Meistaramánuður rímar vel við hugmyndir Íslandsbanka 26. janúar 2017 17:30 Guðmundur Arnar ætlar að læra á gítar, bjóða konunni á stefnumót og kynnast samstarfsfólki sínu. Mynd/Ernir Meistaramánuður Íslandsbanka fer fram í febrúar. Þar skora þátttakendur sjálfa sig á hólm og setja sér margvísleg markmið. Átakið á sér langa sögu en þetta er í fyrsta sinn sem Íslandsbanki kemur að því. „Meistaramánuður er frábært framtak, sér í lagi af því að hann er sjálfsprottið verkefni þriggja háskólanema sem hefur haft áhrif á þúsundir Íslendinga,“ segir Guðmundur Arnar Guðmundsson, markaðsstjóri Íslandsbanka. Meistaramánuður, sem haldinn hefur verið í október á hverju ári, hefur þó legið í láginni undanfarið. „Okkur fannst sárt að sjá Meistaramánuð vera að hverfa hægt og rólega og fannst því mikilvægt að stökkva inn til að virkja hann á ný í samvinnu við upphafsmenn hans.“ Guðmundur Arnar segir Meistaramánuð ríma mjög vel við hugmyndafræði bankans sem er mjög markmiðadrifinn. Með þessu vill bankinn hafa jákvæð áhrif á nærumhverfið sitt.Styður við áramótaheitin Sú ákvörðun að færa Meistaramánuð frá október yfir í febrúar hefur sínar ástæður. „Í byrjun árs erum við oft að setja okkur markmið. Þeir sem til þekkja vita að upp úr 15. janúar eru flestir að springa á áramótaheitunum. Okkur fannst því upplagt að hafa Meistaramánuð í febrúar til að styðja fólk í að viðhalda heitum sínum. Einnig er heppilegt að í febrúar eru sex mánuðir í Reykjavíkurmaraþonið sem orðinn er fastur liður hjá mörgum Íslendingum og því kjörinn tími til að byrja að æfa sig.“Fjölbreytt markmið Meistaramánuður snýst þó alls ekki bara um hreyfingu. Markmiðin eru afar fjölbreytt. ,,Margir setja sér sem dæmi fjárhagsleg markmið í Meistaramánuði, byrja að spara eða greiða niður yfirdráttinn. Starfsfólk okkar hefur sett sér markmið sem við höfum verið að kynna okkur. Þar kennir ýmissa grasa. Til dæmis er einn sem ætlar að að heimsækja þær 27 sundlaugar sem er að finna í póstnúmerum frá 101 til 300. Ein kona ætlar að láta verða af því að bjóða vinkonum heim, aðrir ætla að prófa jóga, enn aðrir fara í ræktina,“ segir Guðmundur Arnar. Sjálfur tekur hann þátt og hefur sett sér nokkur skemmtileg markmið. „Íslandsbanki var að flytja í Norðurturninn við Smáralind. Þar er sérstakt vinnurými en enginn starfsmaður á eigið sæti. Ég er búinn að ákveða að sitja í mismunandi sæti á hverjum vinnudegi og kynnast þannig fleirum. Þá ætla ég að bjóða Klöru konunni minni þrisvar á stefnumót og fara í gítartíma með syni mínum. Svo ætla ég að eiga bíó- og pitsustefnumót með stelpunni minni.“Meistaramanudur.is Verkfærið í Meistaramánuði er dagatal fyrir febrúarmánuð þar sem fólk getur sett inn markmið sín. Bæði er hægt að prenta út dagatalið og hengja upp eða deila því á samfélagsmiðlum. „Í markmiðasetningu skiptir mestu að skrifa niður markmið sín og ekki síður að deila þeim. Þannig aukast líkur á að ná þeim auk þess sem úr verður skemmtilegt hópefli,“ segir Guðmundur Arnar en Meistaramánuður snýst ekki síst um að breyta venjum sínum. „Sálfræðingar tala um að það taki 21 dag að breyta venjum og ef maður heldur út febrúar ætti maður að vera kominn á góðan stað.