Útgerðarstjóri Polar Seafood: „Treysti því að þeir séu saklausir“ atli ísleifsson skrifar 24. janúar 2017 15:50 Tveir menn eru í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að tengjast morðinu á Birnu Brjánsdóttur. Vísir/AFP „Mér líður að sjálfsögðu skelfilega illa með þetta. Ég treysti því að þeir séu saklausir þar til annað sannast og ég á ótrúlega erfitt með að ímynda mér að þeir séu sekir,“ segir Jørgen Fossheim, útgerðarstjóri Polar Seafood, í samtali við danska TV2, um mál mannanna sem eru í haldi lögreglu vegna gruns um að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana. Fossheim segir málið allt leggjast þungt á starfsmenn fyrirtækisins, en tveir skipverjar grænlenska togarans sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Þeir hafa neitað sök. Fossheim segir andrúmsloftið meðal skipverja vera slæmt og að þeim hafi verið boðin áfallahjálp. Ný áhöfn mun sigla skipinu úr landi, en skipverjar hafa dvalið á hóteli á höfuðborgarsvæðinu síðustu daga. Fossheim segist ekki vita hvenær skipið fær heimild til að sigla, en fyrirtækið verði af miklum tekjum hvern þann dag sem skipið er fast við bryggju. Lögregla fann einnig um 20 kíló af hassi um borð í Polar Nanoq eftir leit um borð í skipinu en áætlað er að verðmæti efnanna sé milli 10 til 12 milljónir danskra króna, milli 163 til 196 milljónir íslenskra króna. Fossheim segir ljóst að það sé fólk sem búi yfir miklu fé sem hafi skipulagt hasssmyglið. „Það er auðvitað ekki grænlenskur sjómaðuri sem hefur keypt hass í Kristjaníu til að fara með heim. Hér eru atvinnumenn að verki,“ segir Fossheim. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Vísbendingar komnar um dánarorsök Bráðabirgðakrufning réttarmeinafræðings lögreglunnar, sem lauk í gærkvöld, færði lögreglu nær því að vita hver dánarorsök Birnu Brjánsdóttur er. 24. janúar 2017 07:30 Geta verið í gæsluvarðhaldi í allt að þrjá mánuði á grundvelli rannsóknarhagsmuna Alls gætu skipverjarnir setið í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna í þrjá mánuði, en lengur ef krafist er gæsluvarðhalds á grundvelli almannahagsmuna. 24. janúar 2017 14:10 Skilríki Birnu um borð í Polar Nanoq Eiga að hafa fundist í ruslatunnu í togaranum. 24. janúar 2017 10:45 Áhöfn Polar Nanoq sakar Enoksen um að nýta sér mál Birnu í stjórnmálalegum tilgangi Grænlenski sjávarútvegsráðherrann vill kanna hvort eigi að heimila að hægt verði að takmarka veiðiheimildir grænlenskra skipa sem hafa verið notuð til eiturlyfjasmygls. 24. janúar 2017 14:53 Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Sjá meira
„Mér líður að sjálfsögðu skelfilega illa með þetta. Ég treysti því að þeir séu saklausir þar til annað sannast og ég á ótrúlega erfitt með að ímynda mér að þeir séu sekir,“ segir Jørgen Fossheim, útgerðarstjóri Polar Seafood, í samtali við danska TV2, um mál mannanna sem eru í haldi lögreglu vegna gruns um að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana. Fossheim segir málið allt leggjast þungt á starfsmenn fyrirtækisins, en tveir skipverjar grænlenska togarans sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Þeir hafa neitað sök. Fossheim segir andrúmsloftið meðal skipverja vera slæmt og að þeim hafi verið boðin áfallahjálp. Ný áhöfn mun sigla skipinu úr landi, en skipverjar hafa dvalið á hóteli á höfuðborgarsvæðinu síðustu daga. Fossheim segist ekki vita hvenær skipið fær heimild til að sigla, en fyrirtækið verði af miklum tekjum hvern þann dag sem skipið er fast við bryggju. Lögregla fann einnig um 20 kíló af hassi um borð í Polar Nanoq eftir leit um borð í skipinu en áætlað er að verðmæti efnanna sé milli 10 til 12 milljónir danskra króna, milli 163 til 196 milljónir íslenskra króna. Fossheim segir ljóst að það sé fólk sem búi yfir miklu fé sem hafi skipulagt hasssmyglið. „Það er auðvitað ekki grænlenskur sjómaðuri sem hefur keypt hass í Kristjaníu til að fara með heim. Hér eru atvinnumenn að verki,“ segir Fossheim.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Vísbendingar komnar um dánarorsök Bráðabirgðakrufning réttarmeinafræðings lögreglunnar, sem lauk í gærkvöld, færði lögreglu nær því að vita hver dánarorsök Birnu Brjánsdóttur er. 24. janúar 2017 07:30 Geta verið í gæsluvarðhaldi í allt að þrjá mánuði á grundvelli rannsóknarhagsmuna Alls gætu skipverjarnir setið í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna í þrjá mánuði, en lengur ef krafist er gæsluvarðhalds á grundvelli almannahagsmuna. 24. janúar 2017 14:10 Skilríki Birnu um borð í Polar Nanoq Eiga að hafa fundist í ruslatunnu í togaranum. 24. janúar 2017 10:45 Áhöfn Polar Nanoq sakar Enoksen um að nýta sér mál Birnu í stjórnmálalegum tilgangi Grænlenski sjávarútvegsráðherrann vill kanna hvort eigi að heimila að hægt verði að takmarka veiðiheimildir grænlenskra skipa sem hafa verið notuð til eiturlyfjasmygls. 24. janúar 2017 14:53 Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Sjá meira
Vísbendingar komnar um dánarorsök Bráðabirgðakrufning réttarmeinafræðings lögreglunnar, sem lauk í gærkvöld, færði lögreglu nær því að vita hver dánarorsök Birnu Brjánsdóttur er. 24. janúar 2017 07:30
Geta verið í gæsluvarðhaldi í allt að þrjá mánuði á grundvelli rannsóknarhagsmuna Alls gætu skipverjarnir setið í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna í þrjá mánuði, en lengur ef krafist er gæsluvarðhalds á grundvelli almannahagsmuna. 24. janúar 2017 14:10
Skilríki Birnu um borð í Polar Nanoq Eiga að hafa fundist í ruslatunnu í togaranum. 24. janúar 2017 10:45
Áhöfn Polar Nanoq sakar Enoksen um að nýta sér mál Birnu í stjórnmálalegum tilgangi Grænlenski sjávarútvegsráðherrann vill kanna hvort eigi að heimila að hægt verði að takmarka veiðiheimildir grænlenskra skipa sem hafa verið notuð til eiturlyfjasmygls. 24. janúar 2017 14:53