Haldið í einangrun á Hverfisgötu: „Ekki til eftirbreytni“ Birgir Olgeirsson skrifar 20. janúar 2017 08:00 Frá komu lögreglu með skipverjana á lögreglustöðina á Hverfisgötu. Vísir/Ernir Mennirnir tveir sem eru í gæsluvarðhaldi grunaðir um aðild að hvarfi Birnu Brjánsdóttur aðfaranótt laugardags voru hafðir í einangrun á lögreglustöðinni við Hverfisgötu í nótt. Hið sama gildir um annan skipverja sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald eftir miðnætti vegna gruns um umfangsmikið fíkniefnasmygl. Oftast nær eru gæsluvarðhaldsfangar vistaðir í fangelsinu á Litla Hrauni en Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu, sagði í samtali við Vísi í gærkvöldi að lögreglan vildi hafa gæsluvarðhaldsfangana tvo nálægt sér því þeir verða yfirheyrðir strax í morgunsárið, en yfirheyrslum yfir þeim lauk rétt fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi. „Þetta er tengt því að það er langt á Litla Hraun,“ sagði Grímur við Vísi í gærkvöldi, en um klukkutíma akstur er þangað frá Reykjavík.Aðstaðan vart boðleg Bent hefur verið á að það aðstaða fyrir gæsluvarðhaldsfanga sem sæta einangrun sé vart boðleg í lögreglustöðinni á Hverfisgötu og tók Grímur undir það. „Hún er það ekki. Þetta verður ekki nema bara núna í nótt. Þetta verður ekki til framtíðar, alls ekki. Hins vegar hefur þetta gerst þegar ekki hefur verið pláss, en ég ætla ekki að mæla því bót, þetta er ekki til eftirbreytni.“ Hann sagði ekki mikið hafa komið fram við yfirheyrslur í gær, en þó þokist málið áfram. Verða mennirnir fluttir á Litla Hraun að loknum yfirheyrslum í dag.Annar maðurinn leiddur fyrir dómara.Vísir/anton brinkÚrskurði áfrýjað til Hæstaréttar Mennirnir tveir eru skipverjar af grænlenska togaranum Polar Nanoq en greint var frá því í Fréttablaðinu í morgun að þeir hefðu verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald á grundvelli 211. grein almennra hegningarlaga sem fjallar um manndráp. Lögreglan hafði farið fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir þeim en Héraðsdómur Reykjaness varð ekki við þeirri kröfu. Hefur ákæruvaldið því kært þann úrskurð til Hæstaréttar. Mennirnir voru handteknir um hádegisbil á miðvikudag af íslenskum sérsveitarmönnum um borð í Polar Nanoq. Þriðji maðurinn var handtekinn síðar sama dag í togaranum grunaður um að búa yfir upplýsingum um hvarf Birnu. Lögreglan sleppti honum í gær og er hann frjáls ferða sinna.Rannsókn í Polar Nanoq leitt í ljós nokkuð af gögnum Vísir greindi frá því í gær að rannsóknargögn sem fundist hefðu í bílnum bentu til þess að misindisverk hefði farið þar fram. Rannsókn tæknideildar lögreglunnar í Polar Nanoq hefur jafnframt leitt í ljós nokkuð af gögnum sem lögregla telur að geti komið að gagni við að upplýsa málið. Í tvo daga hafa björgunarsveitir leitað á Strandarheiði, á vegarkaflanum sem liggur upp að Keili, með leitarhunda og nokkurn mannskap. Þá kom TF-LÍF, þyrla Landhelgisgæslunnar, að leitinni í gær. Leit verður haldið áfram á því svæði í dag. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Þungt yfir áhöfn Polar Nanoq sem hefur verið boðin áfallahjálp Dvelja á hóteli í Reykjavík en útgerðarstjóri vonast til að skipið geti haldið á veiðar sem fyrst. 19. janúar 2017 20:16 Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Tveir menn sem grunaðir eru um aðild að hvarfi Birnu Brjánsdóttur komu saman á rauðri Kia Rio bifreið að Hafnarfjarðarhöfn klukkan rúmlega sex að morgni laugardags. Annar þeirra fór um borð í togarann en hinn ók í burtu. 