“ Mikilvægt er að skrá sig til leiks á vef átaksins og ekki síður að líka við Facebook-síðu Meistaramánaðar en þannig gefst þátttakendum tækifæri til að fá fjölbreytta ráðgjöf og upplýsingar meðan á Meistaramánuði stendur.Góð fyrirmynd Guðmundur Arnar segir verkefnið byggjast upp á mjög svipaðan hátt og síðustu ár enda hafi það gefist vel. Sjónvarpsþættir verða einu sinni í viku með Pálmari Ragnarssyni körfuboltaþjálfara sem er andlit Meistaramánaðar í ár. „Pálmar hefur verið með hvatningarfyrirlestra og vakti talsverða athygli fyrir myndband sitt um stelpur í körfubolta. Hann er því frábær fyrirmynd,“ segir Guðmundur Arnar en Íslandsbanki stefnir á að halda Meistaramánuði áfram næstu árin. Nánari upplýsingar má finna á meistaramanudur.is. Heilsa Lífið Meistaramánuður Tengdar fréttir Tækifæri til að bæta líf sitt Pálmar Ragnarsson leiðir Meistaramánuð Íslandsbanka í ár og mun stýra fjölda skemmtilegra verkefna. 27. janúar 2017 14:00 Hrist upp í rútínunni Jón Benediktsson er vanur því að taka þátt í Meistaramánuði. Að þessu sinni verður markmiðið að ganga á eitt fjall í hverri viku í mánuðinum. 26. janúar 2017 11:30 Sjáðu fyrsta þáttinn: Meistaramánuðurinn hefst í næstu viku Fyrsti þáttur Meistaramánuðar 2017 á Stöð 2. 26. janúar 2017 16:30 Meistaramánuðurinn framundan: Svona áttar þú þig á því hverju þú vilt breyta í lífinu Pálmar Ragnarsson verður í forsvari fyrir meistaramánuði Íslandsbanka sem verður að þessu sinni í febrúar. 23. janúar 2017 16:00 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Meistaramánuður Íslandsbanka fer fram í febrúar. Þar skora þátttakendur sjálfa sig á hólm og setja sér margvísleg markmið. Átakið á sér langa sögu en þetta er í fyrsta sinn sem Íslandsbanki kemur að því. „Meistaramánuður er frábært framtak, sér í lagi af því að hann er sjálfsprottið verkefni þriggja háskólanema sem hefur haft áhrif á þúsundir Íslendinga,“ segir Guðmundur Arnar Guðmundsson, markaðsstjóri Íslandsbanka. Meistaramánuður, sem haldinn hefur verið í október á hverju ári, hefur þó legið í láginni undanfarið. „Okkur fannst sárt að sjá Meistaramánuð vera að hverfa hægt og rólega og fannst því mikilvægt að stökkva inn til að virkja hann á ný í samvinnu við upphafsmenn hans.“ Guðmundur Arnar segir Meistaramánuð ríma mjög vel við hugmyndafræði bankans sem er mjög markmiðadrifinn. Með þessu vill bankinn hafa jákvæð áhrif á nærumhverfið sitt.Styður við áramótaheitin Sú ákvörðun að færa Meistaramánuð frá október yfir í febrúar hefur sínar ástæður. „Í byrjun árs erum við oft að setja okkur markmið. Þeir sem til þekkja vita að upp úr 15. janúar eru flestir að springa á áramótaheitunum. Okkur fannst því upplagt að hafa Meistaramánuð í febrúar til að styðja fólk í að viðhalda heitum sínum. Einnig er heppilegt að í febrúar eru sex mánuðir í Reykjavíkurmaraþonið sem orðinn er fastur liður hjá mörgum Íslendingum og því kjörinn tími til að byrja að æfa sig.“Fjölbreytt markmið Meistaramánuður snýst þó alls ekki bara um hreyfingu. Markmiðin eru afar fjölbreytt. ,,Margir setja sér sem dæmi fjárhagsleg markmið í Meistaramánuði, byrja að spara eða greiða niður yfirdráttinn. Starfsfólk okkar hefur sett sér markmið sem við höfum verið að kynna okkur. Þar kennir ýmissa grasa. Til dæmis er einn sem ætlar að að heimsækja þær 27 sundlaugar sem er að finna í póstnúmerum frá 101 til 300. Ein kona ætlar að láta verða af því að bjóða vinkonum heim, aðrir ætla að prófa jóga, enn aðrir fara í ræktina,“ segir Guðmundur Arnar. Sjálfur tekur hann þátt og hefur sett sér nokkur skemmtileg markmið. „Íslandsbanki var að flytja í Norðurturninn við Smáralind. Þar er sérstakt vinnurými en enginn starfsmaður á eigið sæti. Ég er búinn að ákveða að sitja í mismunandi sæti á hverjum vinnudegi og kynnast þannig fleirum. Þá ætla ég að bjóða Klöru konunni minni þrisvar á stefnumót og fara í gítartíma með syni mínum. Svo ætla ég að eiga bíó- og pitsustefnumót með stelpunni minni.