Washington Post: Ísland losaði sig við leiðtoga úr Panama-skjölunum en situr uppi með annan Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. janúar 2017 10:21 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson. Vísir/Stefán „Ísland losaði sig við leiðtoga sem var í Panama-skjölunum en fékk annnan sem var á sama lista“. Svo hljóðar fyrirsögn bandaríska blaðsins Washington Post á umfjöllun sinni um nýja ríkisstjórn á Íslandi.Þar segir að Panama-skjölin hafi haft mikil áhrif víða um heim en hvergi jafn mikil á Íslandi þar sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi forsætisráðherra, neyddist til að segja af sér eftir að upp komst um tengsl hans við aflandsfélag. Í frétt Washington Post segir einnig að þrátt fyrir þann óróa sem varð í samfélaginu eftir að upplýsingar úr Panama-skjölunum voru gerðar upptækar sé Ísland á ný kominn með leiðtoga sem mátti finna upplýsingar um í skjölunum.Fyrirsögnin í Washington PostNafn Bjarna mátti finna í skjölunum í tengslum við eignarhaldsfélagið Falson & Co sem skráð var á Seychelles-eyjum, þekktu skattaskjóli, en Bjarni átti þriðjungshlut í félaginu. Ólíkt Sigmundi Davíð sagði Bjarni ekki af sér embætti en hann gaf sjálfur þær skýringar að hann hefði talið að félagið væri skráð í Lúxemborg. Félagið var stofnað utan um eignarhald á fasteign í Dubai. Bjarni sagði að gerð hefði verið grein fyrir félaginu á skattaskýrslum sínum sem endurskoðandi staðfesti síðar.Í greininni er einnig tæpt á uppgangi Pírata eftir afsögn Sigmundar Davíðs sem hefði þó ekki skilað sér í atkvæðum í kosningunum í október. Sjálfstæðisflokkurinn hafi unnið kosningasigur og því sé Bjarni Benediktsson næsti forsætisráðherra Íslands. Panama-skjölin Tengdar fréttir Bjarni átti í félagi sem skráð var á Seychelles-eyjum Hafði áður svarað því að hann ætti engar eignir í skattaskjólum. Hann segist hafa talið að félagið væri skráð í Lúxemborg. 29. mars 2016 19:43 Bjarni birtir upplýsingar úr skattframtali sínu Fjármálaráðherra hefur birt upplýsingar um tekjur sínar frá því að hann tók við sem ráðherra 14. apríl 2016 17:59 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
„Ísland losaði sig við leiðtoga sem var í Panama-skjölunum en fékk annnan sem var á sama lista“. Svo hljóðar fyrirsögn bandaríska blaðsins Washington Post á umfjöllun sinni um nýja ríkisstjórn á Íslandi.Þar segir að Panama-skjölin hafi haft mikil áhrif víða um heim en hvergi jafn mikil á Íslandi þar sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi forsætisráðherra, neyddist til að segja af sér eftir að upp komst um tengsl hans við aflandsfélag. Í frétt Washington Post segir einnig að þrátt fyrir þann óróa sem varð í samfélaginu eftir að upplýsingar úr Panama-skjölunum voru gerðar upptækar sé Ísland á ný kominn með leiðtoga sem mátti finna upplýsingar um í skjölunum.Fyrirsögnin í Washington PostNafn Bjarna mátti finna í skjölunum í tengslum við eignarhaldsfélagið Falson & Co sem skráð var á Seychelles-eyjum, þekktu skattaskjóli, en Bjarni átti þriðjungshlut í félaginu. Ólíkt Sigmundi Davíð sagði Bjarni ekki af sér embætti en hann gaf sjálfur þær skýringar að hann hefði talið að félagið væri skráð í Lúxemborg. Félagið var stofnað utan um eignarhald á fasteign í Dubai. Bjarni sagði að gerð hefði verið grein fyrir félaginu á skattaskýrslum sínum sem endurskoðandi staðfesti síðar.Í greininni er einnig tæpt á uppgangi Pírata eftir afsögn Sigmundar Davíðs sem hefði þó ekki skilað sér í atkvæðum í kosningunum í október. Sjálfstæðisflokkurinn hafi unnið kosningasigur og því sé Bjarni Benediktsson næsti forsætisráðherra Íslands.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Bjarni átti í félagi sem skráð var á Seychelles-eyjum Hafði áður svarað því að hann ætti engar eignir í skattaskjólum. Hann segist hafa talið að félagið væri skráð í Lúxemborg. 29. mars 2016 19:43 Bjarni birtir upplýsingar úr skattframtali sínu Fjármálaráðherra hefur birt upplýsingar um tekjur sínar frá því að hann tók við sem ráðherra 14. apríl 2016 17:59 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Bjarni átti í félagi sem skráð var á Seychelles-eyjum Hafði áður svarað því að hann ætti engar eignir í skattaskjólum. Hann segist hafa talið að félagið væri skráð í Lúxemborg. 29. mars 2016 19:43
Bjarni birtir upplýsingar úr skattframtali sínu Fjármálaráðherra hefur birt upplýsingar um tekjur sínar frá því að hann tók við sem ráðherra 14. apríl 2016 17:59