Leitin að Birnu: Framvinda í rannsókninni sem er á viðkvæmu stigi Oddur Ævar Gunnarsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 17. janúar 2017 19:10 Grímur Grímsson yfirmaður rannsóknar á hvarfi Birnu Brjánsdóttur. vísir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segir framvinda hafi orðið í rannsókninni en hún sé viðkvæmu stigi. Enginn sé hins vegar grunaður í málinu, enginn hefur verið yfirheyrður og ekki hefur verið lýst eftir neinum. Sömu aðferðum er beitt við rannsóknina og gert er í sakamálum. Þetta kom fram í viðtali við Grím kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Grímur segir að lögreglan hafi í dag unnið hefðbundin lögreglustörf og hafi unnið við öflun upplýsinga. Hún hafi fengið töluverðar upplýsingar úr myndavélakerfum. „Við höfum verið að raða saman þessum upplýsingum og það má segja að það hafi orðið framvinda í málinu en rannsóknin er á viðkvæmu stigi og get ekki tjáð mig um hvar hún er stödd,“ segir Grímur.Erfitt með að setja sakamálastimpil á málið Spurður um bílinn í Hlíðarsmára segir Grímur að fram hafi komið að lögreglan rannsaki marga, rauða Kia Rio-bíla og eru þeir rannsakaðir eftir ákveðinni forgangsröð. Bíllinn í dag gæti verið sá fyrsti af mörgum sem tekinn verður til skoðunar af lögreglu, en Grímur getur ekki staðfest að þetta sé sami bíll og sést á myndavélaupptökum á Laugarvegi. Þá getur hann heldur ekki staðfest að lögreglan sé að reyna að ná tali af grænlenskum sjómönnum af togaranum Polar Nanoq. „Ég get ekki staðfest að við séum að reyna að ná tali af grænlenskum sjómönnum eða yfirleitt af neinum. Það er enginn grunaður í þessu máli í augnablikinu, við höfum ekki yfirheyrt neinn eða lýst eftir neinum.“ Grímur segir að hann eigi erfitt með að setja sakmálastimpil á málið. Hins vegar sé það svo að það sé orðið mjög langt síðan að það spurðist til Birnu.Fólk fundið til að þessi unga kona sé horfin „Skórnir hennar fundust í gærkvöldi þannig að við erum hér eftir sem hingað til að beita öllum þeim aðferðum sem við notum við rannsókn sakamála, það er enginn munur hvað það varðar. Kannski er ég að snúa út úr þegar ég segi að þetta sé ekki sakamál en ég á bara erfitt með að setja þann stimpil á það,“ segir Grímur. Hvarf Birnu hefur vakið gríðarlega athygli og lögreglan hefur ítrekað biðlað til almennings eftir upplýsingum um ferðir Birnu og mögulegar vísbendingar. Aðspurður hvort að það hafi hjálpað eða torveldað rannsóknina að málið hafi verið rekið svo mikið fyrir almenningi segir Grímur: „Við höfðuðum til fólks að við fengjum upplýsingar. Fólk hefur líka fundið til að þessi unga kona sé horfin og það hefur verið erfitt að sinna fjölmiðlum, það tekur mikinn tíma frá rannsókninni en er engu að síður mikilvægt. Það hefur líka verið hagur í því að fólk hefur verið að leita og það er augljóst að benda á það að það voru tveir almennir borgarar sem fundu skóna hennar Birnu.“ Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Lögreglan skoðar tengsl grænlenskra sjómanna við hvarf Birnu Lögreglan fékk í morgun lista yfir skipverja á grænlenska skipinu Polar Nanoq vegna rannsóknar á hvarfi Birnu Brjánsdóttur. 17. janúar 2017 18:10 Leitin að Birnu: Skoða upptökur úr öryggismyndavélum fyrirtækja við Óseyrarbraut Skópar áþekkt því sem Birna Brjánsdóttir klæddist þegar hún hvarf sporlaust fannst við birgðastöð Atlantsolíu á tólfta tímanum í gærkvöldi. 17. janúar 2017 10:30 Lögregla hefur lagt hald á rauða Kia Rio bifreið Bíllinn var dreginn af bílastæði við Hlíðarsmára í Kópavogi. 17. janúar 2017 15:12 Mest lesið Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Fleiri fréttir Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Sjá meira
Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segir framvinda hafi orðið í rannsókninni en hún sé viðkvæmu stigi. Enginn sé hins vegar grunaður í málinu, enginn hefur verið yfirheyrður og ekki hefur verið lýst eftir neinum. Sömu aðferðum er beitt við rannsóknina og gert er í sakamálum. Þetta kom fram í viðtali við Grím kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Grímur segir að lögreglan hafi í dag unnið hefðbundin lögreglustörf og hafi unnið við öflun upplýsinga. Hún hafi fengið töluverðar upplýsingar úr myndavélakerfum. „Við höfum verið að raða saman þessum upplýsingum og það má segja að það hafi orðið framvinda í málinu en rannsóknin er á viðkvæmu stigi og get ekki tjáð mig um hvar hún er stödd,“ segir Grímur.Erfitt með að setja sakamálastimpil á málið Spurður um bílinn í Hlíðarsmára segir Grímur að fram hafi komið að lögreglan rannsaki marga, rauða Kia Rio-bíla og eru þeir rannsakaðir eftir ákveðinni forgangsröð. Bíllinn í dag gæti verið sá fyrsti af mörgum sem tekinn verður til skoðunar af lögreglu, en Grímur getur ekki staðfest að þetta sé sami bíll og sést á myndavélaupptökum á Laugarvegi. Þá getur hann heldur ekki staðfest að lögreglan sé að reyna að ná tali af grænlenskum sjómönnum af togaranum Polar Nanoq. „Ég get ekki staðfest að við séum að reyna að ná tali af grænlenskum sjómönnum eða yfirleitt af neinum. Það er enginn grunaður í þessu máli í augnablikinu, við höfum ekki yfirheyrt neinn eða lýst eftir neinum.“ Grímur segir að hann eigi erfitt með að setja sakmálastimpil á málið. Hins vegar sé það svo að það sé orðið mjög langt síðan að það spurðist til Birnu.Fólk fundið til að þessi unga kona sé horfin „Skórnir hennar fundust í gærkvöldi þannig að við erum hér eftir sem hingað til að beita öllum þeim aðferðum sem við notum við rannsókn sakamála, það er enginn munur hvað það varðar. Kannski er ég að snúa út úr þegar ég segi að þetta sé ekki sakamál en ég á bara erfitt með að setja þann stimpil á það,“ segir Grímur. Hvarf Birnu hefur vakið gríðarlega athygli og lögreglan hefur ítrekað biðlað til almennings eftir upplýsingum um ferðir Birnu og mögulegar vísbendingar. Aðspurður hvort að það hafi hjálpað eða torveldað rannsóknina að málið hafi verið rekið svo mikið fyrir almenningi segir Grímur: „Við höfðuðum til fólks að við fengjum upplýsingar. Fólk hefur líka fundið til að þessi unga kona sé horfin og það hefur verið erfitt að sinna fjölmiðlum, það tekur mikinn tíma frá rannsókninni en er engu að síður mikilvægt. Það hefur líka verið hagur í því að fólk hefur verið að leita og það er augljóst að benda á það að það voru tveir almennir borgarar sem fundu skóna hennar Birnu.“
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Lögreglan skoðar tengsl grænlenskra sjómanna við hvarf Birnu Lögreglan fékk í morgun lista yfir skipverja á grænlenska skipinu Polar Nanoq vegna rannsóknar á hvarfi Birnu Brjánsdóttur. 17. janúar 2017 18:10 Leitin að Birnu: Skoða upptökur úr öryggismyndavélum fyrirtækja við Óseyrarbraut Skópar áþekkt því sem Birna Brjánsdóttir klæddist þegar hún hvarf sporlaust fannst við birgðastöð Atlantsolíu á tólfta tímanum í gærkvöldi. 17. janúar 2017 10:30 Lögregla hefur lagt hald á rauða Kia Rio bifreið Bíllinn var dreginn af bílastæði við Hlíðarsmára í Kópavogi. 17. janúar 2017 15:12 Mest lesið Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Fleiri fréttir Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Sjá meira
Lögreglan skoðar tengsl grænlenskra sjómanna við hvarf Birnu Lögreglan fékk í morgun lista yfir skipverja á grænlenska skipinu Polar Nanoq vegna rannsóknar á hvarfi Birnu Brjánsdóttur. 17. janúar 2017 18:10
Leitin að Birnu: Skoða upptökur úr öryggismyndavélum fyrirtækja við Óseyrarbraut Skópar áþekkt því sem Birna Brjánsdóttir klæddist þegar hún hvarf sporlaust fannst við birgðastöð Atlantsolíu á tólfta tímanum í gærkvöldi. 17. janúar 2017 10:30
Lögregla hefur lagt hald á rauða Kia Rio bifreið Bíllinn var dreginn af bílastæði við Hlíðarsmára í Kópavogi. 17. janúar 2017 15:12