Hvarf Birnu ekki rannsakað sem saknæmt að svo stöddu sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 16. janúar 2017 14:09 Á fjórða tug sérhæfðra björgunarsveitarmanna leita nú að Birnu Brjánsdóttur í miðbæ Reykjavíkur. Leitarsvæðið nær frá þeim punkti þar sem síðast sást til Birnu á eftirlitsmyndavélum. vísir/eyþór Gengið verður út frá því að um sé að ræða mannshvarf í tilfelli Birnu Brjánsdóttur og málið því ekki rannsakað sem saknæmt á þessum tímapunkti, segir Grímur Grímsson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Fjölmargar ábendingar hafa borist lögreglunni en engin þeirra hefur skilað neinu. „Ég vil halda því fram að við séum enn að rannsaka mannshvarf án þess að það blasi við að um sé að ræða refsiverða háttsemi í því sambandi,“ segir Grímur, aðspurður hvort málið sé rannsakað sem saknæmt.Útgangspunktur leitarinnar sérhæfðra björgunarsveitarmanna er Laugavegur 31 þar sem síðast sást til Birnu á eftirlitsmyndavélum.vísir/loftmyndirBeðið eftir upptökum og upplýsingum frá bílaleigum Grímur segir að unnið sé að því að afla ganga í málinu. Beðið sé eftir frekari upplýsingum og upptökum úr öryggismyndavélum og að reynt sé að hafa uppi á fleiri myndavélum í nágrenninu. Þá segir hann að ökumaðurinn á rauða Kia Rio bílnum sem lögreglan óskaði eftir að ná tali af í morgun hafi enn ekki gefið sig fram. Nú sé gagna beðið frá bílaleigum og í kjölfarið verði unnið út frá þeim. Skipulögð leit að Birnu stendur nú yfir í miðbænum. Þorsteinn G. Gunnarsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að leitað verði á meðan bjart er en að frekari ákvarðanir hafi ekki verið teknar að svo stöddu. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni hefur þyrla gæslunnar ekki verið kölluð út til leitar.Leitað í 300 metra radíus Á fjórða tug sérhæfðra björgunarsveitarmanna leita nú að Birnu Brjánsdóttur í miðbæ Reykjavíkur. Leitarsvæðið nær frá þeim punkti þar sem síðast sást til Birnu á eftirlitsmyndavélum ganga ein síns liðs austur Austurstræti, Bankastræti og að húsi til móts við Laugaveg 31. Leitar björgunarfólk í 300 metra radíus út frá þeim punkti. Að neðan má sjá svipmyndir frá leit björgunarsveitarfólksins í miðbæ Reykjavíkur. Rætt er við björgunarsveitarmanninn Stefán Baldur Árnason.Síðast var vitað um ferðir Birnu um klukkan 25 mínútur yfir fimm aðfaranótt laugardags. Þá hafði hún, samkvæmt upptökum úr eftirlitsmyndavélum, gengið ein austur Austurstræti, upp Bankastræti og Laugaveg, en á móts við hús númer 31 hverfur hún sjónum. Málið er í algjörum forgangi hjá lögreglu og um klukkan ellefu í gærkvöldi voru björgunarsveitarmenn með sporhunda kallaðir út til að taka þátt í leitinni með lögreglu, ættingjum og vinum Birnu. Þá er vitað að sími hennar var notaður undir morgun í Hafnarfirði og er nokkurn veginn vitað á hvaða svæði það var. Unnið er úr öllum vísbendingum að sögn lögreglu. Birna er 170 cm á hæð, 70 kíló með sítt rauðleitt hár. Hún var klædd í svartar gallabuxur, gráa peysu, svartan flísjakka með hettu og í svörtum skóm þegar hún sást síðast. Þeir sem telja sig vita eitthvað um ferðir Birnu eru beðnir um að láta vita í síma 444-1000. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Sporhundurinn Perla leitaði við Húrra og í Flatahrauni Farið var með sporhundinn Perlu að skemmtistaðnum Húrra í miðbæ í Reykjavíkur í gær og að Flatahrauni í Hafnarfirði til að leita að Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið síðan á aðfaranótt laugardags. 