Kínverskir ríkismiðlar eru æfir vegna ummæla Rex Tillerson, sem valinn hefur verið af Donald Trump til að gegna embætti utanríkisráðherra í ríkisstjórn sinni.
Tillerson sagði á dögunum að möguleiki væri á því að Bandaríkjamenn komi í veg fyrir að Kínverjar geti siglt til eyja sem þeir hafa búið til á Suður-Kínahafi og miklar deildur hafa staðið um.
Líkti hann útþenslustefnu Kínverja á svæðinu við innlimun Rússa á Krímskaga.
Leiðarahöfundar ríkismiðlanna í Kína eru afar harðorðir vegna málsins og segja að ef Tillerson og Trump ætli að standa við stóru orðin í embætti sé allsherjarstríð yfirvofandi og að þjóðirnar tvær ættu þegar í stað að fara að undirbúa slík átök.
Í frétt Guardian kemur fram að Kínverjar hafi slegið eign sinni á nær allt svæðið sem um ræðir, en fimm önnur ríki, auk Taívan, hafa einnig gert tilkall hluta þess.
Kínverjar æfir vegna ummæla Tillerson um Suður-Kínahaf

Tengdar fréttir

Tillerson segir að reka eigi Kínverja úr Suður-Kínahafi
Rex Tillerson, utanríkisráðherraefni Donald Trump, líkti tilkalli Kína til hafsins við það hvernig Rússland „tók Krímskaga“ af Úkraínu.

Flugmóðurskip Kína sigldi að Taívan
Stjórnvöld Taívan sendu herþotur og skip til móts við kínversk herskip, en mikil spenna er á svæðinu.

Verðandi varnarmálaráðherra hefur miklar áhyggjur af aðgerðum Rússa og Kínverja
Varnarmálaráðherraefni Donalds Trump hefur áhyggjur af aðgerðum Rússa og Kínverja. Hann er þekktur fyrir fleyg ummæli og er virtur af landgönguliðum. Þá segir hann kynferði og kynhneigð engu máli skipta í herþjónustu, einungis ástand.

Æðstu embættismenn Trump sjá Rússland sem ógn
Bæði varnarmálaráðherraefni Trump og sá sem hann vil að leiði leyniþjónustur ríkisins eru sammála.