„Yfirgnæfandi líkur“ á að skipverjarnir hafi verið í bílnum á Laugaveginum um nóttina Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. janúar 2017 20:35 Myndin sýnir ferð Birnu Brjánsdóttur í miðbæ Reykjavíkur fyrir hvarf hennar og staðsetningu þeirra öryggismyndavéla sem birtar hafa verið myndir úr. Loftmyndir Lögregla telur yfirgnæfandi líkur á því að skipverjarnir tveir, sem úrskurðaðir voru í gæsluvarðhald í dag, hafi verið í bílnum sem ekið var niður Laugaveginn um það leyti sem síðast sást til Birnu Brjánsdóttur á sömu slóðum. Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem fer með rannsókn málsins, í samtali við Vísi. „Já, við teljum yfirgnæfandi líkur á því.“ Fyrir liggur að bíllinn sem Grænlendingarnir höfðu til umráða var sá sem dreginn var af bílastæði við Hlíðarsmára í Kópavogi þar sem ótengdur aðili hafði haft bílinn á leigu í sólarhring. Grænlendingarnir tóku bílinn á leigu á föstudegi og skiluðu aftur á laugardegi. Um kvöldið hélt Polar Nanoq úr höfn. Grímur Grímsson yfirmaður rannsóknar á hvarfi Birnu Brjánsdóttur.vísir/anton brink Yfirheyrslur áfram í kvöld Grímur segir að árangur hafi náðst úr yfirheyrslum yfir mönnunum tveimur í dag en þriðja manni var sleppt úr haldi þar sem hann liggur ekki lengur undir grun. Hinir mennirnir tveir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald til tveggja vikna en lögregla fór fram á fjögurra vikna varðhald. Var úrskurðurinn kærður til Hæstaréttar. Grímur segist reikna með að yfirheyrslum verði framhaldið í kvöld en svo haldi menn til síns heima í nótt. Yfirheyrslum verði framhaldið í fyrramálið. Þá sagði Grímur í Kastljósi í kvöld að fólk sem sést hefur á gangi eða hlaupum á Laugavegi í upptökum sem birtar hafa verið úr eftirlitsmyndavélum umræddan laugardagsmorgun ekki tengt málinu. Sjómennirnir tveir hafi ekki verið fótgangandi eða hlaupandi á Laugavegi. Bíllinn var dreginn af bílastæði í Hlíðasmára í Kópavogi í hádeginu á þriðjudag.vísir Gögn benda til misindisverksVísir greindi frá því í dag að við rannsókn lögreglu á bílnum hafi fundist gögn sem bendi til þess að misindisverk hafi verið framið í bílnum. Grímur vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað en Vísir hefur heimildir fyrir því að þetta sé tilfellið. Þá herma heimildir fréttastofu að mennirnir tveir hafi komið saman á bílnum að Hafnarfjarðarhöfn um klukkan 6.20 á laugardagsmorgun, tæpum þrjátíu mínútum eftir að slökkt var handvirkt á farsíma Birnu. Þeir sjást á myndavélum stíga út úr bílnum og ræða saman í nokkra stund fyrir utan bílinn, áður en annar þeirra fer um borð í skipið. Hinn ekur í burtu og sést næst á sömu eftirlitsmyndavél við höfnina um fjörutíu og fimm mínútum síðar. Birna sést ekki á myndavélakerfi hafnarinnar og hefur Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn málsins, sagt ekkert benda til þess að Birna hafi farið um borð í skipið. Bíllinn var á nokkru rápi til og frá höfninni fram yfir hádegi á laugardeginum sem gerði það að verkum að ferðir hans þóttu nokkuð grunsamlegar. Bílnum var aftur ekið frá höfninni seinni part dags og kom ekki aftur fyrr en rétt áður en skipið lét úr höfn. Birna Brjánsdóttir Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Lögregla telur yfirgnæfandi líkur á því að skipverjarnir tveir, sem úrskurðaðir voru í gæsluvarðhald í dag, hafi verið í bílnum sem ekið var niður Laugaveginn um það leyti sem síðast sást til Birnu Brjánsdóttur á sömu slóðum. Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem fer með rannsókn málsins, í samtali við Vísi. „Já, við teljum yfirgnæfandi líkur á því.“ Fyrir liggur að bíllinn sem Grænlendingarnir höfðu til umráða var sá sem dreginn var af bílastæði við Hlíðarsmára í Kópavogi þar sem ótengdur aðili hafði haft bílinn á leigu í sólarhring. Grænlendingarnir tóku bílinn á leigu á föstudegi og skiluðu aftur á laugardegi. Um kvöldið hélt Polar Nanoq úr höfn. Grímur Grímsson yfirmaður rannsóknar á hvarfi Birnu Brjánsdóttur.vísir/anton brink Yfirheyrslur áfram í kvöld Grímur segir að árangur hafi náðst úr yfirheyrslum yfir mönnunum tveimur í dag en þriðja manni var sleppt úr haldi þar sem hann liggur ekki lengur undir grun. Hinir mennirnir tveir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald til tveggja vikna en lögregla fór fram á fjögurra vikna varðhald. Var úrskurðurinn kærður til Hæstaréttar. Grímur segist reikna með að yfirheyrslum verði framhaldið í kvöld en svo haldi menn til síns heima í nótt. Yfirheyrslum verði framhaldið í fyrramálið. Þá sagði Grímur í Kastljósi í kvöld að fólk sem sést hefur á gangi eða hlaupum á Laugavegi í upptökum sem birtar hafa verið úr eftirlitsmyndavélum umræddan laugardagsmorgun ekki tengt málinu. Sjómennirnir tveir hafi ekki verið fótgangandi eða hlaupandi á Laugavegi. Bíllinn var dreginn af bílastæði í Hlíðasmára í Kópavogi í hádeginu á þriðjudag.vísir Gögn benda til misindisverksVísir greindi frá því í dag að við rannsókn lögreglu á bílnum hafi fundist gögn sem bendi til þess að misindisverk hafi verið framið í bílnum. Grímur vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað en Vísir hefur heimildir fyrir því að þetta sé tilfellið. Þá herma heimildir fréttastofu að mennirnir tveir hafi komið saman á bílnum að Hafnarfjarðarhöfn um klukkan 6.20 á laugardagsmorgun, tæpum þrjátíu mínútum eftir að slökkt var handvirkt á farsíma Birnu. Þeir sjást á myndavélum stíga út úr bílnum og ræða saman í nokkra stund fyrir utan bílinn, áður en annar þeirra fer um borð í skipið. Hinn ekur í burtu og sést næst á sömu eftirlitsmyndavél við höfnina um fjörutíu og fimm mínútum síðar. Birna sést ekki á myndavélakerfi hafnarinnar og hefur Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn málsins, sagt ekkert benda til þess að Birna hafi farið um borð í skipið. Bíllinn var á nokkru rápi til og frá höfninni fram yfir hádegi á laugardeginum sem gerði það að verkum að ferðir hans þóttu nokkuð grunsamlegar. Bílnum var aftur ekið frá höfninni seinni part dags og kom ekki aftur fyrr en rétt áður en skipið lét úr höfn.
Birna Brjánsdóttir Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira