Deilt um peninga á Akureyri: Við fórum eftir fyrirmælum KSÍ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. janúar 2017 13:30 Þór/KA hefur verið í fremstu röð síðustu ár og varð Íslandsmeistari árið 2012. Vísir/Anton Ósætti hefur verið á Akureyri um hvernig pening sem var úthlutað af KSÍ til Þórs og KA var skipt á milli félaganna. KSÍ úthlutaði fjármagni til aðildarfélaga sinna í tengslum við tekjur sambandsins af Evrópumeistaramótinu í Frakklandi í sumar. Var framlagið reiknað meðal annars út frá árangri liðanna síðastliðin þrjú tímabil. Þór/KA hefur verið í hópi fremstu kvennaliða á Íslandi en engu að síður fékk liðið enga peninga beint til sín frá KSÍ, heldur var upphæðunum úthlutað til félaganna á bak við liðið - Þór og KA. Fram kom í umfjöllun Morgunblaðsins um málið í lok síðasta mánaðar að ágreiningur væri á milli félaganna um hvernig skipta ætti þeim fjármunum sem KSÍ úthlutaði. Nói Björnsson, sem starfað hefur í kvennaráði Þórs/KA undanfarin ár, sagði í bréfi sem hann sendi knattspyrnudeild KA að tvær milljónir hafi farið til hvors félags vegna þátttöku Þórs/KA. Ein og hálf milljón vegna árangursins og hálf milljón vegna fækkun áhorfenda á leikjum á meðan EM stóð síðastliðið sumar.Andinn í samskiptunum hjálpaði ekki til Í gær ákvað aðalstjórn KA að hætta samstarfi við Þór um að halda úti sameiginlegum liðum í meistaraflokki og 2. flokki kvenna í handbolta og körfubolta. Sjá einnig: KA sleit samstarfinu við Þór: Þetta var ekki létt ákvörðun Eiríkur S. Jóhannsson, formaður knattspyrnudeildar KA, vildi í samtali við Vísi í dag ekki fullyrða að þetta mál hafi orðið til þess að samstarfinu hafi verið slitið. „Við skulum segja að andinn í samskiptunum hafi ekki hjálpað til. Fyrst og fremst gerðum við þetta til að sinna þeim stelpum sem eru í félaginu sem best,“ sagði hann. Um þetta tiltekna mál segir hann það alveg skýrt að það var KSÍ sem greiddi út peninginn og það væri ekki hlutverk KA að gera það. „Við fengum þennan pening eins og öll önnur félög í landinu með þeim fyrirmælum að verja til knattspyrnutengdra mála. Við gerðum það,“ sagði Eiríkur en KA ákvað að nýta fjármunina til uppbyggingar á aðstöðu félagsins.Margir gera tilkall Eiríkur gerir athugasemdir við það að kvennaráð Þórs/KA hafi gefið sér ákveðna útreikninga, þegar engir útreikningar hafi fylgt úthlutuninni frá KSÍ né heldur fyrirmæli um skiptingu fjársins. „KSÍ er fullkunnugt um með hvaða hætti málin hafa verið á Akureyri. Ef það er ætlun KSÍ að það ætti að skipta peningnum þá kom það ekki fram.“ „Þegar peningar eru á borðinu gera margir tilkall til þeirra. Það er ekki endilega þannig að sá sem hrópar hæst hafi endilega rétt fyrir sér.“Bíta í skottið á sér Árni Óðinsson, formaður Þórs, segir að þessu máli hafi aldrei verið blandað inn í samskipti á milli félaganna. Þetta hafi verið á borði kvennaráðs Þórs/KA. „Við greiddum kvennaráðinu sem þeim ber út af hlut Þórs/KA í úthlutuninni. KA hefur ekki sama skilninginn á málinu og hafa sína túlkun á því,“ sagði Árni. „En það er alveg ljóst að hluti af þessari greiðslu er vegna færri áhorfenda og tekjutaps í miðasölu. Ég væri kjáni ef ég myndi skilja það öðruvísi en svo að sá hluti upphæðarinnar væri til kominn vegna leikja liðsins.“ „Menn geta svo haft mismunandi skoðun á annarri greiðslu en þarna finnst mér að menn séu að bíta í skottið á sér.“ Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir KA sleit samstarfinu við Þór: Þetta var ekki létt ákvörðun KA og Þór munu ekki tefla fram sameiginlegum liðum í knattspyrnu og handbolta eftir núverandi keppnistímabil. Óvissa er um stöðu Þórs/KA í Pepsi-deild kvenna í sumar. 18. janúar 2017 11:01 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Sjá meira
