Sporhundurinn Perla leitaði við Húrra og í Flatahrauni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. janúar 2017 10:30 Á kortinu má sjá það sem vitað er um ferðir Birnu Brjánsdóttur. vísir/loftmyndir Farið var með sporhundinn Perlu að skemmtistaðnum Húrra í miðbæ í Reykjavíkur í gær og að Flatahrauni í Hafnarfirði til að leita að Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið síðan á sjötta tímanum aðfaranótt laugardags. Í nótt fundaði lögreglan með foreldrum Birnu þar sem farið var yfir stöðuna varðandi leitina, samkvæmt upplýsingum frá móður Birnu.Sporhundurinn Perla er sú eina sinnar tegundar á landinu og fór í tæpa 200 km af spori á síðasta ári og í 32 útköll.Vísir/VilhelmSamkvæmt upplýsingum frá Þorsteini G. Gunnarssyni, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, hefur ekki verið óskað eftir aðstoð björgunarsveitanna að öðru leyti en því að nokkrir björgunarsveitarmenn voru úti með hundinum í gær. Gríðarlegur fjöldi fólks hefur tekið þátt í að leita að Birnu og hefur verið stofnuð sérstök Facebook-síða til að halda utan leitina. Síðast er vitað um ferðir Birnu við Laugaveg 31 klukkan 05:25 aðfaranótt laugardags. Þá sendi síminn hennar frá sér merki um hálftíma síðar við Flatahraun í Hafnarfirði. Inni á Facebook-síðunni hefur verið sett upp kort þar sem sést hvar leitað hefur verið að Birnu.Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir ökumanni þessa bíls.Lýsa eftir ökumanni rauðs Kia Rio Í morgun lýsti lögreglan eftir ökumanni rauðs fólksbíls, sennilega af gerðinni Kia Rio, sem ekið var vestur Laugaveg á móts við hús númer 31. Birna hafði verið á skemmtistaðnum Húrra við Tryggvagötu. Hún sést svo í eftirlitsmyndavélum ganga ein ein síns liðs austur Austurstræti, Bankastræti og Laugaveg að húsi númer 31. Þar hverfur hún sjónum um klukkan 05:25. Birna er 170 sentimetrar á hæð, með sítt ljósrautt hár, klippt með topp fram á ennið. Hún var klædd í svartar gallabuxur, gráa peysu og svartan flísjakka með hettu. Þá var hún í svörtum uppreimuðum Dr. Martens skóm.Móðir Birnu, Sigurlaug Hreinsdóttir, var í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Biðlaði hún til þeirra, sem mögulega héldu henni í gíslingu, að skila henni. Viðtalið má sjá hér að neðan.Lögreglan biður alla þá sem veitt geta upplýsingar um ferðir Birnu og hvar hún er niðurkomin að hafa samband við lögreglu í síma 444 1109. Auk þess biður lögreglan ökumann rauða Kia-bílsins að hafa samband auk allar annarra sem voru á ferðinni á þessum slóðum um klukkan 05:25 aðfaranótt laugardags. Hér að neðan má sjá myndbönd af Birnu sem faðir hennar deildi á Facebook-síðu sinni í von um að það hjálpi til við leitina. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Leitin að Birnu: Ökumanns rauðs fólksbíls leitað Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar enn Birnu Brjánsdóttur, tvítugrar konu sem lýst var eftir í fjölmiðlum um helgina. 16. janúar 2017 08:05 Óskað eftir aðstoð sporhunda við leitina að Birnu Lögregla er engu nær um hvar Birna Brjánsdóttir er niðurkomin. 16. janúar 2017 00:33 Árangurslaus leit að Birnu: Hún er alltaf „online“ Ekkert hefur spurst til Birnu Brjánsdóttur síðan aðfaranótt laugardagsins. Leit vina og vandamanna í gær skilaði ekki árangri. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu skoðaði upptökur úr eftirlitsmyndavélum og símagögn nær sleitulaust í gær. 16. janúar 2017 07:00 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Fleiri fréttir Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Sjá meira
