Eigendalausu félögin Stjórnarmaðurinn skrifar 12. janúar 2017 11:00 Eitt af vandamálum á íslenskum fjármálamarkaði er nokkuð sem kalla mætti umboðsvanda. Birtingarmyndin er sú að lífeyrissjóðir eru langfyrirferðarmesti aðilinn. Eins og allir vita höndla þeir sem stýra lífeyrissjóðunum með annarra manna fé. Aðhaldið að störfum þeirra er í raun sáralítið, enda langur vegur á milli þess sem framkvæmir fjárfestinguna, fylgir henni eftir og þeirra sem eru endanlegir eigendur verðmætanna – fólksins í landinu. Þetta veldur því að mörg skráðu félaganna í kauphöllinni eru í raun eigendalaus. Lífeyrissjóðirnir veita stjórnendum skráðra félaga ekki sérstaklega mikið aðhald. Stjórnendur verða værukærir og hálfgerður doði skapast í rekstrinum. Þeir þurfa ekki að vera á tánum með sama hætti og ef eigandinn væri manneskja af holdi og blóði. Við þetta bætist svo að stjórnendur eiga oft á tíðum engan eða hverfandi hlut í félögunum sem þeir stjórna. Þessi staða skapar líka vandamál varðandi skilvirkni á markaði. Fjármálamarkaður þar sem langstærstur hluti þátttakenda þarf ekki að standa skil á gjörðum sínum eða á ekki allt undir að vel gangi getur vart talist skilvirkur. Dæmi um þetta er lækkun á verði Haga í Kauphöllinni að undanförnu sem virðist að einhverju leyti eiga rætur að rekja til þess að markaðsaðilar óttast áhrif lokunar verslana í Smáralind og Glæsibæ á rekstrarniðurstöður félagsins. Þessar lokanir og þær breytingar sem fylgja á rekstrarumhverfi Haga hafa legið fyrir lengi, og ættu því í raun fyrir löngu að hafa skilað sér út í hlutabréfaverðið. Svo virðist sem einhverjir hafi sofið á verðinum og ekki rankað við sér fyrr en um síðir. Eðlilega, enda er hvatinn til að fylgjast vel með einfaldlega ekki sá sami þegar sýslað er með annarra manna fé. Hin hliðin á peningnum er svo sú að hafi menn trú á þeim breytingum sem þessar lokanir eru liður í ætti verðið að hækka fremur en hitt. Bréfin gáfu aðeins eftir og vafalaust einhverjir sem sjá tækifæri í því eins og gengur, enda hafa Hagar spyrnt við nú í byrjun viku. Stóra myndin er sú að heilbrigður hlutabréfamarkaður byggist á því að jafnvægi sé milli einkafjárfesta og þeirra sem kalla mætti stofnanafjárfesta. Því hefur farið fjarri á árunum eftir hrun en horfir hægt og bítandi til bóta. Komnir eru eftirtektarverðir einkafjárfestar í nokkur kauphallarfélaganna. Vonandi verður framhald á. Það er lífsspursmál fyrir heilbrigðan og skilvirkan hlutabréfamarkað.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Birtist í Fréttablaðinu Stjórnarmaðurinn Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Sjá meira
Eitt af vandamálum á íslenskum fjármálamarkaði er nokkuð sem kalla mætti umboðsvanda. Birtingarmyndin er sú að lífeyrissjóðir eru langfyrirferðarmesti aðilinn. Eins og allir vita höndla þeir sem stýra lífeyrissjóðunum með annarra manna fé. Aðhaldið að störfum þeirra er í raun sáralítið, enda langur vegur á milli þess sem framkvæmir fjárfestinguna, fylgir henni eftir og þeirra sem eru endanlegir eigendur verðmætanna – fólksins í landinu. Þetta veldur því að mörg skráðu félaganna í kauphöllinni eru í raun eigendalaus. Lífeyrissjóðirnir veita stjórnendum skráðra félaga ekki sérstaklega mikið aðhald. Stjórnendur verða værukærir og hálfgerður doði skapast í rekstrinum. Þeir þurfa ekki að vera á tánum með sama hætti og ef eigandinn væri manneskja af holdi og blóði. Við þetta bætist svo að stjórnendur eiga oft á tíðum engan eða hverfandi hlut í félögunum sem þeir stjórna. Þessi staða skapar líka vandamál varðandi skilvirkni á markaði. Fjármálamarkaður þar sem langstærstur hluti þátttakenda þarf ekki að standa skil á gjörðum sínum eða á ekki allt undir að vel gangi getur vart talist skilvirkur. Dæmi um þetta er lækkun á verði Haga í Kauphöllinni að undanförnu sem virðist að einhverju leyti eiga rætur að rekja til þess að markaðsaðilar óttast áhrif lokunar verslana í Smáralind og Glæsibæ á rekstrarniðurstöður félagsins. Þessar lokanir og þær breytingar sem fylgja á rekstrarumhverfi Haga hafa legið fyrir lengi, og ættu því í raun fyrir löngu að hafa skilað sér út í hlutabréfaverðið. Svo virðist sem einhverjir hafi sofið á verðinum og ekki rankað við sér fyrr en um síðir. Eðlilega, enda er hvatinn til að fylgjast vel með einfaldlega ekki sá sami þegar sýslað er með annarra manna fé. Hin hliðin á peningnum er svo sú að hafi menn trú á þeim breytingum sem þessar lokanir eru liður í ætti verðið að hækka fremur en hitt. Bréfin gáfu aðeins eftir og vafalaust einhverjir sem sjá tækifæri í því eins og gengur, enda hafa Hagar spyrnt við nú í byrjun viku. Stóra myndin er sú að heilbrigður hlutabréfamarkaður byggist á því að jafnvægi sé milli einkafjárfesta og þeirra sem kalla mætti stofnanafjárfesta. Því hefur farið fjarri á árunum eftir hrun en horfir hægt og bítandi til bóta. Komnir eru eftirtektarverðir einkafjárfestar í nokkur kauphallarfélaganna. Vonandi verður framhald á. Það er lífsspursmál fyrir heilbrigðan og skilvirkan hlutabréfamarkað.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Birtist í Fréttablaðinu Stjórnarmaðurinn Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Sjá meira