Donald Trump: „Þetta er eitthvað sem myndi gerast í Þýskalandi nasismans“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. janúar 2017 23:51 Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, á blaðamannafundinum í dag. vísir/epa Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, fór mikinn á sínum fyrsta blaðamannafundi í dag. Eitt af því sem mikið var rætt eru ásakanir sem settar hafa verið fram á hendur Trump og kosningateymi hans þess efnis að þau hafi unnið með Rússum auk þess sem fjallað var um fréttir um að Rússar hefðu yfir höndum efni, myndbönd og annað, sem gætu komið sér illa fyrir forsetann. Trump var harðorður í garð leyniþjónustu Bandaríkjanna og sakaði hana um að leka röngum upplýsingum í fjölmiðla þar sem ekkert væri hæft í þeim ásökunum að hann hefði unnið með Rússum. Þá hefðu þeir ekki undir höndum neitt sem gæti komið sér illa fyrir hann sem forseta Bandaríkjanna. „Þetta er eitthvað sem myndi gerast í Þýskalandi nasismans,“ sagði Trump svo um leyniþjónustuna. Upplýsingarnar sem komu fram í gær, meðal annars í frétt CNN og Vísir greindi frá, voru í samantekt sem bæði Trump og Barack Obama, fráfarandi forseti, fengu kynningu á í liðinni viku. Trump sagði á blaðamannafundinum í dag að fjölmiðlar hefðu aldrei átt að fjalla um þessa samantekt enda væri þetta allt uppspuni og lygafréttir. Þá sagði hann að það væri skammarlegt að leyniþjónustan hefði leyft upplýsingum á borð við þessar að leka út. Hér að neðan má svo sjá nokkur tíst frá Trump þar sem hann var líka að svara fyrir ásakanirnar. Intelligence agencies should never have allowed this fake news to "leak" into the public. One last shot at me.Are we living in Nazi Germany?— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 11, 2017 Russia just said the unverified report paid for by political opponents is "A COMPLETE AND TOTAL FABRICATION, UTTER NONSENSE." Very unfair!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 11, 2017 Russia has never tried to use leverage over me. I HAVE NOTHING TO DO WITH RUSSIA - NO DEALS, NO LOANS, NO NOTHING!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 11, 2017 Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tillerson hyggst lýsa yfir áhyggjum af framferði Rússa Utanríkisráðherraefni Donald Trump mætir fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings síðar í dag. 11. janúar 2017 11:00 Sjáðu fyrsta blaðamannafund Donald Trump Donald Trump hélt sinn fyrsta blaðamannafund sem verðandi forseti Bandaríkjanna í dag. 11. janúar 2017 15:57 Trump telur Rússa líklega bera ábyrgð á tölvuárásum fyrir kosningarnar Donald Trump verðandi forseti Bandaríkjanna hélt sinn fyrsta blaðamannafund í dag síðan hann var kjörinn forseti Bandaríkjanna. Á fundinum var meðal annars farið yfir skýrslu, sem nýlega kom fram, þar sem rússnesk stjórnvöld eru sögð bera ábyrgð á tölvuárásum sem demókrataflokkurinn varð fyrir rétt fyrir forsetakosningarnar. 11. janúar 2017 18:14 Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Sjá meira
Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, fór mikinn á sínum fyrsta blaðamannafundi í dag. Eitt af því sem mikið var rætt eru ásakanir sem settar hafa verið fram á hendur Trump og kosningateymi hans þess efnis að þau hafi unnið með Rússum auk þess sem fjallað var um fréttir um að Rússar hefðu yfir höndum efni, myndbönd og annað, sem gætu komið sér illa fyrir forsetann. Trump var harðorður í garð leyniþjónustu Bandaríkjanna og sakaði hana um að leka röngum upplýsingum í fjölmiðla þar sem ekkert væri hæft í þeim ásökunum að hann hefði unnið með Rússum. Þá hefðu þeir ekki undir höndum neitt sem gæti komið sér illa fyrir hann sem forseta Bandaríkjanna. „Þetta er eitthvað sem myndi gerast í Þýskalandi nasismans,“ sagði Trump svo um leyniþjónustuna. Upplýsingarnar sem komu fram í gær, meðal annars í frétt CNN og Vísir greindi frá, voru í samantekt sem bæði Trump og Barack Obama, fráfarandi forseti, fengu kynningu á í liðinni viku. Trump sagði á blaðamannafundinum í dag að fjölmiðlar hefðu aldrei átt að fjalla um þessa samantekt enda væri þetta allt uppspuni og lygafréttir. Þá sagði hann að það væri skammarlegt að leyniþjónustan hefði leyft upplýsingum á borð við þessar að leka út. Hér að neðan má svo sjá nokkur tíst frá Trump þar sem hann var líka að svara fyrir ásakanirnar. Intelligence agencies should never have allowed this fake news to "leak" into the public. One last shot at me.Are we living in Nazi Germany?— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 11, 2017 Russia just said the unverified report paid for by political opponents is "A COMPLETE AND TOTAL FABRICATION, UTTER NONSENSE." Very unfair!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 11, 2017 Russia has never tried to use leverage over me. I HAVE NOTHING TO DO WITH RUSSIA - NO DEALS, NO LOANS, NO NOTHING!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 11, 2017
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tillerson hyggst lýsa yfir áhyggjum af framferði Rússa Utanríkisráðherraefni Donald Trump mætir fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings síðar í dag. 11. janúar 2017 11:00 Sjáðu fyrsta blaðamannafund Donald Trump Donald Trump hélt sinn fyrsta blaðamannafund sem verðandi forseti Bandaríkjanna í dag. 11. janúar 2017 15:57 Trump telur Rússa líklega bera ábyrgð á tölvuárásum fyrir kosningarnar Donald Trump verðandi forseti Bandaríkjanna hélt sinn fyrsta blaðamannafund í dag síðan hann var kjörinn forseti Bandaríkjanna. Á fundinum var meðal annars farið yfir skýrslu, sem nýlega kom fram, þar sem rússnesk stjórnvöld eru sögð bera ábyrgð á tölvuárásum sem demókrataflokkurinn varð fyrir rétt fyrir forsetakosningarnar. 11. janúar 2017 18:14 Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Sjá meira
Tillerson hyggst lýsa yfir áhyggjum af framferði Rússa Utanríkisráðherraefni Donald Trump mætir fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings síðar í dag. 11. janúar 2017 11:00
Sjáðu fyrsta blaðamannafund Donald Trump Donald Trump hélt sinn fyrsta blaðamannafund sem verðandi forseti Bandaríkjanna í dag. 11. janúar 2017 15:57
Trump telur Rússa líklega bera ábyrgð á tölvuárásum fyrir kosningarnar Donald Trump verðandi forseti Bandaríkjanna hélt sinn fyrsta blaðamannafund í dag síðan hann var kjörinn forseti Bandaríkjanna. Á fundinum var meðal annars farið yfir skýrslu, sem nýlega kom fram, þar sem rússnesk stjórnvöld eru sögð bera ábyrgð á tölvuárásum sem demókrataflokkurinn varð fyrir rétt fyrir forsetakosningarnar. 11. janúar 2017 18:14