Blaðamannafundur lögreglu: Birna virtist hress á Húrra og skemmta sér vel Birgir Olgeirsson skrifar 16. janúar 2017 18:25 Ástand Birnu Brjánsdóttur á skemmtistaðnum Húrra aðfaranótt síðastliðins laugardags var þannig að sögn lögreglu að þar var hress stelpa að skemmta sér. Þetta leiddi skoðun á upptökum úr eftirlitsmyndavélakerfi Húrra í ljós. Talið er að hún hafi verið undir áhrifum áfengis en ekki vímuefna. Á blaðamannafundi lögreglunnar á sjötta tímanum í dag kom fram að tólf manns hafi verið yfirheyrðir vegna málsins en Birnu hefur verið saknað síðan á aðfaranótt laugardags. Seinast er vitað um ferðir hennar í miðbæ Reykjavíkur þar sem hún sést á eftirlitsmyndavélum ganga ein síns liðs austur Austurstræti, Bankastræti og Laugaveg. Birna hverfur svo úr myndavélunum við Laugaveg 31.Í spilaranum hér að ofan má sjá blaðamannafundinn í heild sinni en hér að neðan má lesa um allt það helsta sem lögregla greindi frá.Þrír möguleikar líklegir Lögreglan telur þrjá möguleika líklegasta í stöðunni miðað við þær upplýsingar sem sjá má úr eftirlitsmyndavélum á sjötta tímanum um nóttina. Hún hafi farið af Laugavegi niður Vatnsstíg, farið á bak við hús við Laugaveg eða þá að hún hafi farið upp í rauðan Kia Rio-bíl sem ekið var niður Laugaveginn á svipuðum tíma.Númeraplata ekki sjáanleg Lögreglan hefur ekki náð að að sjá númeraplötu á Kia Rio-bílnum vegna þess hve óskýr upptakan er sem bíllinn sést á.Íbúar leiti í skúmaskotum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu biðlar til íbúa í miðborg Reykjavíkur að leita í skúmaskotum og kjöllurum eftir vísbendingum um það hvort Birna hafi verið þar.Ekki elt frá Húrra og upp Laugaveg Ekkert bendir til þess að hún hafi verið elt frá Húrra og upp Laugaveg. Lögreglan gat ekki séð þá á upptökum úr eftirlitsmyndavélum.Leitin beinist að Hafnarfirði Eftir stefnugreiningu lögreglunnar á símsendum sem námu merki úr síma Birnu var ákveðið að leit lögreglunnar muni beinast að nágrenni Hafnarfjarðar.Rannsakað sem mannshvarf Málið er rannsakað sem mannshvarf því ekkert bendir til þess að refsiverð háttsemi hafi átt sér stað. Lögð var áhersla á að rúmir 60 klukkutímar eru síðan hún sást síðast.Slökkt á síma Birnu af mannavöldum Lögregla telur að slökkt hafi verið á síma Birnu Brjánsdóttur af mannavöldum. Hann hafi ekki orðið rafmagnslaus. Sími Birnu tengdist símamastrinu á gömlu slökkvistöðinni í Hafnarfirði klukkan 05:50 aðfaranótt laugardags. Síðan hefur ekki verið kveikt á símanum.Síminn fór hratt á milli senda Talið er líklegast að sími Birnu hafi síðast verið í bíl áður en slökkt er á honum því hann fór það hratt á milli símsenda.Fá upplýsingar ef kveikt verður á símanum Síminn sem hún á er iPhone en slökkt er á forritinu Find My iPhone og því ekki hægt að rekja símann þannig. Ef það verður kveikt á símanum fær lögreglan strax upplýsingar um það.Skoða samfélagsmiðla Lögreglan fékk að skoða Facebook-aðgang Birnu með leyfi fjölskyldu hennar en hefur enn ekki komist inn á aðra samfélagsmiðla sem Birna stundaði, til að mynda Tinder, Snapchat eða Instagram. Unnið er að því að fá aðgang að þeim miðlum hennar.Ekki líklegt að hún sé farin af landi Talið er ólíklegt að hún hafi farið af landi brott því vegabréfið hennar er heima. Lögreglan tók þó framað það sé lítið mál að komast úr landi án þess. Lögreglan hefur hins vegar skoðað upptökur úr eftirlitsmyndavélakerfi flugstöðvar Leifs Eiríkssonar.Engin merki um depurð Á blaðamannafundinum var spurt hvort Birnu hefði liðið illa dagana fyrir hvarfið en eftir samtöl lögreglu við fjölskyldu og vini kom í ljós að Birna hefði mjög svartan húmor. Grímur Grímsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sagði Birnu hafa verið í góðu ástandi dagana fyrir hvarfið og þess vegna væri skrýtið að hún væri horfin því það voru engin merki um depurð.