Her Senegal ræðst til atlögu í Gambíu Samúel Karl Ólason skrifar 19. janúar 2017 21:39 Adama Barrow sór embættiseið í dag og kallaði eftir því að her Gambíu stigi til hliðar þar til Jammeh væri farinn frá. Vísir/AFP Hermenn Senegal hafa nú ráðist til atlögu í Gambíu. Markmið þeirra er að koma Adama Barrow, réttkjörnum forseta landsins, í embætti og er Senegal stutt af öðrum nágrannaríkjum Gambíu. Leiðtogar annarra ríkja vestur-Afríku leituðu eftir stuðningi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna við aðgerðunum og fékkst það í dag. Ráðið tók þó fram að það væri á móti átökum og vildi að málið yrði leyst friðsamlega.Yahya Jammeh tók við völdum í landinu árið 1994 í tiltölulega friðsömu valdaráni. Andstæðingur hans, Adama Barrow, vann óvæntan sigur í forsetakosningum í desember. Jammeh hefur þo neitað að víkja en til stóð að Barrow tæki við völdum í dag. Í staðinn sór Barrow embættiseið í sendiráði Gambíu í Senegal í dag.Barrow lýsti því svo yfir að hermenn Gambíu ættu að halda til í herstöðvum sínum og að komið yrði fram við þá sem veittu mótspyrnu sem uppreisnarmenn. Þrátt fyrir hernaðaraðgerðirnar eru enn tilraunir til að leysa málið á friðsamlegum nótum.Samkvæmt AFP fögnuðu stuðningsmenn Barrow og götum Banjul, höfuðborgar Gambíu, eftir að hann sór embættiseiðinn. Hermenn munu hafa fylgst með fagnaðarlátunum án þess að grípa inn í. BBC segir þó að þeir hafi verið fáir, en nú sé Banjul eins og draugabær.Senegal troops move into Gambia as new president sworn in https://t.co/x0Izi5xwoB pic.twitter.com/XfzFh7Nntm— AFP news agency (@AFP) January 19, 2017 Gambía Senegal Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Hermenn Senegal hafa nú ráðist til atlögu í Gambíu. Markmið þeirra er að koma Adama Barrow, réttkjörnum forseta landsins, í embætti og er Senegal stutt af öðrum nágrannaríkjum Gambíu. Leiðtogar annarra ríkja vestur-Afríku leituðu eftir stuðningi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna við aðgerðunum og fékkst það í dag. Ráðið tók þó fram að það væri á móti átökum og vildi að málið yrði leyst friðsamlega.Yahya Jammeh tók við völdum í landinu árið 1994 í tiltölulega friðsömu valdaráni. Andstæðingur hans, Adama Barrow, vann óvæntan sigur í forsetakosningum í desember. Jammeh hefur þo neitað að víkja en til stóð að Barrow tæki við völdum í dag. Í staðinn sór Barrow embættiseið í sendiráði Gambíu í Senegal í dag.Barrow lýsti því svo yfir að hermenn Gambíu ættu að halda til í herstöðvum sínum og að komið yrði fram við þá sem veittu mótspyrnu sem uppreisnarmenn. Þrátt fyrir hernaðaraðgerðirnar eru enn tilraunir til að leysa málið á friðsamlegum nótum.Samkvæmt AFP fögnuðu stuðningsmenn Barrow og götum Banjul, höfuðborgar Gambíu, eftir að hann sór embættiseiðinn. Hermenn munu hafa fylgst með fagnaðarlátunum án þess að grípa inn í. BBC segir þó að þeir hafi verið fáir, en nú sé Banjul eins og draugabær.Senegal troops move into Gambia as new president sworn in https://t.co/x0Izi5xwoB pic.twitter.com/XfzFh7Nntm— AFP news agency (@AFP) January 19, 2017
Gambía Senegal Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira