Rannsóknargögn úr rauða Kia Rio-bílnum benda til misindisverks Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. janúar 2017 12:00 Bíllinn var dreginn af bílastæði í Hlíðasmára í Kópavogi í hádeginu á þriðjudag. vísir Gögn sem fundust við rannsókn á rauðri Kia Rio-bifreið sem lögregla haldlagði í Hlíðasmára í Kópavogi í hádeginu á þriðjudag í tengslum við hvarf Birnu Brjánsdóttur benda til þess að misindisverk hafi verið framið í bílnum. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað en Vísir hefur heimildir fyrir því að þetta sé tilfellið. Rannsókn lögreglu leiddi til þess að bíllinn var haldlagður en fréttastofa hefur heimildir fyrir því að skipverji á grænlenska togaranum Polar Nanoq hafi verið með bílinn á leigu frá því í hádeginu á föstudag til seinni parts laugardags. Bíllinn, sem er bílaleigubíll, hefur verið í umsjá Bílaleigu Akureyrar frá því í maí 2016 þegar hann var fluttur til landsins fyrir sumarvertíðina.Ekki staðfest að sami bíllinn hafi verið á Laugavegi og í Kópavogi Birna sást síðast í eftirlitsmyndavélum við Laugaveg 31 klukkan 05:25 aðfaranótt laugardags en á sama tíma og á sama stað var rauðri Kia Rio-bifreið ekið framhjá. Lögreglan hefur síðan á mánudag leitað að ökumanni þess bíls en hann hefur ekki gefið sig fram. Lögreglan hefur ekki getað staðfest að bíllinn sem haldlagður var á þriðjudag sé sami bíll og sést í eftirlitsmyndavélunum við Laugaveg aðfaranótt laugardags. Er það vegna þess að bílnúmerið sést ekki í myndavélunum í miðbænum en bíllinn sem fannst í Kópavogi er af sömu gerð og bíllinn sem sést við Laugaveg, fimm dyra rauður Kia Rio, árgerð 2015. Alls eru 126 bílar af þessari gerð á landinu en bíllinn sem dreginn var við Hlíðasmára er sá eini sem lögreglan hefur haldlagt og rannsakað í tengslum við hvarf Birnu.Farið fram á gæsluvarðhald yfir tveimur skipverjum Lögreglan hefur farið fram á gæsluvarðhald yfir tveimur skipverjum á Polar Nanoq en þeir voru handteknir um borð í skipinu í hádeginu í gær. Þriðji skipverjinn var svo handtekinn í gærkvöldi og voru þeir allir yfirheyrðir á lögreglustöðinni á Hverfisgötu í nótt en togarinn lagðist að bryggju um klukkan 23 í gær. Þrír menn hafa því réttarstöðu sakbornings í tengslum við hvarf Birnu sem nú er rannsakað sem sakamál. Ekki hefur verið ákveðið hvort farið verði fram á gæsluvarðhald síðar í dag yfir þriðja skipverjanum en lögregla má halda honum án úrskurðar þar til í kvöld. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Yfirheyrslur yfir mönnunum þremur að hefjast Skipverjarnir þrír eru komnir á lögreglustöðina á Hverfisgötu. 19. janúar 2017 00:39 Krefjast gæsluvarðhalds yfir Grænlendingunum þremur Þrír menn voru leiddir út úr togaranum Polar Nanoq í járnum. Lögregla mun krefjast gæsluvarðhalds yfir þeim í dag. Mennirnir eru grunaðir um að búa yfir upplýsingum um hvarf Birnu Brjánsdóttur. 19. janúar 2017 06:00 Yfirheyrslur fóru fram á dönsku og ensku Skipverjarnir þrír voru yfirheyrðir í nótt en yfirheyrslum lauk um klukkan átta í morgun. 19. janúar 2017 09:43 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Fleiri fréttir Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Sjá meira