Óvenjulegt því engar vísbendingar liggja fyrir Lögreglan sagði málið óvenjulegt að því leytinu til að engar vísbendingar væru um ferðir Birnu eða hvar hún væri mögulega niður komin.Hafa áhuga á að tala við fólk sem sést á upptökumLögreglan hefur áhuga á að tala við nokkra aðila sem sjást á upptökum úr eftirlitsmyndavélum á leið Birnu frá Húrra og upp Laugaveg.Bað alla um að grafa djúpt í huga sér Grímur bað alla um að grafa djúpt í huga sér hvort þeir hefðu einhverjar upplýsingar um Birnu. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Leitað við Flatahraun: Öðruvísi aðferðum beitt en í miðbæ Reykjavíkur Björgunarsveitarmenn eru nú byrjaðir að leita í Hafnarfirði vegna hvarfs Birnu Brjánsdóttur en ekkert hefur spurst til hennar síðan á aðfaranótt laugardags. 16. janúar 2017 15:33 Einhver slökkti á síma Birnu um nóttina Síminn varð ekki batteríslaus heldur var slökkt á honum. 16. janúar 2017 17:28 Leitin að Birnu: Ökumanns rauðs fólksbíls leitað Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar enn Birnu Brjánsdóttur, tvítugrar konu sem lýst var eftir í fjölmiðlum um helgina. 16. janúar 2017 08:05 Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sjá meira
Ástand Birnu Brjánsdóttur á skemmtistaðnum Húrra aðfaranótt síðastliðins laugardags var þannig að sögn lögreglu að þar var hress stelpa að skemmta sér. Þetta leiddi skoðun á upptökum úr eftirlitsmyndavélakerfi Húrra í ljós. Talið er að hún hafi verið undir áhrifum áfengis en ekki vímuefna. Á blaðamannafundi lögreglunnar á sjötta tímanum í dag kom fram að tólf manns hafi verið yfirheyrðir vegna málsins en Birnu hefur verið saknað síðan á aðfaranótt laugardags. Seinast er vitað um ferðir hennar í miðbæ Reykjavíkur þar sem hún sést á eftirlitsmyndavélum ganga ein síns liðs austur Austurstræti, Bankastræti og Laugaveg. Birna hverfur svo úr myndavélunum við Laugaveg 31.Í spilaranum hér að ofan má sjá blaðamannafundinn í heild sinni en hér að neðan má lesa um allt það helsta sem lögregla greindi frá.Þrír möguleikar líklegir Lögreglan telur þrjá möguleika líklegasta í stöðunni miðað við þær upplýsingar sem sjá má úr eftirlitsmyndavélum á sjötta tímanum um nóttina. Hún hafi farið af Laugavegi niður Vatnsstíg, farið á bak við hús við Laugaveg eða þá að hún hafi farið upp í rauðan Kia Rio-bíl sem ekið var niður Laugaveginn á svipuðum tíma.Númeraplata ekki sjáanleg Lögreglan hefur ekki náð að að sjá númeraplötu á Kia Rio-bílnum vegna þess hve óskýr upptakan er sem bíllinn sést á.Íbúar leiti í skúmaskotum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu biðlar til íbúa í miðborg Reykjavíkur að leita í skúmaskotum og kjöllurum eftir vísbendingum um það hvort Birna hafi verið þar.Ekki elt frá Húrra og upp Laugaveg Ekkert bendir til þess að hún hafi verið elt frá Húrra og upp Laugaveg. Lögreglan gat ekki séð þá á upptökum úr eftirlitsmyndavélum.Leitin beinist að Hafnarfirði Eftir stefnugreiningu lögreglunnar á símsendum sem námu merki úr síma Birnu var ákveðið að leit lögreglunnar muni beinast að nágrenni Hafnarfjarðar.Rannsakað sem mannshvarf Málið er rannsakað sem mannshvarf því ekkert bendir til þess að refsiverð háttsemi hafi átt