Erlent

Árásarmaðurinn frá því á nýársnótt í Istanbúl handtekinn

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Árásarmaðurinn sem réðst inn á skemmtistað og drap tugi manna hefur loksins verið handtekinn.
Árásarmaðurinn sem réðst inn á skemmtistað og drap tugi manna hefur loksins verið handtekinn. Vísir/AFP
Maðurinn, sem grunaður er um árás á skemmtistað í Istanbúl á nýársnótt, hefur verið handtekinn af tyrknesku lögreglunni. BBC greinir frá.

Í árásinni á nýársnótt réðst maðurinn inn á skemmtistaðinn Reina í miðborg Istanbúl og hóf skothríð á gesti staðarins með þeim afleiðingum að 39 manns létust og 69 manns særðust. Eftir árásina lét hann sig svo hverfa.

Tyrkneska lögreglan hefur síðan árásin átt sér stað lagt nótt við nýtan dag til þess að hafa hendur í hári árásarmannsins, en um er að ræða mann frá Úsbekistan sem ber nafnið Abdulkadir Masharipov.

Hryðjuverkasamtök sem kenna sig við Íslamska ríkið hafa áður sagt að þau hafi borið ábyrgð á árásinni. Árásarmaðurinn var handtekinn á heimili félaga síns í Istanbúl og hefur verið færður til yfirheyrslu.


Tengdar fréttir

Árásarmaðurinn hundeltur um alla Evrópu en finnst ekki

Tugir manna handteknir í Tyrklandi vegna skotárásarinnar á nýársnótt. Þar á meðal er fjölskylda meints árásarmanns, margir á barnsaldri. Allir sagðir tengjast Íslamska ríkinu. Árásarmaðurinn barðist í Sýrlandi.

Árásarmannsins leitað og átta teknir höndum

Hátt í fimm hundruð manns hafa fallið í árásum í Tyrklandi undanfarin tvö ár. Átta manns voru handteknir í gær í tengslum við skotárásina í næturklúbbi í Istanbúl á nýársnótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×