Sport

Svona lítur úrslitakeppnin í NFL út

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Tom Brady fær auka hvíld.
Tom Brady fær auka hvíld. vísir/getty
Síðasta leikvika deildarkeppninnar í NFL-deildinni í amerískum fótbolta fór fram í gær og er nú ljóst hvaða lið eru komin í úrslitakeppnina og hvaða lið mætast þar en hún hefst um næstu helgi.

New England Patriots vann Miami Dolphins örugglega, 27-14, í leik innan austurriðils Ameríkudeildarinnar sem það vann í áttunda sinn í röð. New England gerði enn betur og vann fjórtán leiki af 16 og vann þar með Ameríkudeildina.

Patriots-liðið fær því frí í fyrstu umferð úrslitakeppninnar eins og Dallas Cowboys sem lauk deildarkeppninni með því að tapa fyrir Philadelphia Eagles, 17-13. Cowboys vann engu að síður þrettán leiki af sextán og hafði sigur í Þjóðardeildinni.

Liðin sem unnu sína riðla í Ameríkudeildinni og fengu sjálfkrafa sæti í úrslitakeppninni eru New England (14-2), Kansas City Chiefs (12-4), Pittsburgh Steelers (11-5) og Houston Texans (9-7). Liðin sem fengu svokallað „Wild card“-sæti eru Oakland Raiders (12-4) og Miami Dolphins (10-6).

Liðin sem unnu sína riðla í Þjóðardeildinni og fengu sjálfkrafa sæti í úrslitakeppninni eru Dallas Cowboys (13-3), Atlanta Falcons (11-5), Seattle Seahawks (10-5-1) og Green Bay Packers (10-6). Liðin sem fengu „Wild card“-sæti eru New York Giants (11-5) og Detroit Lions (9-7).

Úrslitakeppnin hefst um næstu helgi með „Wild Card“-umferðinni en spilað verður bæði laugardag og sunnudag næstu tvær helgar. Allir leikirnir í úrslitakeppninni verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD.

Dagskráin í úrslitakeppni NFL næstu tvær vikur:

Laugardagur 7. janúar:

Houston - Oakland

Seattle - Detroit

Sunnudagur 8. janúar:

Pittsburg - Miami

Green Bay - New York Giants

Sunnudagur 14. janúar

Atlanta - Seattle/Green Bay/New York Giants

New England - Houston/Oakland/Miami

Sunnudagur 15. janúar

Kansas City - Pittsburgh/Houston/Oakland

Dallas Cowboys - Green Bay/New York Giants/Detroit

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×