Erlent

Trump: Madonna er „ógeðsleg“ og Alec Baldwin „hörmulegur“

Samúel Karl Ólason skrifar
Madonna, Trump og Baldwin.
Madonna, Trump og Baldwin. Vísir/EPA/AFP
„Hún er ógeðsleg. Ég held að hún hafi skaðað sig illa og málstaðinn í heild.“ Þetta sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, á dögunum um ræðu Madonnu í kvennagöngunni í New York fyrir viku síðan. Hann sagði að nokkrar aðrar konur hefði einnig verið sér til skammar, en ræða Madonnu hefði verið vansæmandi fyrir þjóðina alla.

Þessi orð lét forsetinn falla í viðtali við Sean Hannity á Fox News, en hann var ekki hættur.

Trump talaði einnig um handritshöfund Saturday Night Live, sem var rekin eftir að hafa tíst um son TrumpAlce Baldwin, sem hefur leikið Trump í SNL og þáttinn yfir höfuð. SNL er framleiddur af NBC.

„Manneskja frá Saturday Night Live var hræðileg. Þetta er misheppnaður þáttur. Hann er ekki fyndinn. Alec Baldwin er hörmulegur. Hann er hræðilegur í þættinum. En sjáðu til. Mér er ekki illa við smá glens en, hræðilegt. En að þau, að NBC, hafi ráðist á tíu ára son minn er svívirðilegt.“

Umrædd ummæli má sjá hér að neðan.

Trump hefur ítrekað gagnrýnt Alec Baldwin, SNL og NBC frá því að Baldwin fór að leika Trump í grínþáttunum. Hann hefur margsinnis tíst um hvað Baldwin sé hræðilegur leikari, sem og aðrir leikarar þáttarins og að þátturinn sé allur hræðilegur.

Hér má sjá eitt atriði þar sem Baldwin lék Donald Trump.


Tengdar fréttir

Alec Baldwin heldur áfram að gera stólpagrín að Trump

Í gær birti Baldwin mynd á Instagram þar sem hann er með sams konar derhúfu og Trump hefur ítrekað látið sjá sig með og prýðir kosningaslagorð hans. Á derhúfu Baldwin er þó sú breyting á að slagorði Trump hefur verið snarað yfir á rússnesku en með því er Baldwin án efa að vísa í meint afskipti Rússlands að forsetakosningunum í Bandaríkjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×