“Meistaramanudur.is Verkfærið í Meistaramánuði er dagatal fyrir febrúarmánuð þar sem fólk getur sett inn markmið sín. Bæði er hægt að prenta út dagatalið og hengja upp eða deila því á samfélagsmiðlum. „Í markmiðasetningu skiptir mestu að skrifa niður markmið sín og ekki síður að deila þeim. Þannig aukast líkur á að ná þeim auk þess sem úr verður skemmtilegt hópefli,“ segir Guðmundur Arnar en Meistaramánuður snýst ekki síst um að breyta venjum sínum. „Sálfræðingar tala um að það taki 21 dag að breyta venjum og ef maður heldur út febrúar ætti maður að vera kominn á góðan stað.“ Mikilvægt er að skrá sig til leiks á vef átaksins og ekki síður að líka við Facebook-síðu Meistaramánaðar en þannig gefst þátttakendum tækifæri til að fá fjölbreytta ráðgjöf og upplýsingar meðan á Meistaramánuði stendur.Góð fyrirmynd Guðmundur Arnar segir verkefnið byggjast upp á mjög svipaðan hátt og síðustu ár enda hafi það gefist vel. Sjónvarpsþættir verða einu sinni í viku með Pálmari Ragnarssyni körfuboltaþjálfara sem er andlit Meistaramánaðar í ár. „Pálmar hefur verið með hvatningarfyrirlestra og vakti talsverða athygli fyrir myndband sitt um stelpur í körfubolta. Hann er því frábær fyrirmynd,“ segir Guðmundur Arnar en Íslandsbanki stefnir á að halda Meistaramánuði áfram næstu árin. Nánari upplýsingar má finna á meistaramanudur.is.
Heilsa Lífið Meistaramánuður Tengdar fréttir Tækifæri til að bæta líf sitt Pálmar Ragnarsson leiðir Meistaramánuð Íslandsbanka í ár og mun stýra fjölda skemmtilegra verkefna. 27. janúar 2017 14:00 Hrist upp í rútínunni Jón Benediktsson er vanur því að taka þátt í Meistaramánuði. Að þessu sinni verður markmiðið að ganga á eitt fjall í hverri viku í mánuðinum. 26. janúar 2017 11:30 Sjáðu fyrsta þáttinn: Meistaramánuðurinn hefst í næstu viku Fyrsti þáttur Meistaramánuðar 2017 á Stöð 2. 26. janúar 2017 16:30 Meistaramánuðurinn framundan: Svona áttar þú þig á því hverju þú vilt breyta í lífinu Pálmar Ragnarsson verður í forsvari fyrir meistaramánuði Íslandsbanka sem verður að þessu sinni í febrúar. 23. janúar 2017 16:00 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Tækifæri til að bæta líf sitt Pálmar Ragnarsson leiðir Meistaramánuð Íslandsbanka í ár og mun stýra fjölda skemmtilegra verkefna. 27. janúar 2017 14:00
Hrist upp í rútínunni Jón Benediktsson er vanur því að taka þátt í Meistaramánuði. Að þessu sinni verður markmiðið að ganga á eitt fjall í hverri viku í mánuðinum. 26. janúar 2017 11:30
Sjáðu fyrsta þáttinn: Meistaramánuðurinn hefst í næstu viku Fyrsti þáttur Meistaramánuðar 2017 á Stöð 2. 26. janúar 2017 16:30
Meistaramánuðurinn framundan: Svona áttar þú þig á því hverju þú vilt breyta í lífinu Pálmar Ragnarsson verður í forsvari fyrir meistaramánuði Íslandsbanka sem verður að þessu sinni í febrúar. 23. janúar 2017 16:00