Trump skipar fyrir um nýjan landamæravegg Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 26. janúar 2017 07:00 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, skrifaði í gær undir tilskipun sem krefst þess af öryggismálaráðuneytinu að byggja vegg á landamærunum við Mexíkó. Einnig skrifaði hann undir tilskipun sem gengur út á að skera á fjármagn til svokallaðra griðastaða, borga sem hýsa ólöglega innflytjendur án þess að sækja þá til saka. Í viðtali við ABC sagði Trump að Mexíkó myndi endurgreiða Bandaríkjamönnum þann kostnað sem fylgir því að reisa vegg á landamærum ríkjanna tveggja. „Mexíkó mun greiða fyrir vegginn. Algjörlega. Hundrað prósent.“ Aðspurður um hvers vegna Enrique Peña Nieto, forseti Mexíkó, neiti því að ríki sitt muni borga sagði Trump: „Ég held að hann þurfi að segja þetta. En ég er að segja þér það, það verður endurgreiðsla af einhverjum toga. Kannski verður hún flókin. Þú verður að skilja að það sem ég er að gera verður gott fyrir Bandaríkin. Það verður einnig gott fyrir Mexíkó.“Trump sagði enn fremur að undirbúningur væri kominn af stað og að framkvæmdin sjálf hæfist á næstu mánuðum. Viðræður við Mexíkó um hvernig ríkið eigi að borga vegginn hefjist brátt. BBC greinir frá því að Trump hyggist undirrita fleiri tilskipanir sem tengjast innflytjendamálum á næstu dögum. Meðal annars tilskipun sem tengist stórauknu eftirliti með innflytjendum frá sjö ríkjum Afríku og Mið-Austurlöndum. Trump hugsar þó ekki eingöngu um landamæraeftirlit þessa dagana. Í gær sagði hann að kosningar nóvembermánaðar yrðu rannsakaðar og athugað yrði hvort milljónir hefðu kosið ólöglega, líkt og Trump hefur haldið fram. Í færslum sínum á Twitter hélt Trump því fram að fólk hefði kosið í tveimur ríkjum, ólöglegir innflytjendur hafi kosið og jafnvel þeir sem skráðir eru látnir. Dow Jones-vísitalan fór í fyrsta sinn yfir tuttugu þúsund stig í gær í 131 árs sögu sinni. Hefur vísitalan því hækkað um nærri tvö þúsund stig frá kosningunum í nóvember síðastliðnum. Samstarfsfólk Trumps var fljótt að bendla nýja metið við forsetann og deildi Kellyanne Conway, ráðgjafi Trumps, frétt um metið á Twitter. „Trump-áhrifin,“ skrifaði Conway í færslunni. BBC greinir frá því að fjárfestar hafi flestir trú á því að sum stefnumála Trumps gætu hækkað verðbólgu og þar með vexti. Einnig hafi áform um að lækka skatta á fyrirtæki áhrif. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, skrifaði í gær undir tilskipun sem krefst þess af öryggismálaráðuneytinu að byggja vegg á landamærunum við Mexíkó. Einnig skrifaði hann undir tilskipun sem gengur út á að skera á fjármagn til svokallaðra griðastaða, borga sem hýsa ólöglega innflytjendur án þess að sækja þá til saka. Í viðtali við ABC sagði Trump að Mexíkó myndi endurgreiða Bandaríkjamönnum þann kostnað sem fylgir því að reisa vegg á landamærum ríkjanna tveggja. „Mexíkó mun greiða fyrir vegginn. Algjörlega. Hundrað prósent.“ Aðspurður um hvers vegna Enrique Peña Nieto, forseti Mexíkó, neiti því að ríki sitt muni borga sagði Trump: „Ég held að hann þurfi að segja þetta. En ég er að segja þér það, það verður endurgreiðsla af einhverjum toga. Kannski verður hún flókin. Þú verður að skilja að það sem ég er að gera verður gott fyrir Bandaríkin. Það verður einnig gott fyrir Mexíkó.“Trump sagði enn fremur að undirbúningur væri kominn af stað og að framkvæmdin sjálf hæfist á næstu mánuðum. Viðræður við Mexíkó um hvernig ríkið eigi að borga vegginn hefjist brátt. BBC greinir frá því að Trump hyggist undirrita fleiri tilskipanir sem tengjast innflytjendamálum á næstu dögum. Meðal annars tilskipun sem tengist stórauknu eftirliti með innflytjendum frá sjö ríkjum Afríku og Mið-Austurlöndum. Trump hugsar þó ekki eingöngu um landamæraeftirlit þessa dagana. Í gær sagði hann að kosningar nóvembermánaðar yrðu rannsakaðar og athugað yrði hvort milljónir hefðu kosið ólöglega, líkt og Trump hefur haldið fram. Í færslum sínum á Twitter hélt Trump því fram að fólk hefði kosið í tveimur ríkjum, ólöglegir innflytjendur hafi kosið og jafnvel þeir sem skráðir eru látnir. Dow Jones-vísitalan fór í fyrsta sinn yfir tuttugu þúsund stig í gær í 131 árs sögu sinni. Hefur vísitalan því hækkað um nærri tvö þúsund stig frá kosningunum í nóvember síðastliðnum. Samstarfsfólk Trumps var fljótt að bendla nýja metið við forsetann og deildi Kellyanne Conway, ráðgjafi Trumps, frétt um metið á Twitter. „Trump-áhrifin,“ skrifaði Conway í færslunni. BBC greinir frá því að fjárfestar hafi flestir trú á því að sum stefnumála Trumps gætu hækkað verðbólgu og þar með vexti. Einnig hafi áform um að lækka skatta á fyrirtæki áhrif. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Sjá meira