Lífið

Skjaldbakan skrítnust sem sýndi á sér rassinn

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Systkinin. Jakob Eldur er í Vesturbæjarskóla. Hann tekur fram að það eigi að skrifa Jakob með b en ekki p. Thea Björk er í leikskólanum Tjarnarborg og það er h í hennar nafni.
Systkinin. Jakob Eldur er í Vesturbæjarskóla. Hann tekur fram að það eigi að skrifa Jakob með b en ekki p. Thea Björk er í leikskólanum Tjarnarborg og það er h í hennar nafni. Vísir/Ernir
Systkinin Jakob Eldur Fenger sex ára og Thea Björk Fenger fjögurra ára eru nýkomin frá Tenerife með foreldrum sínum. Þar sáu þau margt merkilegt. En hvað fannst þeim skrítnastJakob: Skjaldbaka sem var að sýna á sér rassinn.



Thea: Og krabbarnir á ströndinni, þeir voru rooosalega stórir.

Jakob: Við fórum í dýragarð.?

Thea: Þar fórum við í rússíbana. Riiiisastóran.



Jakob: Já, ég var næstum búinn að gubba. Við fengum líka að sjá hvað það er gert margt gott fyrir dýrin í garðinum, skoðuðum rannsóknarstofur og læknastofur og lærðum mikið. Svo sáum við marglittur, þær voru í lituðu vatni. En við fengum ekki að sjá ljónin því það var verið að laga plássið þeirra.



Hver eru uppáhaldsdýrið ykkar Thea: Mitt er tígrisdýr.

Jakob: Mitt er svarti pardus. Hann er rosa fljótur að hlaupa.



Jakob sýnir á vegg hvað Tenerife er langt fyrir neðan Ísland á landakorti Svo lentum við í einu landi hér á milli, segir hann og bendir á ósýnilegan punkt. Það heitir England.

Voru þau orðin leið á að sitja í flugvélinni? Thea: Já, en það var matur. Bara einu sinni, tekur Jakob fram.



Hvernig leikið þið ykkur oftast saman Jakob: Við erum helst að horfa á eitthvað.

Thea: Það er skemmtilegast.



En hvert farið þið út að leika? Jakob: Ég bið mömmu oft að koma upp að Hallgrímskirkju.

Thea: Við prílum stundum á styttunni af Leifi Eiríkssyni.



Jakob: Ég hef líka farið alveg upp í topp á tré.

 

Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 14. janúar 2017






Fleiri fréttir

Sjá meira


×