Kínverjar harðorðir í garð Trump Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. janúar 2017 10:28 Donald Trump vill endursemja um ,,Eitt Kína'' stefnuna en Kínverjar segja það ekki koma til greina. Vísir/AFP Kínverjar hafa gert Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna það ljóst að stefnan um „Eitt Kína“ sé ekki opin til endurskoðunar. Guardian greinir frá.Trump hefur áður sagt að hann sé tilbúinn til þess að starfa með Kínverjum en einungis ef þeir eru sjálfir reiðubúnir til samstarfs. Séu Kínverjar ekki reiðubúnir til þess telur Trump ljóst að Bandaríkin muni styðja fullveldi Taívan.Sjá einnig:Trump tilbúinn til að starfa með Rússum og KínaKínverjar hafa gert tilkall til Taívans frá árinu 1949 þegar borgarastyrjöld lauk þar í landi með þeim afleiðingum að leiðtogar lýðveldissinna flúðu þangað undan kommúnistum og stofnuðu þar ríki sem þeir hafa allar götur síðan kallað Lýðveldið Kína. Grunnt hefur verið á á því góða á milli ríkjanna allar götur síðan, þó samskiptin hafi batnað allra síðustu ár. Bandaríkin tóku svo upp stefnuna um „Eitt Kína“ árið 1972 og samþykktu þar með að í raun væri bara um eina kínverska ríkisstjórn að ræða, ríkisstjórnina á meginlandinu og hefur þetta verið grunnurinn að utanríkissamskiptum landanna. Bandaríkjamenn lokuðu sendiráði sínu í Taívan árið 1979 en hafa þrátt fyrir þetta haldið uppi nánum óformlegum tengslum við yfirvöld á eyjunni og eru til að mynda skyldug til að koma Taívan til varnar geri Kínverjar innrás. Utanríkisráðuneyti Kína hefur gefið út harðorða yfirlýsingu eftir ummæli Trumps um „Eitt Kína“ stefnuna en þar segir að Kínverjar munu ekki setjast niður að neinum samningaborðum til að ræða eðli þeirrar stefnu, hún sé óbreytanleg þar sem aðeins sé um að ræða eina kínverska ríkisstjórn. Í yfirlýsingunni er Trump jafnframt varaður við því að rugga bátnum og að eina leiðin fyrir hann til að koma í veg fyrir að samskipti ríkjanna tveggja, Bandaríkjanna og Kína versni sé að samþykkja hve viðkvæm málefni Taívan séu fyrir kínversk yfirvöld. Trump hefur áður skaðað samskipti ríkjanna tveggja en eitt af hans fyrstu verkum eftir að hann var kosinn var að ræða við forseta Taívan í síma, en það var í fyrsta sinn sem leiðtogi, eða verðandi leiðtogi Bandaríkjanna hefur átt í slíkum samskiptum við leiðtoga í Taívan í áratugi. Þá hefur hann ítrekað gagnrýnt yfirvöld í Kína í sjónvarpsviðtölum og á Twitter síðu sinni fyrir afstöðu sína í málefnum Norður-Kóreu, Suður-Kínahafs og gjaldeyrismála, en hann hefur sakað Kínverja um að hafa umtalsverð áhrif á gjaldmiðil sinn til að auka samkeppnishæfi iðnaðar þar í landi og draga úr samkeppnishæfni Bandaríkjanna. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Suður-Kínahaf Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Sjá meira
Kínverjar hafa gert Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna það ljóst að stefnan um „Eitt Kína“ sé ekki opin til endurskoðunar. Guardian greinir frá.Trump hefur áður sagt að hann sé tilbúinn til þess að starfa með Kínverjum en einungis ef þeir eru sjálfir reiðubúnir til samstarfs. Séu Kínverjar ekki reiðubúnir til þess telur Trump ljóst að Bandaríkin muni styðja fullveldi Taívan.Sjá einnig:Trump tilbúinn til að starfa með Rússum og KínaKínverjar hafa gert tilkall til Taívans frá árinu 1949 þegar borgarastyrjöld lauk þar í landi með þeim afleiðingum að leiðtogar lýðveldissinna flúðu þangað undan kommúnistum og stofnuðu þar ríki sem þeir hafa allar götur síðan kallað Lýðveldið Kína. Grunnt hefur verið á á því góða á milli ríkjanna allar götur síðan, þó samskiptin hafi batnað allra síðustu ár. Bandaríkin tóku svo upp stefnuna um „Eitt Kína“ árið 1972 og samþykktu þar með að í raun væri bara um eina kínverska ríkisstjórn að ræða, ríkisstjórnina á meginlandinu og hefur þetta verið grunnurinn að utanríkissamskiptum landanna. Bandaríkjamenn lokuðu sendiráði sínu í Taívan árið 1979 en hafa þrátt fyrir þetta haldið uppi nánum óformlegum tengslum við yfirvöld á eyjunni og eru til að mynda skyldug til að koma Taívan til varnar geri Kínverjar innrás. Utanríkisráðuneyti Kína hefur gefið út harðorða yfirlýsingu eftir ummæli Trumps um „Eitt Kína“ stefnuna en þar segir að Kínverjar munu ekki setjast niður að neinum samningaborðum til að ræða eðli þeirrar stefnu, hún sé óbreytanleg þar sem aðeins sé um að ræða eina kínverska ríkisstjórn. Í yfirlýsingunni er Trump jafnframt varaður við því að rugga bátnum og að eina leiðin fyrir hann til að koma í veg fyrir að samskipti ríkjanna tveggja, Bandaríkjanna og Kína versni sé að samþykkja hve viðkvæm málefni Taívan séu fyrir kínversk yfirvöld. Trump hefur áður skaðað samskipti ríkjanna tveggja en eitt af hans fyrstu verkum eftir að hann var kosinn var að ræða við forseta Taívan í síma, en það var í fyrsta sinn sem leiðtogi, eða verðandi leiðtogi Bandaríkjanna hefur átt í slíkum samskiptum við leiðtoga í Taívan í áratugi. Þá hefur hann ítrekað gagnrýnt yfirvöld í Kína í sjónvarpsviðtölum og á Twitter síðu sinni fyrir afstöðu sína í málefnum Norður-Kóreu, Suður-Kínahafs og gjaldeyrismála, en hann hefur sakað Kínverja um að hafa umtalsverð áhrif á gjaldmiðil sinn til að auka samkeppnishæfi iðnaðar þar í landi og draga úr samkeppnishæfni Bandaríkjanna.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Suður-Kínahaf Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Sjá meira