Trump forseti stendur í ströngu Guðsteinn Bjarnason skrifar 27. janúar 2017 07:00 Donald Trump undirritaði fjórar tilskipanir til stjórnvalda á miðvikudaginn, meðal annars um herta landamæragæslu og löggæslu innan Bandaríkjanna. Nordicphotos/AFP Donald Trump stóð í ströngu á miðvikudaginn, sendi frá sér tilskipanir til stjórnvalda og boðar meðal annars stórtækar aðgerðir gegn innflytjendum og flóttafólki. Trump segir að innan fárra mánaða verði hafist handa við að reisa múr á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. Þetta var eitt aðaláherslumál hans í kosningabaráttunni og hann ítrekar að hann ætli sér að láta Mexíkó endurgreiða Bandaríkjunum kostnaðinn. Gagnrýnendur benda reyndar á að nú þegar séu landamæri ríkjanna rammgirt og landamæravarsla með strangasta móti. Ekki er heldur reiknað með að mikill stuðningur sé meðal þingmanna á Bandaríkjaþingi við þessi áform. Enrique Peña Nieto, forseti Mexíkó, segir enn sem fyrr að ekki komi til greina að borga fyrir þennan múr, verði eitthvað af honum. Nieto tilkynnti í gær að hann væri hættur við heimsókn sína til Bandaríkjanna. Til stóð að heimsækja Bandaríkin og hitta Trump í næstu viku. Sjálfur sagði Trump á Twitter í gær að ef Mexíkó vildi ekki greiða þennan kostnað, þá væri kannski betra að hætta bara við fyrirhugaðan fund með Mexíkóforseta: „Viðskiptahalli Bandaríkjanna gagnvart Mexíkó er 60 milljarðar dala,“ skrifar Trump og gefur til kynna að Mexíkó muni ekki fara vel út úr því ef Bandaríkin segja upp fríverslunarsamningi Norður-Ameríkuríkja, NAFTA: „Þetta hefur verið einhliða samningur frá upphafi NAFTA og með honum hafa tapast fjölmörg störf og fyrirtæki.“ Með forsetatilskipunum sínum á miðvikudaginn boðar Trump meðal annars að ráðnar verði þúsundir nýrra landamæravarða, auk þess sem þær borgir í Bandaríkjunum sem hafa veitt skilríkjalausum innflytjendum grið verði sviptar fjárframlögum frá alríkinu. Þá verði settar miklu strangari reglur um móttöku flóttafólks, einkum frá nokkrum stríðshrjáðum löndum múslima og meðal annars verði engum sýrlenskum flóttamönnum hleypt inn í landið á næstunni. Hann sagðist samt ekkert hræddur um að hann muni með þessu gera illt ástand verra. „Hefurðu alls engar áhyggjur af því að þetta muni auka á reiðina meðal múslima i heiminum?“ var hann spurður í löngu viðtali á sjónvarpsstöðinni ABC, sem sýnt var á miðvikudag. „Reiði? Reiðin er mikil nú þegar. Hvernig væri hægt að hafa meira af henni?“ spurði Trump. „Ég meina. Heimurinn er í tómu rugli. Heimurinn getur ekki orðið reiðari.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira
Donald Trump stóð í ströngu á miðvikudaginn, sendi frá sér tilskipanir til stjórnvalda og boðar meðal annars stórtækar aðgerðir gegn innflytjendum og flóttafólki. Trump segir að innan fárra mánaða verði hafist handa við að reisa múr á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. Þetta var eitt aðaláherslumál hans í kosningabaráttunni og hann ítrekar að hann ætli sér að láta Mexíkó endurgreiða Bandaríkjunum kostnaðinn. Gagnrýnendur benda reyndar á að nú þegar séu landamæri ríkjanna rammgirt og landamæravarsla með strangasta móti. Ekki er heldur reiknað með að mikill stuðningur sé meðal þingmanna á Bandaríkjaþingi við þessi áform. Enrique Peña Nieto, forseti Mexíkó, segir enn sem fyrr að ekki komi til greina að borga fyrir þennan múr, verði eitthvað af honum. Nieto tilkynnti í gær að hann væri hættur við heimsókn sína til Bandaríkjanna. Til stóð að heimsækja Bandaríkin og hitta Trump í næstu viku. Sjálfur sagði Trump á Twitter í gær að ef Mexíkó vildi ekki greiða þennan kostnað, þá væri kannski betra að hætta bara við fyrirhugaðan fund með Mexíkóforseta: „Viðskiptahalli Bandaríkjanna gagnvart Mexíkó er 60 milljarðar dala,“ skrifar Trump og gefur til kynna að Mexíkó muni ekki fara vel út úr því ef Bandaríkin segja upp fríverslunarsamningi Norður-Ameríkuríkja, NAFTA: „Þetta hefur verið einhliða samningur frá upphafi NAFTA og með honum hafa tapast fjölmörg störf og fyrirtæki.“ Með forsetatilskipunum sínum á miðvikudaginn boðar Trump meðal annars að ráðnar verði þúsundir nýrra landamæravarða, auk þess sem þær borgir í Bandaríkjunum sem hafa veitt skilríkjalausum innflytjendum grið verði sviptar fjárframlögum frá alríkinu. Þá verði settar miklu strangari reglur um móttöku flóttafólks, einkum frá nokkrum stríðshrjáðum löndum múslima og meðal annars verði engum sýrlenskum flóttamönnum hleypt inn í landið á næstunni. Hann sagðist samt ekkert hræddur um að hann muni með þessu gera illt ástand verra. „Hefurðu alls engar áhyggjur af því að þetta muni auka á reiðina meðal múslima i heiminum?“ var hann spurður í löngu viðtali á sjónvarpsstöðinni ABC, sem sýnt var á miðvikudag. „Reiði? Reiðin er mikil nú þegar. Hvernig væri hægt að hafa meira af henni?“ spurði Trump. „Ég meina. Heimurinn er í tómu rugli. Heimurinn getur ekki orðið reiðari.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira