Svona verður dagskráin á innsetningardegi Donald Trump atli ísleifsson skrifar 19. janúar 2017 11:37 Donald Trump verður á morgun 45. forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Búist er við að nokkur hundruð þúsund manns komi saman þegar Donald Trump sver embættiseið sem forseti Bandaríkjanna á tröppum þinghússins í höfuðborginni Washington á morgun. Stjórnarskrá Bandaríkjanna gerir ráð fyrir að forseti hæstaréttar taki eiðstafinn af Donald Trump. Hann mun þá taka við af Barack Obama og verða 45. forseti landsins.BBC hefur tekið saman upplýsingar um dagskrána sem framundan er í tengslum við embættistöku Trump.Fimmtudagurinn 19. janúar (miðað er við íslenskan tíma)15:35: Tónleikar verða haldnir við Abraham Lincoln minnisvarðann. Tónleikarnir munu standa allan daginn. Þar munu meðal annars hljómsveit slökkviliðs Washington-borgar koma fram ásamt lúðrasveitum gagnfræðiskóla í borginni.20:30: Trump og varaforsetinn verðandi, Mike Pence, munu leggja niður krans við athöfn í Arlington-kirkjugarðinum til að minnast fallinna hermanna.21:00: Trump flytur ræðu á tónleikunum við Lincoln-minnisvarðann. Kántrístjörnunar Toby Keith og Lee Greenwood munu koma þar fram. Föstudagurinn 20. janúarTrump sækir guðsþjónustu í St Johns biskupakirkjunni nærri Hvíta húsinu. Þá munu Trump og eiginkona hans, Melania Trump, fá sér kaffi með Obama-hjónunum, áður en þau halda öll að þinghúsinu.14:30: Innsetningarathöfnin á tröppum þinghússins hefst. Tónlistaratriði.16:30: John Roberts, forseti hæstiréttar Bandaríkjanna, tekur eiðstaf af Mike Pence varaforseta.17:00: Trump sver embættiseið sem forseti Bandaríkjanna. Að því loknu flytur hann innsetningarræðu sína.20:00-22:00: Trump og Pence verður ekið um 2,4 kílómetra leið niður Pennsylvania Avenue. Reiknað er með að fjöldi fólks muni þar fylgjast með.00:00-04:00: Trump og Pence munu ásamt eiginkonum sínum sækja þrjár opinberar veislur. Laugardagurinn 21. janúar15:00: Trump og Pence sækja þvertrúarlega samkomu við Washington National Cathedral. Búist er við að fyrrverandi forsetinn Bill Clinton og Hillary Clinton, sem beið lægri hlut fyrir Trump í forsetakosningunum í nóvember, muni sækja innsetningarathöfn Trump. Sömuleiðis verða þar fyrrverandi forsetinn George W. Bush og eiginkona hans, Laura, ásamt fyrrverandi forsetanum Jimmy Carter. Fyrrverandi forsetinn George HW Bush og kona hans, Barbara, liggja nú bæði á sjúkrahúsi og munu ekki sækja innsetningarathöfnina. BBC greinir frá því að búist sé við milli 800 og 900 þúsund manns á innsetningarathöfninni. 1,8 milljónir manna sóttu athöfnina þegar Barack Obama sór sinn eið fyrir átta árum. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Búist er við að nokkur hundruð þúsund manns komi saman þegar Donald Trump sver embættiseið sem forseti Bandaríkjanna á tröppum þinghússins í höfuðborginni Washington á morgun. Stjórnarskrá Bandaríkjanna gerir ráð fyrir að forseti hæstaréttar taki eiðstafinn af Donald Trump. Hann mun þá taka við af Barack Obama og verða 45. forseti landsins.BBC hefur tekið saman upplýsingar um dagskrána sem framundan er í tengslum við embættistöku Trump.Fimmtudagurinn 19. janúar (miðað er við íslenskan tíma)15:35: Tónleikar verða haldnir við Abraham Lincoln minnisvarðann. Tónleikarnir munu standa allan daginn. Þar munu meðal annars hljómsveit slökkviliðs Washington-borgar koma fram ásamt lúðrasveitum gagnfræðiskóla í borginni.20:30: Trump og varaforsetinn verðandi, Mike Pence, munu leggja niður krans við athöfn í Arlington-kirkjugarðinum til að minnast fallinna hermanna.21:00: Trump flytur ræðu á tónleikunum við Lincoln-minnisvarðann. Kántrístjörnunar Toby Keith og Lee Greenwood munu koma þar fram. Föstudagurinn 20. janúarTrump sækir guðsþjónustu í St Johns biskupakirkjunni nærri Hvíta húsinu. Þá munu Trump og eiginkona hans, Melania Trump, fá sér kaffi með Obama-hjónunum, áður en þau halda öll að þinghúsinu.14:30: Innsetningarathöfnin á tröppum þinghússins hefst. Tónlistaratriði.16:30: John Roberts, forseti hæstiréttar Bandaríkjanna, tekur eiðstaf af Mike Pence varaforseta.17:00: Trump sver embættiseið sem forseti Bandaríkjanna. Að því loknu flytur hann innsetningarræðu sína.20:00-22:00: Trump og Pence verður ekið um 2,4 kílómetra leið niður Pennsylvania Avenue. Reiknað er með að fjöldi fólks muni þar fylgjast með.00:00-04:00: Trump og Pence munu ásamt eiginkonum sínum sækja þrjár opinberar veislur. Laugardagurinn 21. janúar15:00: Trump og Pence sækja þvertrúarlega samkomu við Washington National Cathedral. Búist er við að fyrrverandi forsetinn Bill Clinton og Hillary Clinton, sem beið lægri hlut fyrir Trump í forsetakosningunum í nóvember, muni sækja innsetningarathöfn Trump. Sömuleiðis verða þar fyrrverandi forsetinn George W. Bush og eiginkona hans, Laura, ásamt fyrrverandi forsetanum Jimmy Carter. Fyrrverandi forsetinn George HW Bush og kona hans, Barbara, liggja nú bæði á sjúkrahúsi og munu ekki sækja innsetningarathöfnina. BBC greinir frá því að búist sé við milli 800 og 900 þúsund manns á innsetningarathöfninni. 1,8 milljónir manna sóttu athöfnina þegar Barack Obama sór sinn eið fyrir átta árum.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira