Eftirminnileg augnablik frá tískuvikunum Ritstjórn skrifar 26. janúar 2017 10:45 Nú styttist óðum í tískuvikutímabilið þar sem haust- og vetrartískan mun líða um tískupallinn en stærstu viðburðirnir eru í tískuborgunum fjórum og byrja í New York, svo London, Mílanó og loks París. Það er oft líf og fjör á þessum tíma fyrir tískuunnendur en breska Glamour ákvað af þessu tilefni að rifja upp eftirminnilegustu augnblik tískuvikna í gegnum tiðina. Allt frá Naomi Campbell að detta, Anna Wintour að fá yfir sig tertu og þegar Rick Owens sýndi typpi á tískupallinum. Hér er brot af því besta: Þegar Bella Hadid datt í sýningu Michael Kors í New York fyrir vor/sumar 2016 en hún slasaðist ekki og náði svo sannarlega að halda andilti og hlæja að klaufaskapnum. Það vakti heldur betur athygli á sýningu Valentino 2015 þegar Derek Zoolander og Hansel - Ben Stiller og Owen Wilson - birtust tískupallinum í Mílanó. Árið var 1992 og Jean Paul Gaultier sjokkeraði tískuheiminn með því að láta Madonnu ganga berbrjósta niður pallinn. Fyrsta í #freethenipple átakinu?Dýraverndurnarsinnar hentu tertu í sjálfa Önnu Wintour á tískuvikunni í París 2005 fyrir að klæðast pels. Atvikið náðist á mynd eins og sjá má hér. Árið 1993 datt ofurfyrirsætan Naomi Campbell á rassinn á sýningu Vivianne Westwood, kannski ekki skrýtið í þessum himinháu hælum. Hún gerði það þó með bros á vör. Typpasýning Rick Owens á tískupallinum 2015 vakti heldur betur athygli, forundran, hneysklun og mikið umtal sem líklega var planið. Kíkið á listann í heild sinni inn á breska Glamour. Glamour Tíska Mest lesið Toppaðu þig með topp Glamour Lily-Rose Depp nýtt andlit Chanel Glamour Bella Hadid er nýtt andlit Dior Glamour Svalasta amma heims Glamour Klæða af sér kuldann með litum og munstrum Glamour Útvíðarbuxur koma aftur í stórum stíl Glamour Fjólublár er litur ársins 2018 Glamour Stemmingin fönguð á Secret Solstice í gær Glamour Fræg tískumóment Grammy-verðlaunanna Glamour Frá Óskarnum í eftirpartýið Glamour
Nú styttist óðum í tískuvikutímabilið þar sem haust- og vetrartískan mun líða um tískupallinn en stærstu viðburðirnir eru í tískuborgunum fjórum og byrja í New York, svo London, Mílanó og loks París. Það er oft líf og fjör á þessum tíma fyrir tískuunnendur en breska Glamour ákvað af þessu tilefni að rifja upp eftirminnilegustu augnblik tískuvikna í gegnum tiðina. Allt frá Naomi Campbell að detta, Anna Wintour að fá yfir sig tertu og þegar Rick Owens sýndi typpi á tískupallinum. Hér er brot af því besta: Þegar Bella Hadid datt í sýningu Michael Kors í New York fyrir vor/sumar 2016 en hún slasaðist ekki og náði svo sannarlega að halda andilti og hlæja að klaufaskapnum. Það vakti heldur betur athygli á sýningu Valentino 2015 þegar Derek Zoolander og Hansel - Ben Stiller og Owen Wilson - birtust tískupallinum í Mílanó. Árið var 1992 og Jean Paul Gaultier sjokkeraði tískuheiminn með því að láta Madonnu ganga berbrjósta niður pallinn. Fyrsta í #freethenipple átakinu?Dýraverndurnarsinnar hentu tertu í sjálfa Önnu Wintour á tískuvikunni í París 2005 fyrir að klæðast pels. Atvikið náðist á mynd eins og sjá má hér. Árið 1993 datt ofurfyrirsætan Naomi Campbell á rassinn á sýningu Vivianne Westwood, kannski ekki skrýtið í þessum himinháu hælum. Hún gerði það þó með bros á vör. Typpasýning Rick Owens á tískupallinum 2015 vakti heldur betur athygli, forundran, hneysklun og mikið umtal sem líklega var planið. Kíkið á listann í heild sinni inn á breska Glamour.
Glamour Tíska Mest lesið Toppaðu þig með topp Glamour Lily-Rose Depp nýtt andlit Chanel Glamour Bella Hadid er nýtt andlit Dior Glamour Svalasta amma heims Glamour Klæða af sér kuldann með litum og munstrum Glamour Útvíðarbuxur koma aftur í stórum stíl Glamour Fjólublár er litur ársins 2018 Glamour Stemmingin fönguð á Secret Solstice í gær Glamour Fræg tískumóment Grammy-verðlaunanna Glamour Frá Óskarnum í eftirpartýið Glamour