Flugslysanefnd stefnir að útgáfu Hlíðarfjallsskýrslu áður en vorar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 3. janúar 2017 07:00 Slysið varð á svæði Kappakstursklúbbs Akureyrar. Flugslysasvið Rannsóknarnefndar samgönguslysa (RNSA) stefnir að því að gefa út skýrslu um banaslysið í Hlíðarfjalli áður en vorar. Tvö önnur banaslys í fluginu eru til rannsóknar hjá nefndinni. Rannsókn málsins var lokið um síðustu verslunarmannahelgi og lágu drög að lokaskýrslu þá fyrir. Slysið varð um verslunarmannahelgina árið 2013. Þá fórust flugstjóri og sjúkraflutningamaður með vél Mýflugs. Aðstoðarflugmaður komst lífs af. „Þetta slys hefur verið í forgangi hjá okkur,“ segir Þorkell Ágústsson hjá RNSA. „Það verður fundur hjá nefndinni um miðjan mánuðinn. Þegar hún hefur lokið sínum störfum verður þetta sent til umsagnar og að því ferli loknu verður lokaskýrsla birt á vef RNSA.“ Þorkell segist ekki geta gefið upp neina ákveðna dagsetningu hvenær ferlinu lýkur en það sé vonandi áður en vorar. Meðalmálshraði hjá nefndinni er um 1,2 ár en hann segir ekki öruggt að málshraði muni aukast ef fjölgað yrði í nefndinni. „Það er misjafnt eftir málum hvað þetta tekur langan tíma. Ef við skoðum systurstofnanir okkar þá hefur verið allur gangur á þessu. Sumar rannsóknir hafa tekið allt að þrjú ár,“ segir Þorkell. „Það tekur tíma að þjálfa fólk í svona starf og myndi minnka álagið á þá sem fyrir eru.“ Rannsókn á banaslysunum í Kapelluhrauni, þar sem tveir fórust, og Barkárdal eru í gangi hjá nefndinni. Ekki liggur fyrir hvenær skýrslu verður skilað í þeim málum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Flugslys í Hlíðarfjalli Hörgársveit Tengdar fréttir Skýrsla um flugslysið í Hlíðarfjalli væntanleg Flugstjóri og sjúkraflutningamaður fórust er sjúkraflugvél Mýflugs brotlenti á akstursbraut Bílaklúbbs Akureyrar í Hlíðarfjalli mánudaginn 5. ágúst 2013 1. ágúst 2015 07:00 Rannsókn á flugslysi lokið "Rannsókn er lokið og drög að lokaskýrslu hafa verið skrifuð,“ svarar Þorkell Ágústsson hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa spurður um stöðu rannsóknar á flugslysinu í Hlíðarfjalli fyrir tæpum þremur árum, á frídegi verslunarmanna 2013. 30. júlí 2016 08:00 Engar upplýsingar í boði um þrjú banaslys í fluginu Rannsóknarnefnd flugslysa vill ekki gefa upplýsingar um þrjú síðustu banaslys í flugi hérlendis fyrr en með lokaskýrslum. Sambærilegar nefndir erlendis upplýsa gjarnan jafnóðum um staðreyndir sem fyrir liggja í slíkum málum. 2. mars 2016 07:00 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Sjá meira
Flugslysasvið Rannsóknarnefndar samgönguslysa (RNSA) stefnir að því að gefa út skýrslu um banaslysið í Hlíðarfjalli áður en vorar. Tvö önnur banaslys í fluginu eru til rannsóknar hjá nefndinni. Rannsókn málsins var lokið um síðustu verslunarmannahelgi og lágu drög að lokaskýrslu þá fyrir. Slysið varð um verslunarmannahelgina árið 2013. Þá fórust flugstjóri og sjúkraflutningamaður með vél Mýflugs. Aðstoðarflugmaður komst lífs af. „Þetta slys hefur verið í forgangi hjá okkur,“ segir Þorkell Ágústsson hjá RNSA. „Það verður fundur hjá nefndinni um miðjan mánuðinn. Þegar hún hefur lokið sínum störfum verður þetta sent til umsagnar og að því ferli loknu verður lokaskýrsla birt á vef RNSA.“ Þorkell segist ekki geta gefið upp neina ákveðna dagsetningu hvenær ferlinu lýkur en það sé vonandi áður en vorar. Meðalmálshraði hjá nefndinni er um 1,2 ár en hann segir ekki öruggt að málshraði muni aukast ef fjölgað yrði í nefndinni. „Það er misjafnt eftir málum hvað þetta tekur langan tíma. Ef við skoðum systurstofnanir okkar þá hefur verið allur gangur á þessu. Sumar rannsóknir hafa tekið allt að þrjú ár,“ segir Þorkell. „Það tekur tíma að þjálfa fólk í svona starf og myndi minnka álagið á þá sem fyrir eru.“ Rannsókn á banaslysunum í Kapelluhrauni, þar sem tveir fórust, og Barkárdal eru í gangi hjá nefndinni. Ekki liggur fyrir hvenær skýrslu verður skilað í þeim málum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Flugslys í Hlíðarfjalli Hörgársveit Tengdar fréttir Skýrsla um flugslysið í Hlíðarfjalli væntanleg Flugstjóri og sjúkraflutningamaður fórust er sjúkraflugvél Mýflugs brotlenti á akstursbraut Bílaklúbbs Akureyrar í Hlíðarfjalli mánudaginn 5. ágúst 2013 1. ágúst 2015 07:00 Rannsókn á flugslysi lokið "Rannsókn er lokið og drög að lokaskýrslu hafa verið skrifuð,“ svarar Þorkell Ágústsson hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa spurður um stöðu rannsóknar á flugslysinu í Hlíðarfjalli fyrir tæpum þremur árum, á frídegi verslunarmanna 2013. 30. júlí 2016 08:00 Engar upplýsingar í boði um þrjú banaslys í fluginu Rannsóknarnefnd flugslysa vill ekki gefa upplýsingar um þrjú síðustu banaslys í flugi hérlendis fyrr en með lokaskýrslum. Sambærilegar nefndir erlendis upplýsa gjarnan jafnóðum um staðreyndir sem fyrir liggja í slíkum málum. 2. mars 2016 07:00 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Sjá meira
Skýrsla um flugslysið í Hlíðarfjalli væntanleg Flugstjóri og sjúkraflutningamaður fórust er sjúkraflugvél Mýflugs brotlenti á akstursbraut Bílaklúbbs Akureyrar í Hlíðarfjalli mánudaginn 5. ágúst 2013 1. ágúst 2015 07:00
Rannsókn á flugslysi lokið "Rannsókn er lokið og drög að lokaskýrslu hafa verið skrifuð,“ svarar Þorkell Ágústsson hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa spurður um stöðu rannsóknar á flugslysinu í Hlíðarfjalli fyrir tæpum þremur árum, á frídegi verslunarmanna 2013. 30. júlí 2016 08:00
Engar upplýsingar í boði um þrjú banaslys í fluginu Rannsóknarnefnd flugslysa vill ekki gefa upplýsingar um þrjú síðustu banaslys í flugi hérlendis fyrr en með lokaskýrslum. Sambærilegar nefndir erlendis upplýsa gjarnan jafnóðum um staðreyndir sem fyrir liggja í slíkum málum. 2. mars 2016 07:00