Forsvarsmenn Polar Seafood, fyrirtækisins sem á grænlenska togarann Polar Nanoq, tóku í gærkvöldi ákvörðun um að snúa skipinu við og sigla aftur til Íslands. Ástæðan er fjölmiðlaumfjöllun um togarann en fjölmiðlar á Íslandi greindu í gær frá því að skipverji væri grunaður um að hafa haft á leigu rauðan Kia Rio sem lögreglan hefur leitað logandi ljósi frá því á mánudag, vegna hvarfsins á Birnu Brjánsdóttur. Ekkert hefur spurst til Birnu síðan snemma á laugardagsmorgun. Jörgen Fossheim, forsvarsmaður Polar Seafood, segir það hafa verið einróma ákvörðun skipverja að snúa skipinu við til að hreinsa borðið, að hans sögn. Skipverjar séu hissa og ringlaðir vegna frétta frá Íslandi og ekki hafi verið haft samband við þá frá danska herskipinu Triton, sem fjölmiðlar hafa greint frá að sigli til móts við skipið.Mönnum á skipinu þyki undarlegt að þeim hafi ekki verið greint frá umfangsmiklum lögregluaðgerðum sem beinast að skipinu. Búist er við því að Polar Nanoq komi til Íslands um kvöldmatarleytið í kvöld. Staðfest hefur verið að íslensk lögregluyfirvöld hafi óskað aðstoðar danska herskipsins til að ná til Polar Nanoq. Mads Lynte, yfirmaður í grænlensku lögreglunni, sagði í gærkvöldi að íslensk lögregluyfirvöld hefðu enn ekki upplýst hann um rannsóknina á hvarfi Birnu.Ekkert til í háværum orðrómi Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem fer með rannsókn málsins, sagði í samtali við fréttastofu í gærkvöldi að enginn hefði verið handtekinn. Þá hefði enginn verið yfirheyrður með stöðu grunaðs manns. Hann vildi ekki tjá sig nánar um aðgerðir lögreglu þessa stundina. Í tvígang í gærkvöldi voru óeinkennisklæddir lögreglumenn sendir að Hvaleyrarvatni vegna háværs orðróms á samfélagsmiðlum. Ekkert fannst við leitina en Grímur staðfesti við Vísi að engin formleg tilkynning hefði borist lögreglu frá Hvaleyrarvatni.Frá bænarstund vegna hvarfs Birnu í Hallgrímskirkju í gærkvöldi. Bekkurinn var þéttsetinn.Vísir/Anton BrinkÞá stóðu vinkonur móður Birnu að bænarstund í Hallgrímskirkju í gærkvöldi þar sem bekkurinn var þéttsetinn.„Kirkjan var troðfull, þetta var mjög falleg stund og það var mikill samhugur í fólki“ segir Bjarni en í lok stundarinnar var kveikt á kertum. „Hugurinn er hjá Birnu og hjá fólkinu hennar“ sagði Bjarni Þór Bjarnason prestur í samtali við Vísi í gærkvöldi. Hann sem segir að mikil samstaða hafi einkennt kvöldið. „Við höldum bara áfram að biðja fyrir henni og fjölskyldu hennar.“Birna sést ekki stíga um borð Starfsmaður Hafnarfjarðarhafnar skoðaði eftirlitsmyndavélakerfi hafnarinnar í gærmorgun og varð þá rauða bílsins var. Á myndböndum sást bíllinn koma að togaranum Polar Nanoq á milli sex og hálf sjö að morgni laugardags, um hálftíma eftir að slökkt var á síma Birnu Brjánsdóttur á Hafnarfjarðarsvæðinu. Heimildir Fréttablaðsins fullyrða að Birna sjáist ekki stíga um borð þegar bílinn ber að garði um morguninn. Skömmu síðar sé bílnum ekið aftur í burtu frá skipinu og sé á nokkru rápi fram og til baka fram yfir hádegi og þykja ferðir hans grunsamlegar. Seinni part dags fer bíllinn aftur frá höfninni og kemur ekki aftur en skipið heldur út skömmu síðar. Bíllinn er bílaleigubíll og var í útleigu óviðkomandi aðila þegar lögregla tók hann til rannsóknar upp úr hádegi í gær. Hafnarfjarðarhöfn hefur afhent lögreglu upptökur eftirlitsmyndavéla, úr tíu til tuttugu myndavélum sem eru á svæðinu. Myndavélar hafnarinnar beinast þó ekki að svæðinu þar sem Dr. Martens-skór Birnu fundust í um 300 metra fjarlægð frá þeim stað þar sem togarinn lá við bryggju.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Lögreglan skoðar tengsl grænlenskra sjómanna við hvarf Birnu Lögreglan fékk í morgun lista yfir skipverja á grænlenska skipinu Polar Nanoq vegna rannsóknar á hvarfi Birnu Brjánsdóttur. 17. janúar 2017 18:10 Skóparið er Birnu Lögreglan hefur staðfest að skóparið sem fannst við Óseyrarbraut í Hafnarfirði sé í eigu Birnu Brjánsdóttur, konunnar sem leitað er að. 17. janúar 2017 15:52 Ákváðu í skyndi að leita að Birnu og fundu skóna Tveir bræður héldu út til leitar að Birnu Brjánsdóttur í gærkvöldi og fundu skóna hennar. Þeir segjast báðir í áfalli og hafa verið andvaka síðan þeir fundu skóna. 17. janúar 2017 20:30 Til rannsóknar hvort skónum hafi verið komið fyrir Skórnir í sömu skóstærð og Birna Brjánsdóttir notar. 17. janúar 2017 10:47 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður
Forsvarsmenn Polar Seafood, fyrirtækisins sem á grænlenska togarann Polar Nanoq, tóku í gærkvöldi ákvörðun um að snúa skipinu við og sigla aftur til Íslands. Ástæðan er fjölmiðlaumfjöllun um togarann en fjölmiðlar á Íslandi greindu í gær frá því að skipverji væri grunaður um að hafa haft á leigu rauðan Kia Rio sem lögreglan hefur leitað logandi ljósi frá því á mánudag, vegna hvarfsins á Birnu Brjánsdóttur. Ekkert hefur spurst til Birnu síðan snemma á laugardagsmorgun. Jörgen Fossheim, forsvarsmaður Polar Seafood, segir það hafa verið einróma ákvörðun skipverja að snúa skipinu við til að hreinsa borðið, að hans sögn. Skipverjar séu hissa og ringlaðir vegna frétta frá Íslandi og ekki hafi verið haft samband við þá frá danska herskipinu Triton, sem fjölmiðlar hafa greint frá að sigli til móts við skipið.Mönnum á skipinu þyki undarlegt að þeim hafi ekki verið greint frá umfangsmiklum lögregluaðgerðum sem beinast að skipinu. Búist er við því að Polar Nanoq komi til Íslands um kvöldmatarleytið í kvöld. Staðfest hefur verið að íslensk lögregluyfirvöld hafi óskað aðstoðar danska herskipsins til að ná til Polar Nanoq. Mads Lynte, yfirmaður í grænlensku lögreglunni, sagði í gærkvöldi að íslensk lögregluyfirvöld hefðu enn ekki upplýst hann um rannsóknina á hvarfi Birnu.Ekkert til í háværum orðrómi Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem fer með rannsókn málsins, sagði í samtali við fréttastofu í gærkvöldi að enginn hefði verið handtekinn. Þá hefði enginn verið yfirheyrður með stöðu grunaðs manns. Hann vildi ekki tjá sig nánar um aðgerðir lögreglu þessa stundina. Í tvígang í gærkvöldi voru óeinkennisklæddir lögreglumenn sendir að Hvaleyrarvatni vegna háværs orðróms á samfélagsmiðlum. Ekkert fannst við leitina en Grímur staðfesti við Vísi að engin formleg tilkynning hefði borist lögreglu frá Hvaleyrarvatni.Frá bænarstund vegna hvarfs Birnu í Hallgrímskirkju í gærkvöldi. Bekkurinn var þéttsetinn.Vísir/Anton BrinkÞá stóðu vinkonur móður Birnu að bænarstund í Hallgrímskirkju í gærkvöldi þar sem bekkurinn var þéttsetinn.„Kirkjan var troðfull, þetta var mjög falleg stund og það var mikill samhugur í fólki“ segir Bjarni en í lok stundarinnar var kveikt á kertum. „Hugurinn er hjá Birnu og hjá fólkinu hennar“ sagði Bjarni Þór Bjarnason prestur í samtali við Vísi í gærkvöldi. Hann sem segir að mikil samstaða hafi einkennt kvöldið. „Við höldum bara áfram að biðja fyrir henni og fjölskyldu hennar.“Birna sést ekki stíga um borð Starfsmaður Hafnarfjarðarhafnar skoðaði eftirlitsmyndavélakerfi hafnarinnar í gærmorgun og varð þá rauða bílsins var. Á myndböndum sást bíllinn koma að togaranum Polar Nanoq á milli sex og hálf sjö að morgni laugardags, um hálftíma eftir að slökkt var á síma Birnu Brjánsdóttur á Hafnarfjarðarsvæðinu. Heimildir Fréttablaðsins fullyrða að Birna sjáist ekki stíga um borð þegar bílinn ber að garði um morguninn. Skömmu síðar sé bílnum ekið aftur í burtu frá skipinu og sé á nokkru rápi fram og til baka fram yfir hádegi og þykja ferðir hans grunsamlegar. Seinni part dags fer bíllinn aftur frá höfninni og kemur ekki aftur en skipið heldur út skömmu síðar. Bíllinn er bílaleigubíll og var í útleigu óviðkomandi aðila þegar lögregla tók hann til rannsóknar upp úr hádegi í gær. Hafnarfjarðarhöfn hefur afhent lögreglu upptökur eftirlitsmyndavéla, úr tíu til tuttugu myndavélum sem eru á svæðinu. Myndavélar hafnarinnar beinast þó ekki að svæðinu þar sem Dr. Martens-skór Birnu fundust í um 300 metra fjarlægð frá þeim stað þar sem togarinn lá við bryggju.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Lögreglan skoðar tengsl grænlenskra sjómanna við hvarf Birnu Lögreglan fékk í morgun lista yfir skipverja á grænlenska skipinu Polar Nanoq vegna rannsóknar á hvarfi Birnu Brjánsdóttur. 17. janúar 2017 18:10
Skóparið er Birnu Lögreglan hefur staðfest að skóparið sem fannst við Óseyrarbraut í Hafnarfirði sé í eigu Birnu Brjánsdóttur, konunnar sem leitað er að. 17. janúar 2017 15:52
Ákváðu í skyndi að leita að Birnu og fundu skóna Tveir bræður héldu út til leitar að Birnu Brjánsdóttur í gærkvöldi og fundu skóna hennar. Þeir segjast báðir í áfalli og hafa verið andvaka síðan þeir fundu skóna. 17. janúar 2017 20:30
Til rannsóknar hvort skónum hafi verið komið fyrir Skórnir í sömu skóstærð og Birna Brjánsdóttir notar. 17. janúar 2017 10:47