Um fjörutíu látnir eftir árás á skemmtistað í Istanbúl Atli Ísleifsson skrifar 1. janúar 2017 09:29 Áætlað er að um sjö hundruð manns hafi veirð inni á skemmtistaðnum þegar árásin var gerð. Vísir/EPA Að minnsta kosti 39 eru látnir og 69 særðir eftir skotárás á skemmtistað í tyrknesku borginni Istanbúl í nótt. Suleyman Soylu, innanríkisráðherra Tyrklands, segir að leit standi enn yfir að árásarmanninum sem talinn er að hafa verið einn að verki. Árásin varð á næturklúbbnum Reina klukkan 1:30 í nótt að staðartíma, 22:30 að íslenskum tíma, þar sem gestir voru saman komnir til að fagna áramótunum. Í frétt BBC segir að að minnsta kosti fimmtán erlendir ríkisborgarar hafi verið í hópi hinna látnu. Þrír af þeim sem féllu voru tyrkneskir starfsmenn skemmtistaðarins, en búið er að bera kennsl á 21 fórnarlamb. Fyrstu fréttir hermdu að árásarmaðurinn hafi verið klæddur jólasveinabúning, en myndir úr öryggismyndavélum benda til þess að hann hafi klæðst svörtum frakka fyrir utan staðinn. Soylu segir að árásarmaðurinn hafi verið klæddur öðrum fatnaði á leið sinni úr, en útlistaði það ekki nánar. Erdogan Tyrklandsforseti segir að þessari „svívirðilegu árás“ á skemmtistaðinn hafi verið ætlað að draga kjarkinn úr Tyrkjum og skapa ringulreið. Vasip Sahin, ríkisstjóri Istanbúl, segir að árásarmaðurinn hafi drepið lögreglumann og vegfaranda til bana áður en hann hélt inn á staðinn. Áætlað er að um sjö hundruð manns hafi veirð inni á skemmtistaðnum þegar árásin var gerð. Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Útsending komin í lag Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Að minnsta kosti 39 eru látnir og 69 særðir eftir skotárás á skemmtistað í tyrknesku borginni Istanbúl í nótt. Suleyman Soylu, innanríkisráðherra Tyrklands, segir að leit standi enn yfir að árásarmanninum sem talinn er að hafa verið einn að verki. Árásin varð á næturklúbbnum Reina klukkan 1:30 í nótt að staðartíma, 22:30 að íslenskum tíma, þar sem gestir voru saman komnir til að fagna áramótunum. Í frétt BBC segir að að minnsta kosti fimmtán erlendir ríkisborgarar hafi verið í hópi hinna látnu. Þrír af þeim sem féllu voru tyrkneskir starfsmenn skemmtistaðarins, en búið er að bera kennsl á 21 fórnarlamb. Fyrstu fréttir hermdu að árásarmaðurinn hafi verið klæddur jólasveinabúning, en myndir úr öryggismyndavélum benda til þess að hann hafi klæðst svörtum frakka fyrir utan staðinn. Soylu segir að árásarmaðurinn hafi verið klæddur öðrum fatnaði á leið sinni úr, en útlistaði það ekki nánar. Erdogan Tyrklandsforseti segir að þessari „svívirðilegu árás“ á skemmtistaðinn hafi verið ætlað að draga kjarkinn úr Tyrkjum og skapa ringulreið. Vasip Sahin, ríkisstjóri Istanbúl, segir að árásarmaðurinn hafi drepið lögreglumann og vegfaranda til bana áður en hann hélt inn á staðinn. Áætlað er að um sjö hundruð manns hafi veirð inni á skemmtistaðnum þegar árásin var gerð.
Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Útsending komin í lag Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira