Leitin að Birnu: Lögreglu bárust yfir þúsund ábendingar í gegnum samfélagsmiðla á einum degi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. janúar 2017 16:00 Vísir/Ernir/ Lögregla hefur tekið á móti gríðarlegum fjölda skilaboða og ábendinga á samfélagsmiðlum vegna leitarinnar að Birnu Brjánsdóttur sem hvarf sporlaust á aðfaranótt laugardags. Fimm starfsmenn lögreglunnar hafa unnið að því að taka á móti skilaboðum frá almenningi. Lögregla hefur á undanförnum árum ræktað samband við almenning í gegnum samfélagsmiðla og er með aðgang að Facebook, Twitter, Pinterest og Instagram. Vegna leitarinnar að Birnu hefur umferð í gegnum þessa miðla margfaldast, þá sérstaklega í gegnum Facebook. „Þetta er tífalt á við venjulega viku,“ segir Þórir en einfalt er að mæla til hversu marga einstaklinga færslurnar nái til. „Þegar það er lítið um að vera, kannski yfir hásumarið þá er mjög algengt að færslurnar nái til 40-50 þúsund manns. Síðan höfum við séð það fara upp í 240 þúsund einstaklinga þegar það er almannavarnaástand eða á Menningarnótt, á þessum stórviðburðum,“ segir Þórir. Frá 12. janúar síðastliðnum hefur hins vegar orðið algjör sprenging í þessum efnum og færslur lögreglunnar nærri náð til milljón einstaklinga. „Það finnst mér stórkostlegt vegna þess að þetta sýna hvað þetta getur verið ótrúlega öflugt tæki þegar við þurfum á því að halda,“ segir Þórir. Íslendingar, sem og aðrir, virðast því hafa afar greiðan aðgang að færslum lögreglunnar. „Við höfum unnið að því síðustu ár að lækka þröskuldinn á því hvernig er að koma upplýsingum til lögreglu. Þá gerist það líka að þegar stór mál koma upp þurfum við að vera í stakk búinn til þess að taka við öllum þeim gögnum sem okkur berast og ná að vinna úr þeim og koma á rétta staði. Það er það sem við erum að kljást við núna,“ segir Þórir.Frá leit björgunarsveita við Hafnarfjarðarhöfn í vikunni.Vísir/Anton Brink20-40 skilaboð á venjulegum degi, eitt þúsund á þriðjudaginn Fimm starfsmenn lögreglunnar hafa verið í því undanfarna daga að taka á móti ábendingum frá almenningi vegna leitarinnar að Birnu. Á þriðjudaginn fékk lögregla alls þúsund skilaboð og ábendingar frá almenningi í gegnum Facebook. Á venjulegum degi fær lögregla 20-40 skilaboð. Leitin að Birnu hefur nú staðið yfir frá því á sunnudag en aukinn kraftur var settur í hana á mánudag og var þá algjör sprenging á samfélagsmiðlum lögreglunnar. Skilaboðafjöldi lögreglunnar tífaldaðist og hefur lögregla þurft að inna talsverða vinnu af hendi við að taka á móti öllum skilaboðunum. Farið er yfir öll skilaboð sem berast og reynt er að svara öllum. En það er þó ekki alltaf hægt enda varð gríðarleg fjölgun á skilaboðum og ábendingum. Á sunnudaginn tók lögregla á móti 75 skilaboðum í gegnum Facebook. Á mánudaginn var talan 819 og á þriðjudaginn fékk lögreglan 1049 skilaboð. „Það var ekki fyrr en á þriðjudeginum fyrr en við kveikjum á sjálfvirku svari þannig að fólk fær staðlað svar,“ segir Þórir. Þórir segir að lögreglan sé þakklát fyrir allar ábendingar sem berast og mikilvægt sé að slíkt berist lögreglu, það auðveldi í raun rannsókn mála þó töluverða vinnu þurfi til að fara í gegnum allar ábendingarnar. „Ég held að það sé alveg á hreinu að margar ábendingarnar hafa leitt til einhvers. Það er ekki hægt að rannsaka sakamál nema að njóta aðstoðar almennings og vitna. Þess vegna skiptir það máli að fólk sendi inn það sem það veit um málið.“ Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Tveir menn sem grunaðir eru um aðild að hvarfi Birnu Brjánsdóttur komu saman á rauðri Kia Rio bifreið að Hafnarfjarðarhöfn klukkan rúmlega sex að morgni laugardags. Annar þeirra fór um borð í togarann en hinn ók í burtu. 19. janúar 2017 15:40 Nær útilokað að farsíminn finnist í snjónum Sex manns með þrjá hunda eru að hefja leit að Birnu Brjánsdóttur, sem saknað hefur verið frá því á laugardag, á Strandarheiði. 19. janúar 2017 11:03 Rannsóknargögn úr rauða Kia Rio-bílnum benda til misindisverks Gögn sem fundust við rannsókn á rauðri Kia Rio-bifreið sem lögregla haldlagði í Hlíðasmára í Kópavogi í hádeginu á þriðjudag í tengslum við hvarf Birnu Brjánsdóttur benda til þess að misindisverk hafi verið framið í bílnum. 19. janúar 2017 12:00 Báðir skipverjar úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald Lögreglan fór fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir tveimur skipverjum sem handteknir voru um hádegisbilið gær og hefur ákveðið að kæra úrskurðinn til Hæstaréttar. 19. janúar 2017 13:45 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
Lögregla hefur tekið á móti gríðarlegum fjölda skilaboða og ábendinga á samfélagsmiðlum vegna leitarinnar að Birnu Brjánsdóttur sem hvarf sporlaust á aðfaranótt laugardags. Fimm starfsmenn lögreglunnar hafa unnið að því að taka á móti skilaboðum frá almenningi. Lögregla hefur á undanförnum árum ræktað samband við almenning í gegnum samfélagsmiðla og er með aðgang að Facebook, Twitter, Pinterest og Instagram. Vegna leitarinnar að Birnu hefur umferð í gegnum þessa miðla margfaldast, þá sérstaklega í gegnum Facebook. „Þetta er tífalt á við venjulega viku,“ segir Þórir en einfalt er að mæla til hversu marga einstaklinga færslurnar nái til. „Þegar það er lítið um að vera, kannski yfir hásumarið þá er mjög algengt að færslurnar nái til 40-50 þúsund manns. Síðan höfum við séð það fara upp í 240 þúsund einstaklinga þegar það er almannavarnaástand eða á Menningarnótt, á þessum stórviðburðum,“ segir Þórir. Frá 12. janúar síðastliðnum hefur hins vegar orðið algjör sprenging í þessum efnum og færslur lögreglunnar nærri náð til milljón einstaklinga. „Það finnst mér stórkostlegt vegna þess að þetta sýna hvað þetta getur verið ótrúlega öflugt tæki þegar við þurfum á því að halda,“ segir Þórir. Íslendingar, sem og aðrir, virðast því hafa afar greiðan aðgang að færslum lögreglunnar. „Við höfum unnið að því síðustu ár að lækka þröskuldinn á því hvernig er að koma upplýsingum til lögreglu. Þá gerist það líka að þegar stór mál koma upp þurfum við að vera í stakk búinn til þess að taka við öllum þeim gögnum sem okkur berast og ná að vinna úr þeim og koma á rétta staði. Það er það sem við erum að kljást við núna,“ segir Þórir.Frá leit björgunarsveita við Hafnarfjarðarhöfn í vikunni.Vísir/Anton Brink20-40 skilaboð á venjulegum degi, eitt þúsund á þriðjudaginn Fimm starfsmenn lögreglunnar hafa verið í því undanfarna daga að taka á móti ábendingum frá almenningi vegna leitarinnar að Birnu. Á þriðjudaginn fékk lögregla alls þúsund skilaboð og ábendingar frá almenningi í gegnum Facebook. Á venjulegum degi fær lögregla 20-40 skilaboð. Leitin að Birnu hefur nú