Yngsti aðalþjálfarinn í sögu NFL-deildarinnar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. janúar 2017 22:30 McVay er hér annar frá hægri. Vísir/Getty Sean McVay á að vera maðurinn sem að færir NFL-liðinu LA Rams betri tíð. Hann var ráðinn aðalþjálfari liðsins á dögunum en um leið varð McVay yngsti maðurinn frá upphafi til að gegna því starfi hjá liði í NFL-deildinni. McVay verður 31 árs þann 24. janúar en hann hefur verið sóknarþjálfari Washington Redskins síðustu ár og borið höfuðábyrgð á því að Kirk Cousins hefur náð að búa sér til alvöru feril sem leikstjórnandi í deildinni. Hann tekur við starfinu af Jeff Fisher sem var rekinn eftir þrettán leiki á nýliðnu tímabili. Rams vann aðeins fjóra af sextán leikjum sínum á nýliðnu tímabili og var með einn versta árangur allra liða í deildinni. Til að gera stöðu liðsins enn verri var Rams með fyrsta valrétt í nýliðavali deildarinnar síðastliðið vor og valdi þá leikstjórnandann Jared Goff, sem náði engan veginn að standa undir væntingum. McVay er nú maðurinn sem á að koma Goff á rétta braut og telur Stan Kroenke, eigandi Rams, að McVay sé rétti maðurinn til þess. „Sá árangur sem hann hefur náð á minna en áratug í deildinni okkar er afar eftirtektarverður,“ sagði hann. „Við erum sannfærðir um að sýn hans muni reynast liðinu okkar vel. Það verður markmið okkar allra að færa Rams Super Bowl meistaratitil, heim til Los Angeles.“ Rams flutti til Los Angeles frá St. Louis síðastliðið sumar en liðið vill þó sjálfsagt gleyma sínu fyrsta tímabili í borg englanna á nýjan leik sem allra fyrst. NFL Mest lesið Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Körfubolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Í beinni: Valur - Inter | Mæta ítölsku veldi með íslensku ívafi Fótbolti Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Fótbolti Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Enski boltinn Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Belgía | Von um fyrsta sigurinn á EM Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Í beinni: Valur - Inter | Mæta ítölsku veldi með íslensku ívafi Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Dagskráin: Manchester United í Doc Zone, formúla og Bestu mörkin Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ Sjáðu markaveislurnar í Kaplakrika og á Sauðarkróki „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Sjá meira
Sean McVay á að vera maðurinn sem að færir NFL-liðinu LA Rams betri tíð. Hann var ráðinn aðalþjálfari liðsins á dögunum en um leið varð McVay yngsti maðurinn frá upphafi til að gegna því starfi hjá liði í NFL-deildinni. McVay verður 31 árs þann 24. janúar en hann hefur verið sóknarþjálfari Washington Redskins síðustu ár og borið höfuðábyrgð á því að Kirk Cousins hefur náð að búa sér til alvöru feril sem leikstjórnandi í deildinni. Hann tekur við starfinu af Jeff Fisher sem var rekinn eftir þrettán leiki á nýliðnu tímabili. Rams vann aðeins fjóra af sextán leikjum sínum á nýliðnu tímabili og var með einn versta árangur allra liða í deildinni. Til að gera stöðu liðsins enn verri var Rams með fyrsta valrétt í nýliðavali deildarinnar síðastliðið vor og valdi þá leikstjórnandann Jared Goff, sem náði engan veginn að standa undir væntingum. McVay er nú maðurinn sem á að koma Goff á rétta braut og telur Stan Kroenke, eigandi Rams, að McVay sé rétti maðurinn til þess. „Sá árangur sem hann hefur náð á minna en áratug í deildinni okkar er afar eftirtektarverður,“ sagði hann. „Við erum sannfærðir um að sýn hans muni reynast liðinu okkar vel. Það verður markmið okkar allra að færa Rams Super Bowl meistaratitil, heim til Los Angeles.“ Rams flutti til Los Angeles frá St. Louis síðastliðið sumar en liðið vill þó sjálfsagt gleyma sínu fyrsta tímabili í borg englanna á nýjan leik sem allra fyrst.
NFL Mest lesið Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Körfubolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Í beinni: Valur - Inter | Mæta ítölsku veldi með íslensku ívafi Fótbolti Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Fótbolti Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Enski boltinn Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Belgía | Von um fyrsta sigurinn á EM Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Í beinni: Valur - Inter | Mæta ítölsku veldi með íslensku ívafi Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Dagskráin: Manchester United í Doc Zone, formúla og Bestu mörkin Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ Sjáðu markaveislurnar í Kaplakrika og á Sauðarkróki „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Sjá meira