Ekki verið rætt um að senda leikmenn í nákvæma læknisskoðun Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. janúar 2017 21:15 Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að það hafi ekki verið rætt hvort það ætti að láta leikmenn hér á landi gangast reglulega undir nákvæma læknisskoðun.Á síðasta ári neyddist Guðmundur Atli Steinþórsson, leikmaður Breiðabliks, til að leggja skóna á hilluna eftir hann greindist með hjartagalla. Í skoðun í tengslum við leik Breiðabliks og Jelgava í Evrópudeildinni síðasta sumar kom stækkun á hjartavöðva í ljós.Í viðtali sem Guðjón Guðmundsson tók við Guðmund Atla í byrjun desember sagðist hann vonast til að leikmenn hér á landi yrðu skoðaðir reglulega. „Félögin og KSÍ ættu að reyna að komast að einhverju samkomulagi um að láta leikmenn fara í skoðun. Menn tryggja sig ekki eftir á í svona málum. Þegar slysin gerast eru þau alvarleg. Það þarf oft einhver slys til að eitthvað sé gert í svona málum,“ sagði Guðmundur Atli en viðtalið við hann má sjá hér að neðan.Einungis almenn læknisskoðun Klara segir að leikmenn hér á landi fari einungis í almenna læknisskoðun. „Eins og í svo mörgu, fylgjum við forskrift UEFA í málinu. Þetta er inni í reglugerð KSÍ um leyfiskerfið. Eins og staðan er núna er skylda að allir leikmenn í efstu deild karla og á meistaraflokksaldri fari í almenna læknisskoðun,“ sagði Klara í samtali við Gaupa í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Hins vegar eru ítarlegri kröfur á leikmenn sem taka þátt í Evrópukeppnum og þeir fara í hjartaskoðun. Þannig eru reglurnar sem gilda í dag. Það er líka þannig að leikmenn sem taka þátt í úrslitakeppnum yngri landsliða fara í nákvæmar skoðanir.“Hjartaskoðun er dýr Að sögn Klöru hefur ekki verið rætt að taka upp nákvæmari læknisskoðanir fyrir leikmenn hér á landi. „Það hefur ekki verið rætt. Hins vegar er leyfisreglugerðin í sífelldri endurskoðun og það kemur alveg til greina að taka þetta upp. En þá er spurningin hvort þetta á bara að vera fyrir efstu deild eða allar deildir karla og kvenna? Hver á að bera ábyrgðina? Hver á að framkvæma þetta? Hver á að greiða þetta? Hjartaskoðun fyrir leikmann kostar örugglega ekki undir 60-70.000,“ sagði Klara. En ætti ÍSÍ ekki að koma að þessu? „Mögulega. Þetta er náttúrulega vandamál sem hefur komið upp víðar en í fótboltanum. Hugsanlega væri ráð að ÍSÍ hefði forgöngu í þessu máli. Þetta er mál sem krefst aðkomu sérfræðinga,“ sagði Klara.Fréttina í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Íþróttir Tengdar fréttir Hætti vegna hjartagalla: Fótboltinn tekinn af mér á einu augnabliki Guðmundur Atli Steinþórsson þarf að leggja skóna á hilluna eftir að hann greindist með hjartagalla. 21. nóvember 2016 17:00 Tryggir ekki eftir á Guðmundur Atli Steinþórsson, leikmaður Breiðabliks, neyddist til að leggja skóna á hilluna, aðeins 29 ára gamall, eftir að hann greindist með hjartagalla. Í skoðun í tengslum við Evrópuleik Breiðabliks og Jelgava í sumar kom stækkun á hjartavöðva í ljós við ómskoðun. 5. desember 2016 07:30 Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Vålerenga fór illa að ráði sínu Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Daníel lokaði markinu í Skógarseli Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sjá meira
Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að það hafi ekki verið rætt hvort það ætti að láta leikmenn hér á landi gangast reglulega undir nákvæma læknisskoðun.Á síðasta ári neyddist Guðmundur Atli Steinþórsson, leikmaður Breiðabliks, til að leggja skóna á hilluna eftir hann greindist með hjartagalla. Í skoðun í tengslum við leik Breiðabliks og Jelgava í Evrópudeildinni síðasta sumar kom stækkun á hjartavöðva í ljós.Í viðtali sem Guðjón Guðmundsson tók við Guðmund Atla í byrjun desember sagðist hann vonast til að leikmenn hér á landi yrðu skoðaðir reglulega. „Félögin og KSÍ ættu að reyna að komast að einhverju samkomulagi um að láta leikmenn fara í skoðun. Menn tryggja sig ekki eftir á í svona málum. Þegar slysin gerast eru þau alvarleg. Það þarf oft einhver slys til að eitthvað sé gert í svona málum,“ sagði Guðmundur Atli en viðtalið við hann má sjá hér að neðan.Einungis almenn læknisskoðun Klara segir að leikmenn hér á landi fari einungis í almenna læknisskoðun. „Eins og í svo mörgu, fylgjum við forskrift UEFA í málinu. Þetta er inni í reglugerð KSÍ um leyfiskerfið. Eins og staðan er núna er skylda að allir leikmenn í efstu deild karla og á meistaraflokksaldri fari í almenna læknisskoðun,“ sagði Klara í samtali við Gaupa í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Hins vegar eru ítarlegri kröfur á leikmenn sem taka þátt í Evrópukeppnum og þeir fara í hjartaskoðun. Þannig eru reglurnar sem gilda í dag. Það er líka þannig að leikmenn sem taka þátt í úrslitakeppnum yngri landsliða fara í nákvæmar skoðanir.“Hjartaskoðun er dýr Að sögn Klöru hefur ekki verið rætt að taka upp nákvæmari læknisskoðanir fyrir leikmenn hér á landi. „Það hefur ekki verið rætt. Hins vegar er leyfisreglugerðin í sífelldri endurskoðun og það kemur alveg til greina að taka þetta upp. En þá er spurningin hvort þetta á bara að vera fyrir efstu deild eða allar deildir karla og kvenna? Hver á að bera ábyrgðina? Hver á að framkvæma þetta? Hver á að greiða þetta? Hjartaskoðun fyrir leikmann kostar örugglega ekki undir 60-70.000,“ sagði Klara. En ætti ÍSÍ ekki að koma að þessu? „Mögulega. Þetta er náttúrulega vandamál sem hefur komið upp víðar en í fótboltanum. Hugsanlega væri ráð að ÍSÍ hefði forgöngu í þessu máli. Þetta er mál sem krefst aðkomu sérfræðinga,“ sagði Klara.Fréttina í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Íþróttir Tengdar fréttir Hætti vegna hjartagalla: Fótboltinn tekinn af mér á einu augnabliki Guðmundur Atli Steinþórsson þarf að leggja skóna á hilluna eftir að hann greindist með hjartagalla. 21. nóvember 2016 17:00 Tryggir ekki eftir á Guðmundur Atli Steinþórsson, leikmaður Breiðabliks, neyddist til að leggja skóna á hilluna, aðeins 29 ára gamall, eftir að hann greindist með hjartagalla. Í skoðun í tengslum við Evrópuleik Breiðabliks og Jelgava í sumar kom stækkun á hjartavöðva í ljós við ómskoðun. 5. desember 2016 07:30 Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Vålerenga fór illa að ráði sínu Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Daníel lokaði markinu í Skógarseli Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sjá meira
Hætti vegna hjartagalla: Fótboltinn tekinn af mér á einu augnabliki Guðmundur Atli Steinþórsson þarf að leggja skóna á hilluna eftir að hann greindist með hjartagalla. 21. nóvember 2016 17:00
Tryggir ekki eftir á Guðmundur Atli Steinþórsson, leikmaður Breiðabliks, neyddist til að leggja skóna á hilluna, aðeins 29 ára gamall, eftir að hann greindist með hjartagalla. Í skoðun í tengslum við Evrópuleik Breiðabliks og Jelgava í sumar kom stækkun á hjartavöðva í ljós við ómskoðun. 5. desember 2016 07:30