Útgerðarstjóri Polar Seafood: „Treysti því að þeir séu saklausir“ atli ísleifsson skrifar 24. janúar 2017 15:50 Tveir menn eru í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að tengjast morðinu á Birnu Brjánsdóttur. Vísir/AFP „Mér líður að sjálfsögðu skelfilega illa með þetta. Ég treysti því að þeir séu saklausir þar til annað sannast og ég á ótrúlega erfitt með að ímynda mér að þeir séu sekir,“ segir Jørgen Fossheim, útgerðarstjóri Polar Seafood, í samtali við danska TV2, um mál mannanna sem eru í haldi lögreglu vegna gruns um að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana. Fossheim segir málið allt leggjast þungt á starfsmenn fyrirtækisins, en tveir skipverjar grænlenska togarans sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Þeir hafa neitað sök. Fossheim segir andrúmsloftið meðal skipverja vera slæmt og að þeim hafi verið boðin áfallahjálp. Ný áhöfn mun sigla skipinu úr landi, en skipverjar hafa dvalið á hóteli á höfuðborgarsvæðinu síðustu daga. Fossheim segist ekki vita hvenær skipið fær heimild til að sigla, en fyrirtækið verði af miklum tekjum hvern þann dag sem skipið er fast við bryggju. Lögregla fann einnig um 20 kíló af hassi um borð í Polar Nanoq eftir leit um borð í skipinu en áætlað er að verðmæti efnanna sé milli 10 til 12 milljónir danskra króna, milli 163 til 196 milljónir íslenskra króna. Fossheim segir ljóst að það sé fólk sem búi yfir miklu fé sem hafi skipulagt hasssmyglið. „Það er auðvitað ekki grænlenskur sjómaðuri sem hefur keypt hass í Kristjaníu til að fara með heim. Hér eru atvinnumenn að verki,“ segir Fossheim. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Vísbendingar komnar um dánarorsök Bráðabirgðakrufning réttarmeinafræðings lögreglunnar, sem lauk í gærkvöld, færði lögreglu nær því að vita hver dánarorsök Birnu Brjánsdóttur er. 24. janúar 2017 07:30 Geta verið í gæsluvarðhaldi í allt að þrjá mánuði á grundvelli rannsóknarhagsmuna Alls gætu skipverjarnir setið í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna í þrjá mánuði, en lengur ef krafist er gæsluvarðhalds á grundvelli almannahagsmuna. 24. janúar 2017 14:10 Skilríki Birnu um borð í Polar Nanoq Eiga að hafa fundist í ruslatunnu í togaranum. 24. janúar 2017 10:45 Áhöfn Polar Nanoq sakar Enoksen um að nýta sér mál Birnu í stjórnmálalegum tilgangi Grænlenski sjávarútvegsráðherrann vill kanna hvort eigi að heimila að hægt verði að takmarka veiðiheimildir grænlenskra skipa sem hafa verið notuð til eiturlyfjasmygls. 24. janúar 2017 14:53 Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Sjá meira
„Mér líður að sjálfsögðu skelfilega illa með þetta. Ég treysti því að þeir séu saklausir þar til annað sannast og ég á ótrúlega erfitt með að ímynda mér að þeir séu sekir,“ segir Jørgen Fossheim, útgerðarstjóri Polar Seafood, í samtali við danska TV2, um mál mannanna sem eru í haldi lögreglu vegna gruns um að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana. Fossheim segir málið allt leggjast þungt á starfsmenn fyrirtækisins, en tveir skipverjar grænlenska togarans sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Þeir hafa neitað sök. Fossheim segir andrúmsloftið meðal skipverja vera slæmt og að þeim hafi verið boðin áfallahjálp. Ný áhöfn mun sigla skipinu úr landi, en skipverjar hafa dvalið á hóteli á höfuðborgarsvæðinu síðustu daga. Fossheim segist ekki vita hvenær skipið fær heimild til að sigla, en fyrirtækið verði af miklum tekjum hvern þann dag sem skipið er fast við bryggju. Lögregla fann einnig um 20 kíló af hassi um borð í Polar Nanoq eftir leit um borð í skipinu en áætlað er að verðmæti efnanna sé milli 10 til 12 milljónir danskra króna, milli 163 til 196 milljónir íslenskra króna. Fossheim segir ljóst að það sé fólk sem búi yfir miklu fé sem hafi skipulagt hasssmyglið. „Það er auðvitað ekki grænlenskur sjómaðuri sem hefur keypt hass í Kristjaníu til að fara með heim. Hér eru atvinnumenn að verki,“ segir Fossheim.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Vísbendingar komnar um dánarorsök Bráðabirgðakrufning réttarmeinafræðings lögreglunnar, sem lauk í gærkvöld, færði lögreglu nær því að vita hver dánarorsök Birnu Brjánsdóttur er. 24. janúar 2017 07:30 Geta verið í gæsluvarðhaldi í allt að þrjá mánuði á grundvelli rannsóknarhagsmuna Alls gætu skipverjarnir setið í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna í þrjá mánuði, en lengur ef krafist er gæsluvarðhalds á grundvelli almannahagsmuna. 24. janúar 2017 14:10 Skilríki Birnu um borð í Polar Nanoq Eiga að hafa fundist í ruslatunnu í togaranum. 24. janúar 2017 10:45 Áhöfn Polar Nanoq sakar Enoksen um að nýta sér mál Birnu í stjórnmálalegum tilgangi Grænlenski sjávarútvegsráðherrann vill kanna hvort eigi að heimila að hægt verði að takmarka veiðiheimildir grænlenskra skipa sem hafa verið notuð til eiturlyfjasmygls. 24. janúar 2017 14:53 Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Sjá meira
Vísbendingar komnar um dánarorsök Bráðabirgðakrufning réttarmeinafræðings lögreglunnar, sem lauk í gærkvöld, færði lögreglu nær því að vita hver dánarorsök Birnu Brjánsdóttur er. 24. janúar 2017 07:30
Geta verið í gæsluvarðhaldi í allt að þrjá mánuði á grundvelli rannsóknarhagsmuna Alls gætu skipverjarnir setið í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna í þrjá mánuði, en lengur ef krafist er gæsluvarðhalds á grundvelli almannahagsmuna. 24. janúar 2017 14:10
Skilríki Birnu um borð í Polar Nanoq Eiga að hafa fundist í ruslatunnu í togaranum. 24. janúar 2017 10:45
Áhöfn Polar Nanoq sakar Enoksen um að nýta sér mál Birnu í stjórnmálalegum tilgangi Grænlenski sjávarútvegsráðherrann vill kanna hvort eigi að heimila að hægt verði að takmarka veiðiheimildir grænlenskra skipa sem hafa verið notuð til eiturlyfjasmygls. 24. janúar 2017 14:53