Ósætti hefur verið á Akureyri um hvernig pening sem var úthlutað af KSÍ til Þórs og KA var skipt á milli félaganna. KSÍ úthlutaði fjármagni til aðildarfélaga sinna í tengslum við tekjur sambandsins af Evrópumeistaramótinu í Frakklandi í sumar. Var framlagið reiknað meðal annars út frá árangri liðanna síðastliðin þrjú tímabil. Þór/KA hefur verið í hópi fremstu kvennaliða á Íslandi en engu að síður fékk liðið enga peninga beint til sín frá KSÍ, heldur var upphæðunum úthlutað til félaganna á bak við liðið - Þór og KA. Fram kom í umfjöllun Morgunblaðsins um málið í lok síðasta mánaðar að ágreiningur væri á milli félaganna um hvernig skipta ætti þeim fjármunum sem KSÍ úthlutaði. Nói Björnsson, sem starfað hefur í kvennaráði Þórs/KA undanfarin ár, sagði í bréfi sem hann sendi knattspyrnudeild KA að tvær milljónir hafi farið til hvors félags vegna þátttöku Þórs/KA. Ein og hálf milljón vegna árangursins og hálf milljón vegna fækkun áhorfenda á leikjum á meðan EM stóð síðastliðið sumar.Andinn í samskiptunum hjálpaði ekki til Í gær ákvað aðalstjórn KA að hætta samstarfi við Þór um að halda úti sameiginlegum liðum í meistaraflokki og 2. flokki kvenna í handbolta og körfubolta. Sjá einnig: KA sleit samstarfinu við Þór: Þetta var ekki létt ákvörðun Eiríkur S. Jóhannsson, formaður knattspyrnudeildar KA, vildi í samtali við Vísi í dag ekki fullyrða að þetta mál hafi orðið til þess að samstarfinu hafi verið slitið. „Við skulum segja að andinn í samskiptunum hafi ekki hjálpað til. Fyrst og fremst gerðum við þetta til að sinna þeim stelpum sem eru í félaginu sem best,“ sagði hann. Um þetta tiltekna mál segir hann það alveg skýrt að það var KSÍ sem greiddi út peninginn og það væri ekki hlutverk KA að gera það. „Við fengum þennan pening eins og öll önnur félög í landinu með þeim fyrirmælum að verja til knattspyrnutengdra mála. Við gerðum það,“ sagði Eiríkur en KA ákvað að nýta fjármunina til uppbyggingar á aðstöðu félagsins.Margir gera tilkall Eiríkur gerir athugasemdir við það að kvennaráð Þórs/KA hafi gefið sér ákveðna útreikninga, þegar engir útreikningar hafi fylgt úthlutuninni frá KSÍ né heldur fyrirmæli um skiptingu fjársins. „KSÍ er fullkunnugt um með hvaða hætti málin hafa verið á Akureyri. Ef það er ætlun KSÍ að það ætti að skipta peningnum þá kom það ekki fram.“ „Þegar peningar eru á borðinu gera margir tilkall til þeirra. Það er ekki endilega þannig að sá sem hrópar hæst hafi endilega rétt fyrir sér.“Bíta í skottið á sér Árni Óðinsson, formaður Þórs, segir að þessu máli hafi aldrei verið blandað inn í samskipti á milli félaganna. Þetta hafi verið á borði kvennaráðs Þórs/KA. „Við greiddum kvennaráðinu sem þeim ber út af hlut Þórs/KA í úthlutuninni. KA hefur ekki sama skilninginn á málinu og hafa sína túlkun á því,“ sagði Árni. „En það er alveg ljóst að hluti af þessari greiðslu er vegna færri áhorfenda og tekjutaps í miðasölu. Ég væri kjáni ef ég myndi skilja það öðruvísi en svo að sá hluti upphæðarinnar væri til kominn vegna leikja liðsins.“ „Menn geta svo haft mismunandi skoðun á annarri greiðslu en þarna finnst mér að menn séu að bíta í skottið á sér.“
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir KA sleit samstarfinu við Þór: Þetta var ekki létt ákvörðun KA og Þór munu ekki tefla fram sameiginlegum liðum í knattspyrnu og handbolta eftir núverandi keppnistímabil. Óvissa er um stöðu Þórs/KA í Pepsi-deild kvenna í sumar. 18. janúar 2017 11:01 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Sjá meira
KA sleit samstarfinu við Þór: Þetta var ekki létt ákvörðun KA og Þór munu ekki tefla fram sameiginlegum liðum í knattspyrnu og handbolta eftir núverandi keppnistímabil. Óvissa er um stöðu Þórs/KA í Pepsi-deild kvenna í sumar. 18. janúar 2017 11:01