Erlent

Trump og Pútin munu ræða saman í síma á morgun

atli ísleifsson skrifar
Donald Trump.
Donald Trump. Vísir/AFP
Donald Trump Bandaríkjaforseti hyggst ræða við Vladimír Pútín Rússlandsforseta í síma í morgun. Þetta verður í fyrsta sinn sem þeir ræðast við frá því að Trump tók við embætti.

Kellyanne Conway, einn nánasti ráðgjafi Trump, hefur sagt frá því í dag í viðtölum að forsetarnir munu meðal annars baráttuna gegn hryðjuverkum og fleiri þau mál sem ríkin hafa sameiginlegra hagsmuna að gæta.

Trump hefur áður sagst vilja bæta samskipti Bandaríkjanna og Rússlands sem hafa verið við frostmark allt frá því að Rússar innlimuðu Krímskaga árið 2014.

Pútín hefur sömuleiðis sagst vilja bæta samskipti ríkjanna. Í nýársávarpi sínu óskaði hann Trump til hamingju með kosninguna og sagðist vona eftir bættum samskiptum.

Uppfært 14:00:

Hvíta húsið hefur greint frá því að Trump muni einnig ræða við Angelu Merkel Þýskalandskanslara og Francois Hollande Frakklandsforseta í síma á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×