„Ef þið eruð að halda henni í gíslingu, sleppið henni“ Hulda Hólmkelsdóttir og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 15. janúar 2017 19:01 Rætt var við móður Birnu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Móðir Birnu Brjánsdóttur, segist vilja allsherjarleit að dóttur sinni á meðan enn sé von um að hún finnist. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2. Birna er tvítug, fædd árið 1996. Hún er 170 cm há og sjötíu kíló með sítt rauðleitt hár. Síðast þegar sást til Birnu var hún klædd í Svartar gallabuxur, ljósgráa peysu, svartan flísjakka með hettu og í svörtum Dr. Marten skóm. Síðast er vitað um ferðir Birnu við skemmtistaðinn Húrra um klukkan fimm aðfaranótt laugardags. „Um fimmleytið þá sést að hún fer þaðan ein út af þeim stað. Svo eru einu vísbendingarnar síðan þá sem hafa fundist um hana eru að síminn hennar finnst hérna á þessu svæði í kringum gömlu slökkvustöðina í Hafnarfirði. Þá sést að síminn hennar hefur dáið. Það finnast engar aðrar vísbendingar um þessa stelpu,“ segir Sigurlaug Hreinsdóttir, móðir Birnu, í samtali við fréttastofu. Síðast merki í Hafnarfirði Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu kom síðast merki frá farsíma Birnu á farsímasendi í Hafnarfirði og í dag hafa fjölskylda hennar og vinir leitað þar í kring. „Ég er búin að vera mikið með vinum hennar síðan þetta gerist og það er engum sem dettur neitt í hug. Það helsta sem okkur dettur í hug, og þá er maður náttúrulega líka að íhuga sér, af því hún hafði oft gaman af því að tala með ferðamenn, að hún gæti hafa ferið með einhverjum útlendingi upp í bíl, gæti jafnvel verið suður með sjó. Við erum búin að vera að banka upp á einhverjar „random“ íbúðir hérna í kring með mynd af henni til að spyrja hvort það hafi séð hana. Því það eru engar vísbendingar til. Lögreglan er bara einhvern veginn „lost“ í þessu máli og finnur ekkert.“ Vill allsherjarleit Lögreglan fundaði á sjöunda tímanum þar sem áætlanir voru gerðar um frekari leit að Birnu. „Þetta er tvítug stelpa, hún er ekki í neinu rugli, hún er ekki að strjúka að heiman. Ég vil bara fá allsherjarleit. Ég vil að björgunarsveitir taki þátt í þessu og það sé leitað úti um allt að henni á meðan það er einhver von.“ Viltu koma einhverju á framfæri til hennar eða þeim sem gætu verið með henni? „Bara hafa samband. Ef þið eruð að halda henni í gíslingu, bara sleppa henni og hafa samband.“ Þeir sem hafa upplýsingar um ferðir Birnu eru beðnir um að hafa samband við Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í síma 444-1000. Einnig er búið að stofna Facebook síðu til að halda utan um leitina og má nálgast hana hér. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Lögreglan leitar að Birnu Brjánsdóttur Síðast er vitað um Birnu í miðborg Reykjavíkur um kl. 02:00 – 03:00 síðastliðna nótt. 14. janúar 2017 23:55 Birnu enn saknað: „Þetta er stelpa sem er ekki í neinu rugli“ Ekkert hefur spurst til Birnu frá því í gærmorgun. Móðir hennar biðlar til björgunarsveita um aðstoð. 15. janúar 2017 17:47 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Innlent Fleiri fréttir Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Sjá meira
Móðir Birnu Brjánsdóttur, segist vilja allsherjarleit að dóttur sinni á meðan enn sé von um að hún finnist. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2. Birna er tvítug, fædd árið 1996. Hún er 170 cm há og sjötíu kíló með sítt rauðleitt hár. Síðast þegar sást til Birnu var hún klædd í Svartar gallabuxur, ljósgráa peysu, svartan flísjakka með hettu og í svörtum Dr. Marten skóm. Síðast er vitað um ferðir Birnu við skemmtistaðinn Húrra um klukkan fimm aðfaranótt laugardags. „Um fimmleytið þá sést að hún fer þaðan ein út af þeim stað. Svo eru einu vísbendingarnar síðan þá sem hafa fundist um hana eru að síminn hennar finnst hérna á þessu svæði í kringum gömlu slökkvustöðina í Hafnarfirði. Þá sést að síminn hennar hefur dáið. Það finnast engar aðrar vísbendingar um þessa stelpu,“ segir Sigurlaug Hreinsdóttir, móðir Birnu, í samtali við fréttastofu. Síðast merki í Hafnarfirði Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu kom síðast merki frá farsíma Birnu á farsímasendi í Hafnarfirði og í dag hafa fjölskylda hennar og vinir leitað þar í kring. „Ég er búin að vera mikið með vinum hennar síðan þetta gerist og það er engum sem dettur neitt í hug. Það helsta sem okkur dettur í hug, og þá er maður náttúrulega líka að íhuga sér, af því hún hafði oft gaman af því að tala með ferðamenn, að hún gæti hafa ferið með einhverjum útlendingi upp í bíl, gæti jafnvel verið suður með sjó. Við erum búin að vera að banka upp á einhverjar „random“ íbúðir hérna í kring með mynd af henni til að spyrja hvort það hafi séð hana. Því það eru engar vísbendingar til. Lögreglan er bara einhvern veginn „lost“ í þessu máli og finnur ekkert.“ Vill allsherjarleit Lögreglan fundaði á sjöunda tímanum þar sem áætlanir voru gerðar um frekari leit að Birnu. „Þetta er tvítug stelpa, hún er ekki í neinu rugli, hún er ekki að strjúka að heiman. Ég vil bara fá allsherjarleit. Ég vil að björgunarsveitir taki þátt í þessu og það sé leitað úti um allt að henni á meðan það er einhver von.“ Viltu koma einhverju á framfæri til hennar eða þeim sem gætu verið með henni? „Bara hafa samband. Ef þið eruð að halda henni í gíslingu, bara sleppa henni og hafa samband.“ Þeir sem hafa upplýsingar um ferðir Birnu eru beðnir um að hafa samband við Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í síma 444-1000. Einnig er búið að stofna Facebook síðu til að halda utan um leitina og má nálgast hana hér.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Lögreglan leitar að Birnu Brjánsdóttur Síðast er vitað um Birnu í miðborg Reykjavíkur um kl. 02:00 – 03:00 síðastliðna nótt. 14. janúar 2017 23:55 Birnu enn saknað: „Þetta er stelpa sem er ekki í neinu rugli“ Ekkert hefur spurst til Birnu frá því í gærmorgun. Móðir hennar biðlar til björgunarsveita um aðstoð. 15. janúar 2017 17:47 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Innlent Fleiri fréttir Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Sjá meira
Lögreglan leitar að Birnu Brjánsdóttur Síðast er vitað um Birnu í miðborg Reykjavíkur um kl. 02:00 – 03:00 síðastliðna nótt. 14. janúar 2017 23:55
Birnu enn saknað: „Þetta er stelpa sem er ekki í neinu rugli“ Ekkert hefur spurst til Birnu frá því í gærmorgun. Móðir hennar biðlar til björgunarsveita um aðstoð. 15. janúar 2017 17:47