staðið yfir frá því á sunnudag en aukinn kraftur var settur í hana á mánudag og var þá algjör sprenging á samfélagsmiðlum lögreglunnar. Skilaboðafjöldi lögreglunnar tífaldaðist og hefur lögregla þurft að inna talsverða vinnu af hendi við að taka á móti öllum skilaboðunum. Farið er yfir öll skilaboð sem berast og reynt er að svara öllum. En það er þó ekki alltaf hægt enda varð gríðarleg fjölgun á skilaboðum og ábendingum. Á sunnudaginn tók lögregla á móti 75 skilaboðum í gegnum Facebook. Á mánudaginn var talan 819 og á þriðjudaginn fékk lögreglan 1049 skilaboð. „Það var ekki fyrr en á þriðjudeginum fyrr en við kveikjum á sjálfvirku svari þannig að fólk fær staðlað svar,“ segir Þórir. Þórir segir að lögreglan sé þakklát fyrir allar ábendingar sem berast og mikilvægt sé að slíkt berist lögreglu, það auðveldi í raun rannsókn mála þó töluverða vinnu þurfi til að fara í gegnum allar ábendingarnar. „Ég held að það sé alveg á hreinu að margar ábendingarnar hafa leitt til einhvers. Það er ekki hægt að rannsaka sakamál nema að njóta aðstoðar almennings og vitna. Þess vegna skiptir það máli að fólk sendi inn það sem það veit um málið.“
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Tveir menn sem grunaðir eru um aðild að hvarfi Birnu Brjánsdóttur komu saman á rauðri Kia Rio bifreið að Hafnarfjarðarhöfn klukkan rúmlega sex að morgni laugardags. Annar þeirra fór um borð í togarann en hinn ók í burtu. 19. janúar 2017 15:40 Nær útilokað að farsíminn finnist í snjónum Sex manns með þrjá hunda eru að hefja leit að Birnu Brjánsdóttur, sem saknað hefur verið frá því á laugardag, á Strandarheiði. 19. janúar 2017 11:03 Rannsóknargögn úr rauða Kia Rio-bílnum benda til misindisverks Gögn sem fundust við rannsókn á rauðri Kia Rio-bifreið sem lögregla haldlagði í Hlíðasmára í Kópavogi í hádeginu á þriðjudag í tengslum við hvarf Birnu Brjánsdóttur benda til þess að misindisverk hafi verið framið í bílnum. 19. janúar 2017 12:00 Báðir skipverjar úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald Lögreglan fór fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir tveimur skipverjum sem handteknir voru um hádegisbilið gær og hefur ákveðið að kæra úrskurðinn til Hæstaréttar. 19. janúar 2017 13:45 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Tveir menn sem grunaðir eru um aðild að hvarfi Birnu Brjánsdóttur komu saman á rauðri Kia Rio bifreið að Hafnarfjarðarhöfn klukkan rúmlega sex að morgni laugardags. Annar þeirra fór um borð í togarann en hinn ók í burtu. 19. janúar 2017 15:40
Nær útilokað að farsíminn finnist í snjónum Sex manns með þrjá hunda eru að hefja leit að Birnu Brjánsdóttur, sem saknað hefur verið frá því á laugardag, á Strandarheiði. 19. janúar 2017 11:03
Rannsóknargögn úr rauða Kia Rio-bílnum benda til misindisverks Gögn sem fundust við rannsókn á rauðri Kia Rio-bifreið sem lögregla haldlagði í Hlíðasmára í Kópavogi í hádeginu á þriðjudag í tengslum við hvarf Birnu Brjánsdóttur benda til þess að misindisverk hafi verið framið í bílnum. 19. janúar 2017 12:00
Báðir skipverjar úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald Lögreglan fór fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir tveimur skipverjum sem handteknir voru um hádegisbilið gær og hefur ákveðið að kæra úrskurðinn til Hæstaréttar. 19. janúar 2017 13:45