Móðir Birnu: „Það er svolítið skýrt að hún er í hættu“ Birgir Olgeirsson skrifar 16. janúar 2017 20:22 „Við gætum ímyndað okkur að hún hafi jafnvel farið með einhverjum erlendum af því hún hafði mikinn áhuga á að tala við fólk alls staðar að úr í heiminum,“ sagði Sigurlaug Hreinsdóttir, móðir Birnu Brjánsdóttur, við fjölmiðla eftir blaðamannafund lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á sjötta tímanum í dag. Hún sagði Birnu hafa nýlega skráð sig aftur inn á stefnumótamiðilinn Tinder. „Og Tinder virkar þannig að þú talar við einhvern og ætlar að hitta hann kannski bara eftir hálftíma. Það er eitthvað sem við höfum verið að hugsa,“ sagði Sigurlaug. Sigurlaug sagði Birnu hafa kynnst ferðamönnum í fyrra sumar í gegnum Tinder. „En ekki til að vera með þeim heldur meira til að eignast vini og tengsl. Hún fór einu sinni eða tvisvar Gullna hringinn með einhverjum sem hún hafði kynnst.“ Hún sagði lögreglu reyna að nálgast lykilorð inn á Tinder-reikning Birnu til að skoða samskipti hennar þar. Í samtali við Vísi fyrr í dag sagði Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, lögregluna vera í samskiptum við samfélagsmiðla vegna mannshvarfa og þeir hafi verið nokkuð samvinnuþýða. Búist er við að lögreglan muni fá aðgang að þeim samfélagsmiðlum sem Birna stundaði en það gæti tekið nokkra daga. Lögreglan fékk aðgang að Facebook-i Birnu með leyfi frá fjölskyldu hennar. Sigurlaug sagðist hafa orðið fyrir vonbrigðum að ekki hafi verið leitað að Birnu síðastliðna nótt. „Það er svolítið skýrt að hún er í hættu. Hún er ekki að velja þetta sjálf að hverfa. Af því þetta er þannig stelpa. Hún er ekki á flótta undan einhverju og hefur ekki verið í efnum. Það er einhvers staðar verið að halda henni. Hún er ekki sjálfviljug einhvers staðar.“ Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Lögreglan birtir myndband af Birnu í miðbæ Reykjavíkur Lögreglan hefur nú birt myndband af Birnu Brjánsdóttur þar sem hún sést á ferð um í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardags. 16. janúar 2017 18:52 Blaðamannafundur lögreglu: Birna virtist hress á Húrra og skemmta sér vel Málið talið óvenjulegt því engar vísbendingar liggja fyrir Birna sýndi engin merki um depurð fyrir hvarfið. 16. janúar 2017 18:25 Vinkonur Birnu: Yndisleg vinkona og hefur ekki einu sinni reykt gras María Bjarnadóttir og Matthildur Soffía Jónsdóttir segja að Birna Brjánsdóttir hafi aldrei verið í neinu rugli og hafi verið einstök vinkona. Önnur þeirra var með henni nóttina sem hún hvarf. 16. janúar 2017 19:47 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira
„Við gætum ímyndað okkur að hún hafi jafnvel farið með einhverjum erlendum af því hún hafði mikinn áhuga á að tala við fólk alls staðar að úr í heiminum,“ sagði Sigurlaug Hreinsdóttir, móðir Birnu Brjánsdóttur, við fjölmiðla eftir blaðamannafund lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á sjötta tímanum í dag. Hún sagði Birnu hafa nýlega skráð sig aftur inn á stefnumótamiðilinn Tinder. „Og Tinder virkar þannig að þú talar við einhvern og ætlar að hitta hann kannski bara eftir hálftíma. Það er eitthvað sem við höfum verið að hugsa,“ sagði Sigurlaug. Sigurlaug sagði Birnu hafa kynnst ferðamönnum í fyrra sumar í gegnum Tinder. „En ekki til að vera með þeim heldur meira til að eignast vini og tengsl. Hún fór einu sinni eða tvisvar Gullna hringinn með einhverjum sem hún hafði kynnst.“ Hún sagði lögreglu reyna að nálgast lykilorð inn á Tinder-reikning Birnu til að skoða samskipti hennar þar. Í samtali við Vísi fyrr í dag sagði Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, lögregluna vera í samskiptum við samfélagsmiðla vegna mannshvarfa og þeir hafi verið nokkuð samvinnuþýða. Búist er við að lögreglan muni fá aðgang að þeim samfélagsmiðlum sem Birna stundaði en það gæti tekið nokkra daga. Lögreglan fékk aðgang að Facebook-i Birnu með leyfi frá fjölskyldu hennar. Sigurlaug sagðist hafa orðið fyrir vonbrigðum að ekki hafi verið leitað að Birnu síðastliðna nótt. „Það er svolítið skýrt að hún er í hættu. Hún er ekki að velja þetta sjálf að hverfa. Af því þetta er þannig stelpa. Hún er ekki á flótta undan einhverju og hefur ekki verið í efnum. Það er einhvers staðar verið að halda henni. Hún er ekki sjálfviljug einhvers staðar.“
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Lögreglan birtir myndband af Birnu í miðbæ Reykjavíkur Lögreglan hefur nú birt myndband af Birnu Brjánsdóttur þar sem hún sést á ferð um í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardags. 16. janúar 2017 18:52 Blaðamannafundur lögreglu: Birna virtist hress á Húrra og skemmta sér vel Málið talið óvenjulegt því engar vísbendingar liggja fyrir Birna sýndi engin merki um depurð fyrir hvarfið. 16. janúar 2017 18:25 Vinkonur Birnu: Yndisleg vinkona og hefur ekki einu sinni reykt gras María Bjarnadóttir og Matthildur Soffía Jónsdóttir segja að Birna Brjánsdóttir hafi aldrei verið í neinu rugli og hafi verið einstök vinkona. Önnur þeirra var með henni nóttina sem hún hvarf. 16. janúar 2017 19:47 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira
Lögreglan birtir myndband af Birnu í miðbæ Reykjavíkur Lögreglan hefur nú birt myndband af Birnu Brjánsdóttur þar sem hún sést á ferð um í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardags. 16. janúar 2017 18:52
Blaðamannafundur lögreglu: Birna virtist hress á Húrra og skemmta sér vel Málið talið óvenjulegt því engar vísbendingar liggja fyrir Birna sýndi engin merki um depurð fyrir hvarfið. 16. janúar 2017 18:25
Vinkonur Birnu: Yndisleg vinkona og hefur ekki einu sinni reykt gras María Bjarnadóttir og Matthildur Soffía Jónsdóttir segja að Birna Brjánsdóttir hafi aldrei verið í neinu rugli og hafi verið einstök vinkona. Önnur þeirra var með henni nóttina sem hún hvarf. 16. janúar 2017 19:47