Útgerðarstjóri Polar Seafood: „Treysti því að þeir séu saklausir“ atli ísleifsson skrifar 24. janúar 2017 15:50 Tveir menn eru í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að tengjast morðinu á Birnu Brjánsdóttur. Vísir/AFP „Mér líður að sjálfsögðu skelfilega illa með þetta. Ég treysti því að þeir séu saklausir þar til annað sannast og ég á ótrúlega erfitt með að ímynda mér að þeir séu sekir,“ segir Jørgen Fossheim, útgerðarstjóri Polar Seafood, í samtali við danska TV2, um mál mannanna sem eru í haldi lögreglu vegna gruns um að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana. Fossheim segir málið allt leggjast þungt á starfsmenn fyrirtækisins, en tveir skipverjar grænlenska togarans sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Þeir hafa neitað sök. Fossheim segir andrúmsloftið meðal skipverja vera slæmt og að þeim hafi verið boðin áfallahjálp. Ný áhöfn mun sigla skipinu úr landi, en skipverjar hafa dvalið á hóteli á höfuðborgarsvæðinu síðustu daga. Fossheim segist ekki vita hvenær skipið fær heimild til að sigla, en fyrirtækið verði af miklum tekjum hvern þann dag sem skipið er fast við bryggju. Lögregla fann einnig um 20 kíló af hassi um borð í Polar Nanoq eftir leit um borð í skipinu en áætlað er að verðmæti efnanna sé milli 10 til 12 milljónir danskra króna, milli 163 til 196 milljónir íslenskra króna. Fossheim segir ljóst að það sé fólk sem búi yfir miklu fé sem hafi skipulagt hasssmyglið. „Það er auðvitað ekki grænlenskur sjómaðuri sem hefur keypt hass í Kristjaníu til að fara með heim. Hér eru atvinnumenn að verki,“ segir Fossheim. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Vísbendingar komnar um dánarorsök Bráðabirgðakrufning réttarmeinafræðings lögreglunnar, sem lauk í gærkvöld, færði lögreglu nær því að vita hver dánarorsök Birnu Brjánsdóttur er. 24. janúar 2017 07:30 Geta verið í gæsluvarðhaldi í allt að þrjá mánuði á grundvelli rannsóknarhagsmuna Alls gætu skipverjarnir setið í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna í þrjá mánuði, en lengur ef krafist er gæsluvarðhalds á grundvelli almannahagsmuna. 24. janúar 2017 14:10 Skilríki Birnu um borð í Polar Nanoq Eiga að hafa fundist í ruslatunnu í togaranum. 24. janúar 2017 10:45 Áhöfn Polar Nanoq sakar Enoksen um að nýta sér mál Birnu í stjórnmálalegum tilgangi Grænlenski sjávarútvegsráðherrann vill kanna hvort eigi að heimila að hægt verði að takmarka veiðiheimildir grænlenskra skipa sem hafa verið notuð til eiturlyfjasmygls. 24. janúar 2017 14:53 Mest lesið Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Fleiri fréttir Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Sjá meira
„Mér líður að sjálfsögðu skelfilega illa með þetta. Ég treysti því að þeir séu saklausir þar til annað sannast og ég á ótrúlega erfitt með að ímynda mér að þeir séu sekir,“ segir Jørgen Fossheim, útgerðarstjóri Polar Seafood, í samtali við danska TV2, um mál mannanna sem eru í haldi lögreglu vegna gruns um að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana. Fossheim segir málið allt leggjast þungt á starfsmenn fyrirtækisins, en tveir skipverjar grænlenska togarans sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Þeir hafa neitað sök. Fossheim segir andrúmsloftið meðal skipverja vera slæmt og að þeim hafi verið boðin áfallahjálp. Ný áhöfn mun sigla skipinu úr landi, en skipverjar hafa dvalið á hóteli á höfuðborgarsvæðinu síðustu daga. Fossheim segist ekki vita hvenær skipið fær heimild til að sigla, en fyrirtækið verði af miklum tekjum hvern þann dag sem skipið er fast við bryggju. Lögregla fann einnig um 20 kíló af hassi um borð í Polar Nanoq eftir leit um borð í skipinu en áætlað er að verðmæti efnanna sé milli 10 til 12 milljónir danskra króna, milli 163 til 196 milljónir íslenskra króna. Fossheim segir ljóst að það sé fólk sem búi yfir miklu fé sem hafi skipulagt hasssmyglið. „Það er auðvitað ekki grænlenskur sjómaðuri sem hefur keypt hass í Kristjaníu til að fara með heim. Hér eru atvinnumenn að verki,“ segir Fossheim.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Vísbendingar komnar um dánarorsök Bráðabirgðakrufning réttarmeinafræðings lögreglunnar, sem lauk í gærkvöld, færði lögreglu nær því að vita hver dánarorsök Birnu Brjánsdóttur er. 24. janúar 2017 07:30 Geta verið í gæsluvarðhaldi í allt að þrjá mánuði á grundvelli rannsóknarhagsmuna Alls gætu skipverjarnir setið í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna í þrjá mánuði, en lengur ef krafist er gæsluvarðhalds á grundvelli almannahagsmuna. 24. janúar 2017 14:10 Skilríki Birnu um borð í Polar Nanoq Eiga að hafa fundist í ruslatunnu í togaranum. 24. janúar 2017 10:45 Áhöfn Polar Nanoq sakar Enoksen um að nýta sér mál Birnu í stjórnmálalegum tilgangi Grænlenski sjávarútvegsráðherrann vill kanna hvort eigi að heimila að hægt verði að takmarka veiðiheimildir grænlenskra skipa sem hafa verið notuð til eiturlyfjasmygls. 24. janúar 2017 14:53 Mest lesið Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Fleiri fréttir Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Sjá meira
Vísbendingar komnar um dánarorsök Bráðabirgðakrufning réttarmeinafræðings lögreglunnar, sem lauk í gærkvöld, færði lögreglu nær því að vita hver dánarorsök Birnu Brjánsdóttur er. 24. janúar 2017 07:30
Geta verið í gæsluvarðhaldi í allt að þrjá mánuði á grundvelli rannsóknarhagsmuna Alls gætu skipverjarnir setið í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna í þrjá mánuði, en lengur ef krafist er gæsluvarðhalds á grundvelli almannahagsmuna. 24. janúar 2017 14:10
Skilríki Birnu um borð í Polar Nanoq Eiga að hafa fundist í ruslatunnu í togaranum. 24. janúar 2017 10:45
Áhöfn Polar Nanoq sakar Enoksen um að nýta sér mál Birnu í stjórnmálalegum tilgangi Grænlenski sjávarútvegsráðherrann vill kanna hvort eigi að heimila að hægt verði að takmarka veiðiheimildir grænlenskra skipa sem hafa verið notuð til eiturlyfjasmygls. 24. janúar 2017 14:53