16. janúar 2017 10:30 Sérhæft björgunarsveitarfólk kallað út til að leita að Birnu Sérhæft björgunarsveitarfólk hefur verið kallað út til að leita að Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið frá því á sjötta tímanum aðfaranótt laugardags. 16. janúar 2017 11:24 Ökumaður rauða bílsins enn ekki gefið sig fram Lögregla reynir að fylgja öllum vísbendingum. 16. janúar 2017 11:36 Óskað eftir aðstoð sporhunda við leitina að Birnu Lögregla er engu nær um hvar Birna Brjánsdóttir er niðurkomin. 16. janúar 2017 00:33 Árangurslaus leit að Birnu: Hún er alltaf „online“ Ekkert hefur spurst til Birnu Brjánsdóttur síðan aðfaranótt laugardagsins. Leit vina og vandamanna í gær skilaði ekki árangri. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu skoðaði upptökur úr eftirlitsmyndavélum og símagögn nær sleitulaust í gær. 16. janúar 2017 07:00 Leitað í 300 metra radíus: „Allt opnað sem hægt er að opna“ Á fjórða tug sérhæfðra björgunarsveitarmanna leita nú að Birnu Brjánsdóttur í miðbæ Reykjavíkur. 16. janúar 2017 12:52 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Fleiri fréttir 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Sjá meira
Gengið verður út frá því að um sé að ræða mannshvarf í tilfelli Birnu Brjánsdóttur og málið því ekki rannsakað sem saknæmt á þessum tímapunkti, segir Grímur Grímsson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Fjölmargar ábendingar hafa borist lögreglunni en engin þeirra hefur skilað neinu. „Ég vil halda því fram að við séum enn að rannsaka mannshvarf án þess að það blasi við að um sé að ræða refsiverða háttsemi í því sambandi,“ segir Grímur, aðspurður hvort málið sé rannsakað sem saknæmt.Útgangspunktur leitarinnar sérhæfðra björgunarsveitarmanna er Laugavegur 31 þar sem síðast sást til Birnu á eftirlitsmyndavélum.vísir/loftmyndirBeðið eftir upptökum og upplýsingum frá bílaleigum Grímur segir að unnið sé að því að afla ganga í málinu. Beðið sé eftir frekari upplýsingum og upptökum úr öryggismyndavélum og að reynt sé að hafa uppi á fleiri myndavélum í nágrenninu. Þá segir hann að ökumaðurinn á rauða Kia Rio bílnum sem lögreglan óskaði eftir að ná tali af í morgun hafi enn ekki gefið sig fram. Nú sé gagna beðið frá bílaleigum og í kjölfarið verði unnið út frá þeim. Skipulögð leit að Birnu stendur nú yfir í miðbænum. Þorsteinn G. Gunnarsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að leitað verði á meðan bjart er en að frekari ákvarðanir hafi ekki verið teknar að svo stöddu. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni hefur þyrla gæslunnar ekki verið kölluð út til leitar.Leitað í 300 metra radíus Á fjórða tug sérhæfðra björgunarsveitarmanna leita nú að Birnu Brjánsdóttur í miðbæ Reykjavíkur. Leitarsvæðið nær frá þeim punkti þar sem síðast sást til Birnu á eftirlitsmyndavélum ganga ein síns liðs austur Austurstræti, Bankastræti og að húsi til móts við Laugaveg 31. Leitar björgunarfólk í 300 metra radíus út frá þeim punkti. Að neðan má sjá svipmyndir frá leit björgunarsveitarfólksins í miðbæ Reykjavíkur. Rætt er við björgunarsveitarmanninn Stefán Baldur Árnason.Síðast var vitað um ferðir Birnu um klukkan 25 mínútur yfir fimm aðfaranótt laugardags. Þá hafði hún, samkvæmt upptökum úr eftirlitsmyndavélum, gengið ein austur Austurstræti, upp Bankastræti og Laugaveg, en á móts við hús númer 31 hverfur hún sjónum. Málið er í algjörum