Norskir fjömiðlar greina frá því að Eggert Gunnþór Jónsson er kominn vel á veg við að semja við norska úrvalsdeildarfélagið Viking í Stafangri.
Eggert Gunnþór er kominn til Noregs og sagði í samtali við Aftenbladet að hann vildi fá langtímasamning hjá félaginu.
„Við höfum flutt oft síðustu árin og nú viljum við koma okkur vel fyrir og dvelja á sama staðnum í langan tíma,“ sagði Eggert.
Eggert er á mála hjá enska C-deildarliðinu Fleetwood Town en hefur verið í kuldanum hjá þjálfara liðsins síðan í október.
Hann hóf ferilinn hjá Hearts í Skotlandi aðeins sautján ára en fór þaðan árið 2012 eftir sjö ára dvöl. Síðan þá hefur hann spilað með Wolves, Charlton, Belenenses í Portúgal og Vestsjælland í Danmörku.
