McCain gagnrýnir pyndingaummæli Trump harðlega atli ísleifsson skrifar 26. janúar 2017 12:34 John McCain var um árabil stríðsfangi í Víetnam. Vísir/AFP Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn John McCain hefur harðlega gagnrýnt ummæli Donald Trump Bandaríkjaforseta um að hann vilji taka upp pyndingaaðferðir í baráttunni gegn hryðjuverkum. Í viðtali við ABC News í gær sagðist Trump vilja taka upp aðferðir á borð við svo kallað waterboarding, sem er ætlað að framkalla drukknunartilfinningu, við yfirheyrslur á grunuðum hryðjuverkamönnum. Aðferðin var notuð í forsetatíð George W. Bush en síðar hætt. Trump segir hins vegar nauðsynlegt að „láta hart mæta hörðu“ í þessum málum og kveðst hafa fengið staðfest að yfirheyrsluaðferðin skili árangri. Trump greindi þó ekki frá við hverja hann hafi rætt, en hefur nú beðið um álit Mike Pompeo, nýskipaðs forstjóra CIA, og James Mattis, nýs varnarmálaráðherra landsins. Repúblikaninn McCain var lengi stríðsfangi í Víetnam og þurfti á þeim tíma sjálfur að sæta pyndingum. „Forsetinn getur undirritað hverja þá tilskipun sem hann vill, en lög eru lög. Við ætlum ekki að taka upp pyndingar að nýju,“ sagði McCain á Twitter-síðu sinni. Leon Panetta, fyrrverandi varnarmálaráðherra og forstjóri CIA, gagnrýnir sömuleiðis Trump og segir að það yrðu mikil mistök að heimila pyndingar á ný..@POTUS can sign whatever executive orders he likes, but the law is the law - we're not bringing back torture https://t.co/m9YjDtNYBQ— John McCain (@SenJohnMcCain) January 25, 2017 Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump skipar fyrir um nýjan landamæravegg Donald Trump boðar aðgerðir í innflytjendamálum hið snarasta. Reisa á vegg og innflutningi fólks frá sjö múslimaríkjum verða settar skorður. Samstarfsfólk segir stefnu Trumps skýra hátt gengi Dow Jones-vísitölunnar undanfarið. 26. janúar 2017 07:00 Lýðræði á Vesturlöndum lengi átt undir högg að sækja Höfundar lýðræðisskýrslu EIU segja að undanfarin ár hafi áhyggjur vegna vandræða lýðræðis aukist sífellt og jafnvel sé um krísu að ræða í dag. 26. janúar 2017 12:15 Trump sagður glíma við óöryggi vegna atkvæðafjölda og umfjöllunar Donald Trump telur sig ekki geta notið þess að vera kominn í Hvíta húsið, eins og hann eigi skilið. 25. janúar 2017 11:03 Cate Blanchett sparaði ekki stóru orðin um Donald Trump í spjallþætti Jimmy Fallon Ástralska leikkonan Cate Blanchett var gestur í spjallþætti Jimmy Fallon, The Tonight Show, í vikunni. 26. janúar 2017 08:45 Trump styður notkun pyndinga Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að grimmd meðlima hryðjuverkasamtakanna Ríkis Íslams, kalli á hertari aðgerðir, af hálfu Bandaríkjanna. 25. janúar 2017 23:05 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Sjá meira
Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn John McCain hefur harðlega gagnrýnt ummæli Donald Trump Bandaríkjaforseta um að hann vilji taka upp pyndingaaðferðir í baráttunni gegn hryðjuverkum. Í viðtali við ABC News í gær sagðist Trump vilja taka upp aðferðir á borð við svo kallað waterboarding, sem er ætlað að framkalla drukknunartilfinningu, við yfirheyrslur á grunuðum hryðjuverkamönnum. Aðferðin var notuð í forsetatíð George W. Bush en síðar hætt. Trump segir hins vegar nauðsynlegt að „láta hart mæta hörðu“ í þessum málum og kveðst hafa fengið staðfest að yfirheyrsluaðferðin skili árangri. Trump greindi þó ekki frá við hverja hann hafi rætt, en hefur nú beðið um álit Mike Pompeo, nýskipaðs forstjóra CIA, og James Mattis, nýs varnarmálaráðherra landsins. Repúblikaninn McCain var lengi stríðsfangi í Víetnam og þurfti á þeim tíma sjálfur að sæta pyndingum. „Forsetinn getur undirritað hverja þá tilskipun sem hann vill, en lög eru lög. Við ætlum ekki að taka upp pyndingar að nýju,“ sagði McCain á Twitter-síðu sinni. Leon Panetta, fyrrverandi varnarmálaráðherra og forstjóri CIA, gagnrýnir sömuleiðis Trump og segir að það yrðu mikil mistök að heimila pyndingar á ný..@POTUS can sign whatever executive orders he likes, but the law is the law - we're not bringing back torture https://t.co/m9YjDtNYBQ— John McCain (@SenJohnMcCain) January 25, 2017
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump skipar fyrir um nýjan landamæravegg Donald Trump boðar aðgerðir í innflytjendamálum hið snarasta. Reisa á vegg og innflutningi fólks frá sjö múslimaríkjum verða settar skorður. Samstarfsfólk segir stefnu Trumps skýra hátt gengi Dow Jones-vísitölunnar undanfarið. 26. janúar 2017 07:00 Lýðræði á Vesturlöndum lengi átt undir högg að sækja Höfundar lýðræðisskýrslu EIU segja að undanfarin ár hafi áhyggjur vegna vandræða lýðræðis aukist sífellt og jafnvel sé um krísu að ræða í dag. 26. janúar 2017 12:15 Trump sagður glíma við óöryggi vegna atkvæðafjölda og umfjöllunar Donald Trump telur sig ekki geta notið þess að vera kominn í Hvíta húsið, eins og hann eigi skilið. 25. janúar 2017 11:03 Cate Blanchett sparaði ekki stóru orðin um Donald Trump í spjallþætti Jimmy Fallon Ástralska leikkonan Cate Blanchett var gestur í spjallþætti Jimmy Fallon, The Tonight Show, í vikunni. 26. janúar 2017 08:45 Trump styður notkun pyndinga Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að grimmd meðlima hryðjuverkasamtakanna Ríkis Íslams, kalli á hertari aðgerðir, af hálfu Bandaríkjanna. 25. janúar 2017 23:05 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Sjá meira
Trump skipar fyrir um nýjan landamæravegg Donald Trump boðar aðgerðir í innflytjendamálum hið snarasta. Reisa á vegg og innflutningi fólks frá sjö múslimaríkjum verða settar skorður. Samstarfsfólk segir stefnu Trumps skýra hátt gengi Dow Jones-vísitölunnar undanfarið. 26. janúar 2017 07:00
Lýðræði á Vesturlöndum lengi átt undir högg að sækja Höfundar lýðræðisskýrslu EIU segja að undanfarin ár hafi áhyggjur vegna vandræða lýðræðis aukist sífellt og jafnvel sé um krísu að ræða í dag. 26. janúar 2017 12:15
Trump sagður glíma við óöryggi vegna atkvæðafjölda og umfjöllunar Donald Trump telur sig ekki geta notið þess að vera kominn í Hvíta húsið, eins og hann eigi skilið. 25. janúar 2017 11:03
Cate Blanchett sparaði ekki stóru orðin um Donald Trump í spjallþætti Jimmy Fallon Ástralska leikkonan Cate Blanchett var gestur í spjallþætti Jimmy Fallon, The Tonight Show, í vikunni. 26. janúar 2017 08:45
Trump styður notkun pyndinga Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að grimmd meðlima hryðjuverkasamtakanna Ríkis Íslams, kalli á hertari aðgerðir, af hálfu Bandaríkjanna. 25. janúar 2017 23:05