forgangi hjá lögreglu og um klukkan ellefu í gærkvöldi voru björgunarsveitarmenn með sporhunda kallaðir út til að taka þátt í leitinni með lögreglu, ættingjum og vinum Birnu. Þá er vitað að sími hennar var notaður undir morgun í Hafnarfirði og er nokkurn veginn vitað á hvaða svæði það var. Unnið er úr öllum vísbendingum að sögn lögreglu. Birna er 170 cm á hæð, 70 kíló með sítt rauðleitt hár. Hún var klædd í svartar gallabuxur, gráa peysu, svartan flísjakka með hettu og í svörtum skóm þegar hún sást síðast. Þeir sem telja sig vita eitthvað um ferðir Birnu eru beðnir um að láta vita í síma 444-1000.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Sporhundurinn Perla leitaði við Húrra og í Flatahrauni Farið var með sporhundinn Perlu að skemmtistaðnum Húrra í miðbæ í Reykjavíkur í gær og að Flatahrauni í Hafnarfirði til að leita að Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið síðan á aðfaranótt laugardags. 16. janúar 2017 10:30 Sérhæft björgunarsveitarfólk kallað út til að leita að Birnu Sérhæft björgunarsveitarfólk hefur verið kallað út til að leita að Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið frá því á sjötta tímanum aðfaranótt laugardags. 16. janúar 2017 11:24 Ökumaður rauða bílsins enn ekki gefið sig fram Lögregla reynir að fylgja öllum vísbendingum. 16. janúar 2017 11:36 Óskað eftir aðstoð sporhunda við leitina að Birnu Lögregla er engu nær um hvar Birna Brjánsdóttir er niðurkomin. 16. janúar 2017 00:33 Árangurslaus leit að Birnu: Hún er alltaf „online“ Ekkert hefur spurst til Birnu Brjánsdóttur síðan aðfaranótt laugardagsins. Leit vina og vandamanna í gær skilaði ekki árangri. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu skoðaði upptökur úr eftirlitsmyndavélum og símagögn nær sleitulaust í gær. 16. janúar 2017 07:00 Leitað í 300 metra radíus: „Allt opnað sem hægt er að opna“ Á fjórða tug sérhæfðra björgunarsveitarmanna leita nú að Birnu Brjánsdóttur í miðbæ Reykjavíkur. 16. janúar 2017 12:52 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Fleiri fréttir 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Sjá meira
Sporhundurinn Perla leitaði við Húrra og í Flatahrauni Farið var með sporhundinn Perlu að skemmtistaðnum Húrra í miðbæ í Reykjavíkur í gær og að Flatahrauni í Hafnarfirði til að leita að Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið síðan á aðfaranótt laugardags. 16. janúar 2017 10:30
Sérhæft björgunarsveitarfólk kallað út til að leita að Birnu Sérhæft björgunarsveitarfólk hefur verið kallað út til að leita að Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið frá því á sjötta tímanum aðfaranótt laugardags. 16. janúar 2017 11:24
Ökumaður rauða bílsins enn ekki gefið sig fram Lögregla reynir að fylgja öllum vísbendingum. 16. janúar 2017 11:36
Óskað eftir aðstoð sporhunda við leitina að Birnu Lögregla er engu nær um hvar Birna Brjánsdóttir er niðurkomin. 16. janúar 2017 00:33
Árangurslaus leit að Birnu: Hún er alltaf „online“ Ekkert hefur spurst til Birnu Brjánsdóttur síðan aðfaranótt laugardagsins. Leit vina og vandamanna í gær skilaði ekki árangri. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu skoðaði upptökur úr eftirlitsmyndavélum og símagögn nær sleitulaust í gær. 16. janúar 2017 07:00
Leitað í 300 metra radíus: „Allt opnað sem hægt er að opna“ Á fjórða tug sérhæfðra björgunarsveitarmanna leita nú að Birnu Brjánsdóttur í miðbæ Reykjavíkur. 16. janúar 2017 12:52