Rannsóknarblaðamennirnir að baki Panama-lekanum stilla miðið á Donald Trump Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. janúar 2017 23:21 Donald Trump. Vísir/Getty Rannsóknarblaðamennirnir Frederik Obermaier og Bastian Obermeyer hvetja fjölmiðla í Bandaríkjunum til þess að taka höndum saman, líkt og fjölmiðlar gerðu í Panama-lekanum, til þess fjalla um Donald Trump og þá ógn sem þeir segja að seta hans í Hvíta húsinu sé gegn lýðræði í Bandaríkjunum.Þetta kemur fram í skoðanagrein sem þeir skrifa í The Guardian. Þeir starfa hjá Süddeutsche Zeitung í Þýskalandi. Gátu þeir sér gott orð fyrir umfjöllun þeirra um Panama-skjölin sem lekið var til fjölmiðla og urðu meðal annars til þess að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði af sér sem forsætisráðherra Íslands. Segja þeir að samstarf þeirra 107 fjölmiðla sem komu að fréttaflutningi af Panama-skjölunum í samstarfi við International Consortium of Investigative Journalists hafi orðið til af einni ástæðu. Þær upplýsingar um eignir auðmanna á aflandssvæðum sem þar komu fram hafi einfaldlega verið of miklar og of mikilvægar til þess að einn fjölmiðill gæti fjallað um þær á sómasamlegan hátt. Nú standi bandarískir fjölmiðlar frammi fyrir frétt sem sé svo mikilvæg og svo stór að enginn einn fjölmiðill geti fjallað um hana. Að mati blaðamannanna er fréttin möguleg ógn Donald Trump sem forseta Bandaríkjanna við lýðræði þar í landi. Segja þeir að árásir Trump á blaðamenn séu skipulagðar og nefna þeir sem dæmi nýlegar árásir fjölmiðlafulltrúa Trump á blaðamenn vegna fréttaflutnings um mismuninn á fjölda þeirra sem voru viðstaddir innsetningarathöfn Barack Obama miðað við innsetningarathöfn Trump. Segja þeir mikilvægt að fjölmiðlar starfi saman til þess að varpa ljósi á tengsl Trump við Rússland, alþjóðleg viðskiptatengsll Trump og ríkisstjórnar hans og mögulega hagsmunaárekstra. Benda þeir á að Donald Trump eigi hluti í hundruð fyrirtækja og því sé ómögulegt fyrir einn fjölmiðil að fjalla um viðskiptatengsl Donald Trump.Lesa má grein þeirra hér í heild sinni hér.Uppfært:Í fréttinni var því haldið fram að Frederik og Bastian væru bræður. Þrátt fyrir keimlík eftirnöfn eru þeir það ekki. Það hefur verið leiðrétt og beðist er velvirðingar á mistökunum Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Sjá meira
Rannsóknarblaðamennirnir Frederik Obermaier og Bastian Obermeyer hvetja fjölmiðla í Bandaríkjunum til þess að taka höndum saman, líkt og fjölmiðlar gerðu í Panama-lekanum, til þess fjalla um Donald Trump og þá ógn sem þeir segja að seta hans í Hvíta húsinu sé gegn lýðræði í Bandaríkjunum.Þetta kemur fram í skoðanagrein sem þeir skrifa í The Guardian. Þeir starfa hjá Süddeutsche Zeitung í Þýskalandi. Gátu þeir sér gott orð fyrir umfjöllun þeirra um Panama-skjölin sem lekið var til fjölmiðla og urðu meðal annars til þess að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði af sér sem forsætisráðherra Íslands. Segja þeir að samstarf þeirra 107 fjölmiðla sem komu að fréttaflutningi af Panama-skjölunum í samstarfi við International Consortium of Investigative Journalists hafi orðið til af einni ástæðu. Þær upplýsingar um eignir auðmanna á aflandssvæðum sem þar komu fram hafi einfaldlega verið of miklar og of mikilvægar til þess að einn fjölmiðill gæti fjallað um þær á sómasamlegan hátt. Nú standi bandarískir fjölmiðlar frammi fyrir frétt sem sé svo mikilvæg og svo stór að enginn einn fjölmiðill geti fjallað um hana. Að mati blaðamannanna er fréttin möguleg ógn Donald Trump sem forseta Bandaríkjanna við lýðræði þar í landi. Segja þeir að árásir Trump á blaðamenn séu skipulagðar og nefna þeir sem dæmi nýlegar árásir fjölmiðlafulltrúa Trump á blaðamenn vegna fréttaflutnings um mismuninn á fjölda þeirra sem voru viðstaddir innsetningarathöfn Barack Obama miðað við innsetningarathöfn Trump. Segja þeir mikilvægt að fjölmiðlar starfi saman til þess að varpa ljósi á tengsl Trump við Rússland, alþjóðleg viðskiptatengsll Trump og ríkisstjórnar hans og mögulega hagsmunaárekstra. Benda þeir á að Donald Trump eigi hluti í hundruð fyrirtækja og því sé ómögulegt fyrir einn fjölmiðil að fjalla um viðskiptatengsl Donald Trump.Lesa má grein þeirra hér í heild sinni hér.Uppfært:Í fréttinni var því haldið fram að Frederik og Bastian væru bræður. Þrátt fyrir keimlík eftirnöfn eru þeir það ekki. Það hefur verið leiðrétt og beðist er velvirðingar á mistökunum
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Sjá meira