19. janúar 2017 15:40 Þriðja skipverjanum sleppt 19. janúar 2017 18:13 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Mennirnir tveir sem eru í gæsluvarðhaldi grunaðir um aðild að hvarfi Birnu Brjánsdóttur aðfaranótt laugardags voru hafðir í einangrun á lögreglustöðinni við Hverfisgötu í nótt. Hið sama gildir um annan skipverja sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald eftir miðnætti vegna gruns um umfangsmikið fíkniefnasmygl. Oftast nær eru gæsluvarðhaldsfangar vistaðir í fangelsinu á Litla Hrauni en Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu, sagði í samtali við Vísi í gærkvöldi að lögreglan vildi hafa gæsluvarðhaldsfangana tvo nálægt sér því þeir verða yfirheyrðir strax í morgunsárið, en yfirheyrslum yfir þeim lauk rétt fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi. „Þetta er tengt því að það er langt á Litla Hraun,“ sagði Grímur við Vísi í gærkvöldi, en um klukkutíma akstur er þangað frá Reykjavík.Aðstaðan vart boðleg Bent hefur verið á að það aðstaða fyrir gæsluvarðhaldsfanga sem sæta einangrun sé vart boðleg í lögreglustöðinni á Hverfisgötu og tók Grímur undir það. „Hún er það ekki. Þetta verður ekki nema bara núna í nótt. Þetta verður ekki til framtíðar, alls ekki. Hins vegar hefur þetta gerst þegar ekki hefur verið pláss, en ég ætla ekki að mæla því bót, þetta er ekki til eftirbreytni.“ Hann sagði ekki mikið hafa komið fram við yfirheyrslur í gær, en þó þokist málið áfram. Verða mennirnir fluttir á Litla Hraun að loknum yfirheyrslum í dag.Annar maðurinn leiddur fyrir dómara.Vísir/anton brinkÚrskurði áfrýjað til Hæstaréttar Mennirnir tveir eru skipverjar af grænlenska togaranum Polar Nanoq en greint var frá því í Fréttablaðinu í morgun að þeir hefðu verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald á grundvelli 211. grein almennra hegningarlaga sem fjallar um manndráp. Lögreglan hafði farið fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir þeim en Héraðsdómur Reykjaness varð ekki við þeirri kröfu. Hefur ákæruvaldið því kært þann úrskurð til Hæstaréttar. Mennirnir voru handteknir um hádegisbil á miðvikudag af íslenskum sérsveitarmönnum um borð í Polar Nanoq. Þriðji maðurinn var handtekinn síðar sama dag í togaranum grunaður um að búa yfir upplýsingum um hvarf Birnu. Lögreglan sleppti honum í gær og er hann frjáls ferða sinna.Rannsókn í Polar Nanoq leitt í ljós nokkuð af gögnum Vísir greindi frá því í gær að rannsóknargögn sem fundist hefðu í bílnum bentu til þess að misindisverk hefði farið þar fram. Rannsókn tæknideildar lögreglunnar í Polar Nanoq hefur jafnframt leitt í ljós nokkuð af gögnum sem lögregla telur að geti komið að gagni við að upplýsa málið. Í tvo daga hafa björgunarsveitir leitað á Strandarheiði, á vegarkaflanum sem liggur upp að Keili, með leitarhunda og nokkurn mannskap. Þá kom TF-LÍF, þyrla Landhelgisgæslunnar, að leitinni í gær. Leit verður haldið áfram á því svæði í dag.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Þungt yfir áhöfn Polar Nanoq sem hefur verið boðin áfallahjálp Dvelja á hóteli í Reykjavík en útgerðarstjóri vonast til að skipið geti haldið á veiðar sem fyrst. 19. janúar 2017 20:16 Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Tveir menn sem grunaðir eru um aðild að hvarfi Birnu Brjánsdóttur komu saman á rauðri Kia Rio bifreið að Hafnarfjarðarhöfn klukkan rúmlega sex að morgni laugardags. Annar þeirra fór um borð í togarann en hinn ók í burtu. 19. janúar 2017 15:40 Þriðja skipverjanum sleppt 19. janúar 2017 18:13 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Þungt yfir áhöfn Polar Nanoq sem hefur verið boðin áfallahjálp Dvelja á hóteli í Reykjavík en útgerðarstjóri vonast til að skipið geti haldið á veiðar sem fyrst. 19. janúar 2017 20:16
Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Tveir menn sem grunaðir eru um aðild að hvarfi Birnu Brjánsdóttur komu saman á rauðri Kia Rio bifreið að Hafnarfjarðarhöfn klukkan rúmlega sex að morgni laugardags. Annar þeirra fór um borð í togarann en hinn ók í burtu. 19. janúar 2017 15:40