Bandaríkin teljast ekki lengur vera fullnuma lýðræðisríki Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 25. janúar 2017 23:30 Bandaríkin flokkast nú sem gallað lýðræðisríki, samkvæmt mælikvörðum EIU. Vísir/EPA Samkvæmt nýjustu skýrslu breska rannsóknafyrirtækisins Economist Intelligence Unit (EIU), fyrir árið 2016, geta Bandaríkin ekki lengur talist vera fullnuma lýðræðisríki. Hægt er að nálgast skýrsluna hér.EIU notar fimm flokka til þess að meta heilbrigði lýðræðis í ríkjum heimsins. EIU metur þannig framkvæmd kosninga í hverju ríki fyrir sig, frelsi borgara, stjórnmálaþátttöku og stjórnmálamenningu, auk þess sem fyrirtækið metur hversu virkar og starfhæfar stofnanir ríkisins eru. Með þessum hætti flokkar EIU ríki heims í fernt; í fullnuma lýðræðisríki, í gölluð lýðræðisríki, í blönduð ríki og loks í einræðisríki. Til þess að flokkast sem fullnuma lýðræðisríki þurfa ríki að vera með 8,0 stig á kvörðum EIU. Bandaríkin voru með 8,05 stig árið 2015 en samkvæmt nýjustu skýrslu EIU er landið með 7,98 stig eftir árið 2016 og teljast Bandaríkin því nú vera gallað lýðræðisríki, í fyrsta skipti. Samkvæmt mælikvörðum EIU eru gölluð lýðræðisríki svokölluð ríki þar sem fara fram frjálsar kosningar, sem líða þrátt fyrir það fyrir veikar stofnanir, óþroskaða stjórnmálamenningu og lága stjórnmálaþátttöku almennings. Önnur ríki sem einnig flokkast undir gölluð lýðræðisríki samkvæmt stöðlum EIU, eru til að mynda Japan, Frakkland, Singapúr, Suður-Kórea og Indland. Að sögn skýrsluhöfunda EIU er þó ekki hægt að kenna orðum og gjörðum nýkjörins forseta Bandaríkjanna, Donald Trump, um hrakandi lýðræði í landinu, en Bandaríkin hefðu fengið færri stig jafnvel ef engar kosningar hefðu verið haldnar árið 2016. Er um að kenna að almenningur í Bandaríkjunum treystir stofnunum þar í landi, stjórnmálaflokkum og kjörnum fulltrúum, í stöðugt minna mæli. Ísland er í öðru sæti á lista EIU fyrir árið 2016, rétt á eftir Noregi og telst því vera fullnuma lýðræðisríki. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Samkvæmt nýjustu skýrslu breska rannsóknafyrirtækisins Economist Intelligence Unit (EIU), fyrir árið 2016, geta Bandaríkin ekki lengur talist vera fullnuma lýðræðisríki. Hægt er að nálgast skýrsluna hér.EIU notar fimm flokka til þess að meta heilbrigði lýðræðis í ríkjum heimsins. EIU metur þannig framkvæmd kosninga í hverju ríki fyrir sig, frelsi borgara, stjórnmálaþátttöku og stjórnmálamenningu, auk þess sem fyrirtækið metur hversu virkar og starfhæfar stofnanir ríkisins eru. Með þessum hætti flokkar EIU ríki heims í fernt; í fullnuma lýðræðisríki, í gölluð lýðræðisríki, í blönduð ríki og loks í einræðisríki. Til þess að flokkast sem fullnuma lýðræðisríki þurfa ríki að vera með 8,0 stig á kvörðum EIU. Bandaríkin voru með 8,05 stig árið 2015 en samkvæmt nýjustu skýrslu EIU er landið með 7,98 stig eftir árið 2016 og teljast Bandaríkin því nú vera gallað lýðræðisríki, í fyrsta skipti. Samkvæmt mælikvörðum EIU eru gölluð lýðræðisríki svokölluð ríki þar sem fara fram frjálsar kosningar, sem líða þrátt fyrir það fyrir veikar stofnanir, óþroskaða stjórnmálamenningu og lága stjórnmálaþátttöku almennings. Önnur ríki sem einnig flokkast undir gölluð lýðræðisríki samkvæmt stöðlum EIU, eru til að mynda Japan, Frakkland, Singapúr, Suður-Kórea og Indland. Að sögn skýrsluhöfunda EIU er þó ekki hægt að kenna orðum og gjörðum nýkjörins forseta Bandaríkjanna, Donald Trump, um hrakandi lýðræði í landinu, en Bandaríkin hefðu fengið færri stig jafnvel ef engar kosningar hefðu verið haldnar árið 2016. Er um að kenna að almenningur í Bandaríkjunum treystir stofnunum þar í landi, stjórnmálaflokkum og kjörnum fulltrúum, í stöðugt minna mæli. Ísland er í öðru sæti á lista EIU fyrir árið 2016, rétt á eftir Noregi og telst því vera fullnuma lýðræðisríki.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira