Þriðja skipverjanum sleppt Birgir Olgeirsson skrifar 19. janúar 2017 18:13 Polar Nanoq í Hafnarfjarðarhöfn Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Þriðja skipverjanum sem handtekinn var vegna rannsóknar á hvarfi Birnu Brjánsdóttur hefur verið sleppt. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stjórnar rannsókninni á hvarfi Birnu, segir lögreglu vinna nú í því að sleppa manninum. „Það var þannig að gögn málsins bentu til þess að hann hefði vitneskju í málinu. Við höfum farið yfir það og teljum okkur vera búna að tæma það,“ segir Grímur í samtali við Vísi um málið. Hann segir þriðja skipverjann því ekki grunaðan um neitt og frjáls ferða sinna. Sá þriðji er grænlenskur og úr áhöfn grænlenska togarans Polar Nanoq sem kom til Hafnarfjarðar í gærkvöldi.Frá Héraðsdómi Reykjaness í dag þar sem Grænlendingarnir tveir voru leiddir fyrir dómara.Vísir/Anton BrinkTveir í tveggja vikna gæsluvarðhald Tveir aðrir Grænlendingar úr áhöfn skipsins voru úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald í dag vegna rannsóknar á hvarfi Birnu Brjánsdóttur. Eru þeir báðir grunaðir um aðild að hvarfi Birnu en hafa báðir neitað sök. Lögreglan fór fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir tveimur skipverjum sem handteknir voru um hádegisbilið gær og hefur ákveðið að kæra úrskurðinn til Hæstaréttar. Vísir greindi frá því fyrr í dag að gögn sem fundust við rannsókn á rauðri Kia Rio-bifreið sem lögregla haldlagði í Hlíðasmára í Kópavogi í hádeginu á þriðjudag í tengslum við hvarf Birnu Brjánsdóttur bendi til þess að misindisverk hafi verið framið í bílnum. Rannsókn lögreglu leiddi til þess að bíllinn var haldlagður en fréttastofa hefur heimildir fyrir því að skipverji á grænlenska togaranum Polar Nanoq hafi verið með bílinn á leigu frá því í hádeginu á föstudag til seinni parts laugardags.Allir handteknir úti á hafiMennirnir þrír voru allir handteknir í grænlenska togaranum Polar Nanoq eftir að sérsveitarmenn á vegum embættis ríkislögreglustjóra sigu niður í skipið um 90 mílur suðvestur af Íslandi um hádegisbilið í gær og tóku yfir stjórn skipsins. Þeir tveir sem voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í dag voru handteknir um það leyti sem sérsveitin tók yfir stjórn skipsins í gær. Sá þriðji var handtekinn um kvöldið þegar skipið var á leið til Hafnarfjarðarhafnar. Tengdar fréttir Grænlenskir sjómenn sendir heim af ótta við reiði Íslendinga Grænlenskir menn úr áhöfn togarans Regina C, upplifa sig ekki velkomna á Íslandi. 19. janúar 2017 17:45 Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Tveir menn sem grunaðir eru um aðild að hvarfi Birnu Brjánsdóttur komu saman á rauðri Kia Rio bifreið að Hafnarfjarðarhöfn klukkan rúmlega sex að morgni laugardags. Annar þeirra fór um borð í togarann en hinn ók í burtu. 19. janúar 2017 15:40 Rannsóknargögn úr rauða Kia Rio-bílnum benda til misindisverks Gögn sem fundust við rannsókn á rauðri Kia Rio-bifreið sem lögregla haldlagði í Hlíðasmára í Kópavogi í hádeginu á þriðjudag í tengslum við hvarf Birnu Brjánsdóttur benda til þess að misindisverk hafi verið framið í bílnum. 19. janúar 2017 12:00 Báðir skipverjar úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald Lögreglan fór fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir tveimur skipverjum sem handteknir voru um hádegisbilið gær og hefur ákveðið að kæra úrskurðinn til Hæstaréttar. 19. janúar 2017 13:45 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Þriðja skipverjanum sem handtekinn var vegna rannsóknar á hvarfi Birnu Brjánsdóttur hefur verið sleppt. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stjórnar rannsókninni á hvarfi Birnu, segir lögreglu vinna nú í því að sleppa manninum. „Það var þannig að gögn málsins bentu til þess að hann hefði vitneskju í málinu. Við höfum farið yfir það og teljum okkur vera búna að tæma það,“ segir Grímur í samtali við Vísi um málið. Hann segir þriðja skipverjann því ekki grunaðan um neitt og frjáls ferða sinna. Sá þriðji er grænlenskur og úr áhöfn grænlenska togarans Polar Nanoq sem kom til Hafnarfjarðar í gærkvöldi.Frá Héraðsdómi Reykjaness í dag þar sem Grænlendingarnir tveir voru leiddir fyrir dómara.Vísir/Anton BrinkTveir í tveggja vikna gæsluvarðhald Tveir aðrir Grænlendingar úr áhöfn skipsins voru úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald í dag vegna rannsóknar á hvarfi Birnu Brjánsdóttur. Eru þeir báðir grunaðir um aðild að hvarfi Birnu en hafa báðir neitað sök. Lögreglan fór fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir tveimur skipverjum sem handteknir voru um hádegisbilið gær og hefur ákveðið að kæra úrskurðinn til Hæstaréttar. Vísir greindi frá því fyrr í dag að gögn sem fundust við rannsókn á rauðri Kia Rio-bifreið sem lögregla haldlagði í Hlíðasmára í Kópavogi í hádeginu á þriðjudag í tengslum við hvarf Birnu Brjánsdóttur bendi til þess að misindisverk hafi verið framið í bílnum. Rannsókn lögreglu leiddi til þess að bíllinn var haldlagður en fréttastofa hefur heimildir fyrir því að skipverji á grænlenska togaranum Polar Nanoq hafi verið með bílinn á leigu frá því í hádeginu á föstudag til seinni parts laugardags.Allir handteknir úti á hafiMennirnir þrír voru allir handteknir í grænlenska togaranum Polar Nanoq eftir að sérsveitarmenn á vegum embættis ríkislögreglustjóra sigu niður í skipið um 90 mílur suðvestur af Íslandi um hádegisbilið í gær og tóku yfir stjórn skipsins. Þeir tveir sem voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í dag voru handteknir um það leyti sem sérsveitin tók yfir stjórn skipsins í gær. Sá þriðji var handtekinn um kvöldið þegar skipið var á leið til Hafnarfjarðarhafnar.
Tengdar fréttir Grænlenskir sjómenn sendir heim af ótta við reiði Íslendinga Grænlenskir menn úr áhöfn togarans Regina C, upplifa sig ekki velkomna á Íslandi. 19. janúar 2017 17:45 Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Tveir menn sem grunaðir eru um aðild að hvarfi Birnu Brjánsdóttur komu saman á rauðri Kia Rio bifreið að Hafnarfjarðarhöfn klukkan rúmlega sex að morgni laugardags. Annar þeirra fór um borð í togarann en hinn ók í burtu. 19. janúar 2017 15:40 Rannsóknargögn úr rauða Kia Rio-bílnum benda til misindisverks Gögn sem fundust við rannsókn á rauðri Kia Rio-bifreið sem lögregla haldlagði í Hlíðasmára í Kópavogi í hádeginu á þriðjudag í tengslum við hvarf Birnu Brjánsdóttur benda til þess að misindisverk hafi verið framið í bílnum. 19. janúar 2017 12:00 Báðir skipverjar úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald Lögreglan fór fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir tveimur skipverjum sem handteknir voru um hádegisbilið gær og hefur ákveðið að kæra úrskurðinn til Hæstaréttar. 19. janúar 2017 13:45 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Grænlenskir sjómenn sendir heim af ótta við reiði Íslendinga Grænlenskir menn úr áhöfn togarans Regina C, upplifa sig ekki velkomna á Íslandi. 19. janúar 2017 17:45
Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Tveir menn sem grunaðir eru um aðild að hvarfi Birnu Brjánsdóttur komu saman á rauðri Kia Rio bifreið að Hafnarfjarðarhöfn klukkan rúmlega sex að morgni laugardags. Annar þeirra fór um borð í togarann en hinn ók í burtu. 19. janúar 2017 15:40
Rannsóknargögn úr rauða Kia Rio-bílnum benda til misindisverks Gögn sem fundust við rannsókn á rauðri Kia Rio-bifreið sem lögregla haldlagði í Hlíðasmára í Kópavogi í hádeginu á þriðjudag í tengslum við hvarf Birnu Brjánsdóttur benda til þess að misindisverk hafi verið framið í bílnum. 19. janúar 2017 12:00
Báðir skipverjar úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald Lögreglan fór fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir tveimur skipverjum sem handteknir voru um hádegisbilið gær og hefur ákveðið að kæra úrskurðinn til Hæstaréttar. 19. janúar 2017 13:45