sér stað. Lögð var áhersla á að rúmir 60 klukkutímar eru síðan hún sást síðast.Slökkt á síma Birnu af mannavöldum Lögregla telur að slökkt hafi verið á síma Birnu Brjánsdóttur af mannavöldum. Hann hafi ekki orðið rafmagnslaus. Sími Birnu tengdist símamastrinu á gömlu slökkvistöðinni í Hafnarfirði klukkan 05:50 aðfaranótt laugardags. Síðan hefur ekki verið kveikt á símanum.Síminn fór hratt á milli senda Talið er líklegast að sími Birnu hafi síðast verið í bíl áður en slökkt er á honum því hann fór það hratt á milli símsenda.Fá upplýsingar ef kveikt verður á símanum Síminn sem hún á er iPhone en slökkt er á forritinu Find My iPhone og því ekki hægt að rekja símann þannig. Ef það verður kveikt á símanum fær lögreglan strax upplýsingar um það.Skoða samfélagsmiðla Lögreglan fékk að skoða Facebook-aðgang Birnu með leyfi fjölskyldu hennar en hefur enn ekki komist inn á aðra samfélagsmiðla sem Birna stundaði, til að mynda Tinder, Snapchat eða Instagram. Unnið er að því að fá aðgang að þeim miðlum hennar.Ekki líklegt að hún sé farin af landi Talið er ólíklegt að hún hafi farið af landi brott því vegabréfið hennar er heima. Lögreglan tók þó framað það sé lítið mál að komast úr landi án þess. Lögreglan hefur hins vegar skoðað upptökur úr eftirlitsmyndavélakerfi flugstöðvar Leifs Eiríkssonar.Engin merki um depurð Á blaðamannafundinum var spurt hvort Birnu hefði liðið illa dagana fyrir hvarfið en eftir samtöl lögreglu við fjölskyldu og vini kom í ljós að Birna hefði mjög svartan húmor. Grímur Grímsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sagði Birnu hafa verið í góðu ástandi dagana fyrir hvarfið og þess vegna væri skrýtið að hún væri horfin því það voru engin merki um depurð.Óvenjulegt því engar vísbendingar liggja fyrir Lögreglan sagði málið óvenjulegt að því leytinu til að engar vísbendingar væru um ferðir Birnu eða hvar hún væri mögulega niður komin.Hafa áhuga á að tala við fólk sem sést á upptökumLögreglan hefur áhuga á að tala við nokkra aðila sem sjást á upptökum úr eftirlitsmyndavélum á leið Birnu frá Húrra og upp Laugaveg.Bað alla um að grafa djúpt í huga sér Grímur bað alla um að grafa djúpt í huga sér hvort þeir hefðu einhverjar upplýsingar um Birnu.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Leitað við Flatahraun: Öðruvísi aðferðum beitt en í miðbæ Reykjavíkur Björgunarsveitarmenn eru nú byrjaðir að leita í Hafnarfirði vegna hvarfs Birnu Brjánsdóttur en ekkert hefur spurst til hennar síðan á aðfaranótt laugardags. 16. janúar 2017 15:33 Einhver slökkti á síma Birnu um nóttina Síminn varð ekki batteríslaus heldur var slökkt á honum. 16. janúar 2017 17:28 Leitin að Birnu: Ökumanns rauðs fólksbíls leitað Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar enn Birnu Brjánsdóttur, tvítugrar konu sem lýst var eftir í fjölmiðlum um helgina. 16. janúar 2017 08:05 Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sjá meira
Leitað við Flatahraun: Öðruvísi aðferðum beitt en í miðbæ Reykjavíkur Björgunarsveitarmenn eru nú byrjaðir að leita í Hafnarfirði vegna hvarfs Birnu Brjánsdóttur en ekkert hefur spurst til hennar síðan á aðfaranótt laugardags. 16. janúar 2017 15:33
Einhver slökkti á síma Birnu um nóttina Síminn varð ekki batteríslaus heldur var slökkt á honum. 16. janúar 2017 17:28
Leitin að Birnu: Ökumanns rauðs fólksbíls leitað Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar enn Birnu Brjánsdóttur, tvítugrar konu sem lýst var eftir í fjölmiðlum um helgina. 16. janúar 2017 08:05