Erlent

1984 komin aftur á topplista eftir ummæli um „hliðstæðar staðreyndir“

Samúel Karl Ólason skrifar
Kellyanne Conway, ráðgjafi Donald Trump.
Kellyanne Conway, ráðgjafi Donald Trump.
Bókin 1984 er kominn efst á sölulista hjá Amazon-bóka í Bandaríkjunum. Sala bókarinnar er sögð hafa rokið upp eftir að Kellyanne Conway, ráðgjafi Donald Trump, lét ummæli sín um „hliðstæðar staðreyndir“ (Alternative facts) falla í viðtali á dögunum.

Blaðamenn Guardian tóku eftir að bókin var komin aftur á topplista Amazon í gærkvöldi og þá var hún í sjötta sæti.

Í kjölfar viðtals Conway á NBC fór mikil umræða af stað um „newspeak“ sem notað var í bókinni. Með því tungumáli vildu yfirvöld koma í veg fyrir sjálfstæða hugsun. Síðan þá hafa ummæli Conway verið tengd við 1984.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×