Erlent

Trump lætur forseta Mexíkó heyra það eftir að hann afboðaði sig á fund þeirra

Anton Egilsson skrifar
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lét Enrique Pena Nieto, forseta Mexíkó, heyra það eftir að sá síðarnefndi tilkynnti það að hann myndi ekki sækja fyrirætlaðan fund með Trump í Hvíta húsinu í næstu viku. BBC greinir frá.

Í ræðu sem Trump hélt á fundi þingmanna Repúblikanaflokksins í Fíladelfíu í dag sagði hann að fundur með Nieto yrði árangurslaus ef að Mexíkó myndi ekki koma fram við Bandaríkin af virðingu og borga fyrir vegginn.

„Slíkur fundur yrði árangurslaus nema ef Mexíkó myndi koma fram við Bandaríkin af sanngirni og virðingu.”

Nieto tilkynnti á Twitter síðu sinni í dag að hann myndi ekki sækja fundinn en áður hafði Trump hvatt hann til að afboða sig á fundinn ef stjórnvöld í Mexíkó væru ekki reiðubúinn til að greiða fyrir vegg á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 

„Mexíkó ítrekar þó vilja til að vinna með Bandaríkjunum að því að ná samkomulagi sem er báðum þjóðum til heilla” sagði Nieto jafnframt

Veggurinn mun kosta sitt

Veggurinn er eitt helsta kosningaloforð Trump en hann hefur ítrekað haldið því fram að hann muni þvinga Mexíkó til að borga fyrir vegginn. Stjórnvöld í Mexíkó segja það hins vegar ekki koma til greina.

Talið er að verkið muni kosta um fjórtán milljarða dala, sem samsvara um 1.582 milljörðum króna. Landamæri ríkjanna eru rúmlega þrjú þúsund kílómetra löng.


Tengdar fréttir

Trump skipar fyrir um nýjan landamæravegg

Donald Trump boðar aðgerðir í innflytjendamálum hið snarasta. Reisa á vegg og innflutningi fólks frá sjö múslimaríkjum verða settar skorður. Samstarfsfólk segir stefnu Trumps skýra hátt gengi Dow Jones-vísitölunnar undanfarið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×