Falskur stjórnarsáttmáli Sigurjón Þórðarson skrifar 26. janúar 2017 07:00 Mikil völd felast í miðlun upplýsinga. Á það við um það hvernig og hvaða mál eru sett fram og á hvaða tímapunkti upplýsingar eru veittar. Í því ljósi er hægt að skilja þá sem vilja tryggja eigin hagsmuni með því að halda úti fjölmiðlum á borð við Morgunblaðið og 365 miðla þó að iðulega sé mikið tap á rekstri þeirra. Það er heldur ekki sama hvenær upplýsingar eru veittar. Það var engin tilviljun að núverandi forsætisráðherra ákvað að halda leyndum upplýsingum um þær gríðarháu fjárhæðir sem auð- og fjárglæframenn höfðu falið í skattaskjólum fram yfir síðustu alþingiskosningar. Forsætisráðherra hefur nefnilega sjálfur komið fjármunum í umrædd skjól sem hafa þann helsta tilgang að svíkja undan skatti. Í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum varð sú leið áberandi að reynt var að hafa áhrif á skoðanir almennings með því að dreifa fölskum fréttum eða lygafréttum. Rifja má upp að lygaupplýsingar eru einnig komnar frá stjórnvöldum vestrænna lýðræðisríkja og hafa verið notaðar til að réttlæta hernaðaraðgerðir. Bjöguð og beinlínis röng upplýsingagjöf hefur orðið til þess að rýra traust almennings á fréttaflutningi og upplýsingagjöf stjórnvalda. Í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar er það yfirlýsta markmið að byggja upp traust á grunnstoðum samfélagsins og gæta þess að ólík sjónarmið komist rækilega á framfæri. Engu að síður koma fram í stefnuyfirlýsingunni rammfalskar fullyrðingar sem standast ekki nokkra skoðun heldur þjóna mögulega þröngum sérhagsmunum. Hér er átt við ósannindin um að núverandi kvótakerfi hafi skilað þjóðhagslegum ávinningi og sé umhverfisvænt. Einokunarhagnaður Opinber tölfræði er í hrópandi mótsögn við framangreinda fullyrðingu en landaður afli helstu nytjategunda er helmingurinn af því sem hann var fyrir daga kvótakerfisins. Sjávarbyggðirnar sem áður skiluðu arði eru nú brothættar byggðir auk þess sem einokunarhagnaður þeirra sem hafa einkarétt á að róa til fiskjar fer með hverju árinu sem líður í æ færri vasa. Í glænýrri skýrslu Hafró kemur fram að þúsundum tonnum af þorski hafi verið hent í sjóinn á síðasta fiskveiðiári og hvernig sem litið er á málið getur það ekki talist „sjálfbært“. Við lestur stjórnarsáttmálans er ekki hægt að sjá neitt annað en að bæði Viðreisn og Björt framtíð séu sammála Sjálfstæðisflokknum um að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi sé það besta í heimi. Viðreisn sem hélt því að kjósendum að flokkurinn vildi koma á víðtækum kerfisbreytingum, einkum á sviði landbúnaðar og hagstjórnar en þó allra helst sjávarútvegi, hefur algerlega kúvent. Að minnsta kosti finnast engin merki um að slíkt sé í farvatninu ef lesin er stefnuyfirlýsing ríkisstjórnarinnar. Í sjálfu sér er ekkert við því að segja að leiðtogar Viðreisnar og BF hafi gefist upp á að ná fram stefnu flokka sinna eða skipt um skoðun þegar færi gafst á að setjast í mjúka ráðherrastóla. Í stað þess að forystumenn Viðreisnar og BF viðurkenni hið augljósa er farin leið sem verður vart aumari, þ.e. að halda á lofti ósannindum. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Mikil völd felast í miðlun upplýsinga. Á það við um það hvernig og hvaða mál eru sett fram og á hvaða tímapunkti upplýsingar eru veittar. Í því ljósi er hægt að skilja þá sem vilja tryggja eigin hagsmuni með því að halda úti fjölmiðlum á borð við Morgunblaðið og 365 miðla þó að iðulega sé mikið tap á rekstri þeirra. Það er heldur ekki sama hvenær upplýsingar eru veittar. Það var engin tilviljun að núverandi forsætisráðherra ákvað að halda leyndum upplýsingum um þær gríðarháu fjárhæðir sem auð- og fjárglæframenn höfðu falið í skattaskjólum fram yfir síðustu alþingiskosningar. Forsætisráðherra hefur nefnilega sjálfur komið fjármunum í umrædd skjól sem hafa þann helsta tilgang að svíkja undan skatti. Í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum varð sú leið áberandi að reynt var að hafa áhrif á skoðanir almennings með því að dreifa fölskum fréttum eða lygafréttum. Rifja má upp að lygaupplýsingar eru einnig komnar frá stjórnvöldum vestrænna lýðræðisríkja og hafa verið notaðar til að réttlæta hernaðaraðgerðir. Bjöguð og beinlínis röng upplýsingagjöf hefur orðið til þess að rýra traust almennings á fréttaflutningi og upplýsingagjöf stjórnvalda. Í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar er það yfirlýsta markmið að byggja upp traust á grunnstoðum samfélagsins og gæta þess að ólík sjónarmið komist rækilega á framfæri. Engu að síður koma fram í stefnuyfirlýsingunni rammfalskar fullyrðingar sem standast ekki nokkra skoðun heldur þjóna mögulega þröngum sérhagsmunum. Hér er átt við ósannindin um að núverandi kvótakerfi hafi skilað þjóðhagslegum ávinningi og sé umhverfisvænt. Einokunarhagnaður Opinber tölfræði er í hrópandi mótsögn við framangreinda fullyrðingu en landaður afli helstu nytjategunda er helmingurinn af því sem hann var fyrir daga kvótakerfisins. Sjávarbyggðirnar sem áður skiluðu arði eru nú brothættar byggðir auk þess sem einokunarhagnaður þeirra sem hafa einkarétt á að róa til fiskjar fer með hverju árinu sem líður í æ færri vasa. Í glænýrri skýrslu Hafró kemur fram að þúsundum tonnum af þorski hafi verið hent í sjóinn á síðasta fiskveiðiári og hvernig sem litið er á málið getur það ekki talist „sjálfbært“. Við lestur stjórnarsáttmálans er ekki hægt að sjá neitt annað en að bæði Viðreisn og Björt framtíð séu sammála Sjálfstæðisflokknum um að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi sé það besta í heimi. Viðreisn sem hélt því að kjósendum að flokkurinn vildi koma á víðtækum kerfisbreytingum, einkum á sviði landbúnaðar og hagstjórnar en þó allra helst sjávarútvegi, hefur algerlega kúvent. Að minnsta kosti finnast engin merki um að slíkt sé í farvatninu ef lesin er stefnuyfirlýsing ríkisstjórnarinnar. Í sjálfu sér er ekkert við því að segja að leiðtogar Viðreisnar og BF hafi gefist upp á að ná fram stefnu flokka sinna eða skipt um skoðun þegar færi gafst á að setjast í mjúka ráðherrastóla. Í stað þess að forystumenn Viðreisnar og BF viðurkenni hið augljósa er farin leið sem verður vart aumari, þ.e. að halda á lofti ósannindum. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun