Sport

Svarti mánudagurinn á morgun í NFL-deildinni | Fjölmörg störf í hættu

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Chip Kelly fær að öllum líkindum stígvélið annað árið í röð.
Chip Kelly fær að öllum líkindum stígvélið annað árið í röð. Vísir/getty
Deildarkeppni NFL-deildarinnar lýkur í kvöld með leik Detroit Lions og Green Bay Packers en úrslitakeppnin hefst eftir aðeins viku.

Lokum deildarkeppninnar fylgir uppsagnarhrinu þjálfara deildarinnar en fjölmiðlar vestanhafs telja að það fái fjölmargir að taka pokana sína strax á morgun.

Þar á meðal er Chip Kelly, þjálfari San Fransisco 49ers og Trent Baalke, yfirmaður hans en þetta er annað árið í röð sem Kelly fær sparkið. Verður hann því enn á launaskrá tveggja liða í deildinni þrátt fyrir að vera atvinnulaus.

Gus Bradley sem þjálfaði Jacksonville Jaguars, Jeff Fisher sem þjálfaði Los Angeles Rams og Ryan-bræðurnir sem stýrðu Buffalo Bills hafa allir þegar tekið poka sinn.

Talað er um að Gary Kubiak, þjálfari Denver Broncos, ætli að hætta þjálfun vegna heilsufarsvandamála aðeins tæplega ári eftir að hafa stýrt liðinu til sigurs í Superbowl.

Þá er talið að þjálfarateymi Chicago Bears, Indianapolis Colts og San Diego Chargers séu allir á hálum ís.

Örlítið óvissa er um framhald Ron Riviera hjá Carolina Panthers, Bruce Arians hjá Arizona Cardinals og Sean Payton hjá New Orleans en þeir hafa allir verið orðaðir við önnur lið undanfarnar vikur.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×