Viðskipti innlent

Fiskkaupmenn í Grimsby óttast um lífsviðurværi sitt

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá fiskmarkaði í Grimsby.
Frá fiskmarkaði í Grimsby. Vísir/AFP
Þingkona Grimsby hefur lýsti yfir óánægju sinni með aðgerðarleysi breskra stjórnvalda vegna verkfalls sjómanna á Íslandi. Kaupmenn í Grimsby kaupa jafnan mikið af fiski frá Íslandi og eru þeir farnir að óttast um lífsviðurværi sitt. Melanie Onn spurði ráðherrann George Eustice hvort að bresk stjórnvöld hefðu rætt við Íslendinga og skoðað hvaða áhrif verkfallið væri að hafa á bresk fyrirtæki.

Samkvæmt Grimsby Telegraph svaraði Eustice á þá leið að breskir fiskkaupmenn hefðu ekki beðið um fund um málið og að hann hefði ekki rætt við Íslendinga. Þá hafa áhrif verkfallsins í Bretlandi ekki verið könnuð.

Onn sagði það vera mikil vonbrigði því nú væri það mikilvægar en nokkurn tíman áður, þar sem Bretlandi væri á leið úr Evrópusambandinu, að „viðhalda viðskiptasambandinu við Ísland“.

Samtökin Grimsby Fish Merchants Association eru samkvæmt Grimsby Telegraph einu aðilarnir sem hann velt verkfalli sjómanna á Íslandi og áhrifum þeirra í Bretlandi fyrir sér á opinberum vettvangi. Samtökin eru í forsvari fyrir 80 fyrirtæki. Einn kaupmaður sem GT ræddi við segir að næsta vika muni verða erfið. Þeir hafi keypt meiri fisk af Norðmönnum og Færeyingum síðan verkfallið hófst, en það muni ekki vera hægt að eilífu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×