir erlendis upplýsa gjarnan jafnóðum um staðreyndir sem fyrir liggja í slíkum málum. 2. mars 2016 07:00 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Flugslysasvið Rannsóknarnefndar samgönguslysa (RNSA) stefnir að því að gefa út skýrslu um banaslysið í Hlíðarfjalli áður en vorar. Tvö önnur banaslys í fluginu eru til rannsóknar hjá nefndinni. Rannsókn málsins var lokið um síðustu verslunarmannahelgi og lágu drög að lokaskýrslu þá fyrir. Slysið varð um verslunarmannahelgina árið 2013. Þá fórust flugstjóri og sjúkraflutningamaður með vél Mýflugs. Aðstoðarflugmaður komst lífs af. „Þetta slys hefur verið í forgangi hjá okkur,“ segir Þorkell Ágústsson hjá RNSA. „Það verður fundur hjá nefndinni um miðjan mánuðinn. Þegar hún hefur lokið sínum störfum verður þetta sent til umsagnar og að því ferli loknu verður lokaskýrsla birt á vef RNSA.“ Þorkell segist ekki geta gefið upp neina ákveðna dagsetningu hvenær ferlinu lýkur en það sé vonandi áður en vorar. Meðalmálshraði hjá nefndinni er um 1,2 ár en hann segir ekki öruggt að málshraði muni aukast ef fjölgað yrði í nefndinni. „Það er misjafnt eftir málum hvað þetta tekur langan tíma. Ef við skoðum systurstofnanir okkar þá hefur verið allur gangur á þessu. Sumar rannsóknir hafa tekið allt að þrjú ár,“ segir Þorkell. „Það tekur tíma að þjálfa fólk í svona starf og myndi minnka álagið á þá sem fyrir eru.“ Rannsókn á banaslysunum í Kapelluhrauni, þar sem tveir fórust, og Barkárdal eru í gangi hjá nefndinni. Ekki liggur fyrir hvenær skýrslu verður skilað í þeim málum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Flugslys í Hlíðarfjalli Hörgársveit Tengdar fréttir Skýrsla um flugslysið í Hlíðarfjalli væntanleg Flugstjóri og sjúkraflutningamaður fórust er sjúkraflugvél Mýflugs brotlenti á akstursbraut Bílaklúbbs Akureyrar í Hlíðarfjalli mánudaginn 5. ágúst 2013 1. ágúst 2015 07:00 Rannsókn á flugslysi lokið "Rannsókn er lokið og drög að lokaskýrslu hafa verið skrifuð,“ svarar Þorkell Ágústsson hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa spurður um stöðu rannsóknar á flugslysinu í Hlíðarfjalli fyrir tæpum þremur árum, á frídegi verslunarmanna 2013. 30. júlí 2016 08:00 Engar upplýsingar í boði um þrjú banaslys í fluginu Rannsóknarnefnd flugslysa vill ekki gefa upplýsingar um þrjú síðustu banaslys í flugi hérlendis fyrr en með lokaskýrslum. Sambærilegar nefndir erlendis upplýsa gjarnan jafnóðum um staðreyndir sem fyrir liggja í slíkum málum. 2. mars 2016 07:00 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Skýrsla um flugslysið í Hlíðarfjalli væntanleg Flugstjóri og sjúkraflutningamaður fórust er sjúkraflugvél Mýflugs brotlenti á akstursbraut Bílaklúbbs Akureyrar í Hlíðarfjalli mánudaginn 5. ágúst 2013 1. ágúst 2015 07:00
Rannsókn á flugslysi lokið "Rannsókn er lokið og drög að lokaskýrslu hafa verið skrifuð,“ svarar Þorkell Ágústsson hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa spurður um stöðu rannsóknar á flugslysinu í Hlíðarfjalli fyrir tæpum þremur árum, á frídegi verslunarmanna 2013. 30. júlí 2016 08:00
Engar upplýsingar í boði um þrjú banaslys í fluginu Rannsóknarnefnd flugslysa vill ekki gefa upplýsingar um þrjú síðustu banaslys í flugi hérlendis fyrr en með lokaskýrslum. Sambærilegar nefndir erlendis upplýsa gjarnan jafnóðum um staðreyndir sem fyrir liggja í slíkum málum. 2. mars 2016 07:00