Gögn sem fundust við rannsókn á rauðri Kia Rio-bifreið sem lögregla haldlagði í Hlíðasmára í Kópavogi í hádeginu á þriðjudag í tengslum við hvarf Birnu Brjánsdóttur benda til þess að misindisverk hafi verið framið í bílnum. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað en Vísir hefur heimildir fyrir því að þetta sé tilfellið. Rannsókn lögreglu leiddi til þess að bíllinn var haldlagður en fréttastofa hefur heimildir fyrir því að skipverji á grænlenska togaranum Polar Nanoq hafi verið með bílinn á leigu frá því í hádeginu á föstudag til seinni parts laugardags. Bíllinn, sem er bílaleigubíll, hefur verið í umsjá Bílaleigu Akureyrar frá því í maí 2016 þegar hann var fluttur til landsins fyrir sumarvertíðina.Ekki staðfest að sami bíllinn hafi verið á Laugavegi og í Kópavogi Birna sást síðast í eftirlitsmyndavélum við Laugaveg 31 klukkan 05:25 aðfaranótt laugardags en á sama tíma og á sama stað var rauðri Kia Rio-bifreið ekið framhjá. Lögreglan hefur síðan á mánudag leitað að ökumanni þess bíls en hann hefur ekki gefið sig fram. Lögreglan hefur ekki getað staðfest að bíllinn sem haldlagður var á þriðjudag sé sami bíll og sést í eftirlitsmyndavélunum við Laugaveg aðfaranótt laugardags. Er það vegna þess að bílnúmerið sést ekki í myndavélunum í miðbænum en bíllinn sem fannst í Kópavogi er af sömu gerð og bíllinn sem sést við Laugaveg, fimm dyra rauður Kia Rio, árgerð 2015. Alls eru 126 bílar af þessari gerð á landinu en bíllinn sem dreginn var við Hlíðasmára er sá eini sem lögreglan hefur haldlagt og rannsakað í tengslum við hvarf Birnu.Farið fram á gæsluvarðhald yfir tveimur skipverjum Lögreglan hefur farið fram á gæsluvarðhald yfir tveimur skipverjum á Polar Nanoq en þeir voru handteknir um borð í skipinu í hádeginu í gær. Þriðji skipverjinn var svo handtekinn í gærkvöldi og voru þeir allir yfirheyrðir á lögreglustöðinni á Hverfisgötu í nótt en togarinn lagðist að bryggju um klukkan 23 í gær. Þrír menn hafa því réttarstöðu sakbornings í tengslum við hvarf Birnu sem nú er rannsakað sem sakamál. Ekki hefur verið ákveðið hvort farið verði fram á gæsluvarðhald síðar í dag yfir þriðja skipverjanum en lögregla má halda honum án úrskurðar þar til í kvöld.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Yfirheyrslur yfir mönnunum þremur að hefjast Skipverjarnir þrír eru komnir á lögreglustöðina á Hverfisgötu. 19. janúar 2017 00:39 Krefjast gæsluvarðhalds yfir Grænlendingunum þremur Þrír menn voru leiddir út úr togaranum Polar Nanoq í járnum. Lögregla mun krefjast gæsluvarðhalds yfir þeim í dag. Mennirnir eru grunaðir um að búa yfir upplýsingum um hvarf Birnu Brjánsdóttur. 19. janúar 2017 06:00 Yfirheyrslur fóru fram á dönsku og ensku Skipverjarnir þrír voru yfirheyrðir í nótt en yfirheyrslum lauk um klukkan átta í morgun. 19. janúar 2017 09:43 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Fleiri fréttir Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Sjá meira
Yfirheyrslur yfir mönnunum þremur að hefjast Skipverjarnir þrír eru komnir á lögreglustöðina á Hverfisgötu. 19. janúar 2017 00:39
Krefjast gæsluvarðhalds yfir Grænlendingunum þremur Þrír menn voru leiddir út úr togaranum Polar Nanoq í járnum. Lögregla mun krefjast gæsluvarðhalds yfir þeim í dag. Mennirnir eru grunaðir um að búa yfir upplýsingum um hvarf Birnu Brjánsdóttur. 19. janúar 2017 06:00
Yfirheyrslur fóru fram á dönsku og ensku Skipverjarnir þrír voru yfirheyrðir í nótt en yfirheyrslum lauk um klukkan átta í morgun. 19. janúar 2017 09:43