Farið var með sporhundinn Perlu að skemmtistaðnum Húrra í miðbæ í Reykjavíkur í gær og að Flatahrauni í Hafnarfirði til að leita að Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið síðan á sjötta tímanum aðfaranótt laugardags. Í nótt fundaði lögreglan með foreldrum Birnu þar sem farið var yfir stöðuna varðandi leitina, samkvæmt upplýsingum frá móður Birnu.Sporhundurinn Perla er sú eina sinnar tegundar á landinu og fór í tæpa 200 km af spori á síðasta ári og í 32 útköll.Vísir/VilhelmSamkvæmt upplýsingum frá Þorsteini G. Gunnarssyni, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, hefur ekki verið óskað eftir aðstoð björgunarsveitanna að öðru leyti en því að nokkrir björgunarsveitarmenn voru úti með hundinum í gær. Gríðarlegur fjöldi fólks hefur tekið þátt í að leita að Birnu og hefur verið stofnuð sérstök Facebook-síða til að halda utan leitina. Síðast er vitað um ferðir Birnu við Laugaveg 31 klukkan 05:25 aðfaranótt laugardags. Þá sendi síminn hennar frá sér merki um hálftíma síðar við Flatahraun í Hafnarfirði. Inni á Facebook-síðunni hefur verið sett upp kort þar sem sést hvar leitað hefur verið að Birnu.Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir ökumanni þessa bíls.Lýsa eftir ökumanni rauðs Kia Rio Í morgun lýsti lögreglan eftir ökumanni rauðs fólksbíls, sennilega af gerðinni Kia Rio, sem ekið var vestur Laugaveg á móts við hús númer 31. Birna hafði verið á skemmtistaðnum Húrra við Tryggvagötu. Hún sést svo í eftirlitsmyndavélum ganga ein ein síns liðs austur Austurstræti, Bankastræti og Laugaveg að húsi númer 31. Þar hverfur hún sjónum um klukkan 05:25. Birna er 170 sentimetrar á hæð, með sítt ljósrautt hár, klippt með topp fram á ennið. Hún var klædd í svartar gallabuxur, gráa peysu og svartan flísjakka með hettu. Þá var hún í svörtum uppreimuðum Dr. Martens skóm.Móðir Birnu, Sigurlaug Hreinsdóttir, var í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Biðlaði hún til þeirra, sem mögulega héldu henni í gíslingu, að skila henni. Viðtalið má sjá hér að neðan.Lögreglan biður alla þá sem veitt geta upplýsingar um ferðir Birnu og hvar hún er niðurkomin að hafa samband við lögreglu í síma 444 1109. Auk þess biður lögreglan ökumann rauða Kia-bílsins að hafa samband auk allar annarra sem voru á ferðinni á þessum slóðum um klukkan 05:25 aðfaranótt laugardags. Hér að neðan má sjá myndbönd af Birnu sem faðir hennar deildi á Facebook-síðu sinni í von um að það hjálpi til við leitina.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Leitin að Birnu: Ökumanns rauðs fólksbíls leitað Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar enn Birnu Brjánsdóttur, tvítugrar konu sem lýst var eftir í fjölmiðlum um helgina. 16. janúar 2017 08:05 Óskað eftir aðstoð sporhunda við leitina að Birnu Lögregla er engu nær um hvar Birna Brjánsdóttir er niðurkomin. 16. janúar 2017 00:33 Árangurslaus leit að Birnu: Hún er alltaf „online“ Ekkert hefur spurst til Birnu Brjánsdóttur síðan aðfaranótt laugardagsins. Leit vina og vandamanna í gær skilaði ekki árangri. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu skoðaði upptökur úr eftirlitsmyndavélum og símagögn nær sleitulaust í gær. 16. janúar 2017 07:00 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Fleiri fréttir Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Sjá meira
Leitin að Birnu: Ökumanns rauðs fólksbíls leitað Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar enn Birnu Brjánsdóttur, tvítugrar konu sem lýst var eftir í fjölmiðlum um helgina. 16. janúar 2017 08:05
Óskað eftir aðstoð sporhunda við leitina að Birnu Lögregla er engu nær um hvar Birna Brjánsdóttir er niðurkomin. 16. janúar 2017 00:33
Árangurslaus leit að Birnu: Hún er alltaf „online“ Ekkert hefur spurst til Birnu Brjánsdóttur síðan aðfaranótt laugardagsins. Leit vina og vandamanna í gær skilaði ekki árangri. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu skoðaði upptökur úr eftirlitsmyndavélum og símagögn nær sleitulaust í gær. 16. janúar 2017 07:00
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent